Bandarískur fangi greindist með fuglaflensu Árni Sæberg skrifar 1. maí 2022 08:30 Fanginn smitaðist þegar hann vann við aflífun sýktra alifugla. Getty/Ruslan Sidorov Fangi í Coloradofylki í Bandaríkjunum varð á dögunum fyrsta manneskjan í Bandaríkjunum sem greinist með það afbrigði fuglaflensu sem nú geisar um landið. Versti faraldur fuglaflensu í sjö ár gengur nú yfir Bandaríkin og hafa bandarískir alifuglabændur þurft að aflífa fleiri milljónir fugla. Nú hefur H5N1 afbrigði veirunnar greinst í manni í fyrsta sinn þar í landi. Ónefndur fangi í Colorado smitaðist af veirunni þegar hann var í vinnu við að aflífa sýkta fugla á býli, að því er segir í tilkynningu Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna Þar segir jafnframt að maðurinn sé að mestu einkennalaus fyrir utan að finna fyrir þreytu. Þá sé hann sá eini af 2.500 manns, sem undirgengist hafa sýnatöku vegna útsetningar, sem greinst hefur jákvæður. Því sé ekki tilefni til að hækki viðbúnaðarmat vegna fuglaflensu. Afbrigðið útbreitt hér á landi Fuglaflensa hefur nú greinst í að minnsta kosti tólf villtum fuglum víða um Ísland og ljóst er að þessi skæði sjúkdómur er nú orðinn útbreiddur og smithætta fyrir alifugla er mikil. Viðbúnaðarstig verður hækkað í rautt þegar sjúkdómurinn greinist í alifuglum og þurfa bændur að gæta sín vel. Birgitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifugla, segir þó að fólk þurfi ekki að hafa teljandi áhyggjur af því að smitast af veirunni. „Það eru engar vísbendingar um að fólk smitist af þessum veirum. Það eru einhver algjör undantekningartilfelli þekkt þar sem fólk hefur smitast og fengið væg einkenni, sem hefur haft mikla umgengni við sýkta fuglahópa, en almennir borgarar þurfa ekki að óttast neitt eins og er,“ sagði hún í samtali við Vísi á dögunum. Bandaríkin Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Fuglar um allt land detta dauðir niður Fuglaflensa hefur nú greinst í að minnsta kosti tólf villtum fuglum víða um landið og ljóst er að þessi skæði sjúkdómur er nú orðinn útbreiddur og smithætta fyrir alifugla er mikil. Viðbúnaðarstig verður hækkað í rautt þegar sjúkdómurinn greinist í alifuglum og þurfa bændur að gæta sín vel. 25. apríl 2022 18:32 Fólk verði að gera sér grein fyrir því að fuglaflensan sé orðin útbreidd Fuglaflensa greindist í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru af villtum fuglum í vikunni. Sýnin voru tekin víðsvegar um landið og dýralæknir segir ljóst að fuglaflensa sé orðin útbreidd í villtum fuglum hér á landi. Mannfólk og katta- og hundaeigendur þurfi þó lítið að óttast að svo stöddu. 24. apríl 2022 11:19 Fuglaflensa greinist í fleiri villtum fuglum Fuglaflensuveirur af gerðinni H5 greindust í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru úr villtum fuglum í vikunni og rannsökuð á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Matvælastofnun ítrekar mikilvægi þess að fuglaeigendur verndi fugla sína gegn smiti. 23. apríl 2022 19:02 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Versti faraldur fuglaflensu í sjö ár gengur nú yfir Bandaríkin og hafa bandarískir alifuglabændur þurft að aflífa fleiri milljónir fugla. Nú hefur H5N1 afbrigði veirunnar greinst í manni í fyrsta sinn þar í landi. Ónefndur fangi í Colorado smitaðist af veirunni þegar hann var í vinnu við að aflífa sýkta fugla á býli, að því er segir í tilkynningu Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna Þar segir jafnframt að maðurinn sé að mestu einkennalaus fyrir utan að finna fyrir þreytu. Þá sé hann sá eini af 2.500 manns, sem undirgengist hafa sýnatöku vegna útsetningar, sem greinst hefur jákvæður. Því sé ekki tilefni til að hækki viðbúnaðarmat vegna fuglaflensu. Afbrigðið útbreitt hér á landi Fuglaflensa hefur nú greinst í að minnsta kosti tólf villtum fuglum víða um Ísland og ljóst er að þessi skæði sjúkdómur er nú orðinn útbreiddur og smithætta fyrir alifugla er mikil. Viðbúnaðarstig verður hækkað í rautt þegar sjúkdómurinn greinist í alifuglum og þurfa bændur að gæta sín vel. Birgitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifugla, segir þó að fólk þurfi ekki að hafa teljandi áhyggjur af því að smitast af veirunni. „Það eru engar vísbendingar um að fólk smitist af þessum veirum. Það eru einhver algjör undantekningartilfelli þekkt þar sem fólk hefur smitast og fengið væg einkenni, sem hefur haft mikla umgengni við sýkta fuglahópa, en almennir borgarar þurfa ekki að óttast neitt eins og er,“ sagði hún í samtali við Vísi á dögunum.
Bandaríkin Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Fuglar um allt land detta dauðir niður Fuglaflensa hefur nú greinst í að minnsta kosti tólf villtum fuglum víða um landið og ljóst er að þessi skæði sjúkdómur er nú orðinn útbreiddur og smithætta fyrir alifugla er mikil. Viðbúnaðarstig verður hækkað í rautt þegar sjúkdómurinn greinist í alifuglum og þurfa bændur að gæta sín vel. 25. apríl 2022 18:32 Fólk verði að gera sér grein fyrir því að fuglaflensan sé orðin útbreidd Fuglaflensa greindist í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru af villtum fuglum í vikunni. Sýnin voru tekin víðsvegar um landið og dýralæknir segir ljóst að fuglaflensa sé orðin útbreidd í villtum fuglum hér á landi. Mannfólk og katta- og hundaeigendur þurfi þó lítið að óttast að svo stöddu. 24. apríl 2022 11:19 Fuglaflensa greinist í fleiri villtum fuglum Fuglaflensuveirur af gerðinni H5 greindust í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru úr villtum fuglum í vikunni og rannsökuð á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Matvælastofnun ítrekar mikilvægi þess að fuglaeigendur verndi fugla sína gegn smiti. 23. apríl 2022 19:02 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Fuglar um allt land detta dauðir niður Fuglaflensa hefur nú greinst í að minnsta kosti tólf villtum fuglum víða um landið og ljóst er að þessi skæði sjúkdómur er nú orðinn útbreiddur og smithætta fyrir alifugla er mikil. Viðbúnaðarstig verður hækkað í rautt þegar sjúkdómurinn greinist í alifuglum og þurfa bændur að gæta sín vel. 25. apríl 2022 18:32
Fólk verði að gera sér grein fyrir því að fuglaflensan sé orðin útbreidd Fuglaflensa greindist í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru af villtum fuglum í vikunni. Sýnin voru tekin víðsvegar um landið og dýralæknir segir ljóst að fuglaflensa sé orðin útbreidd í villtum fuglum hér á landi. Mannfólk og katta- og hundaeigendur þurfi þó lítið að óttast að svo stöddu. 24. apríl 2022 11:19
Fuglaflensa greinist í fleiri villtum fuglum Fuglaflensuveirur af gerðinni H5 greindust í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru úr villtum fuglum í vikunni og rannsökuð á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Matvælastofnun ítrekar mikilvægi þess að fuglaeigendur verndi fugla sína gegn smiti. 23. apríl 2022 19:02