Alhvít jörð á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. maí 2022 11:57 Snjórinn var farinn, en er kominn aftur. Vísir/Tryggvi Hvít jörð beið Akureyringa og nærsveitunga þegar þeir risu úr rekkju í morgun. Frekari kuldi er í kortunum næstu daga en Akureyringar geta þó huggað sig við að það á að hlýna um og eftir helgi. Það byrjaði að snjóa í nótt og þegar Akureyringar litu út um gluggana í morgun beið þeirra óvæntur gestur, alhvít jörð og snævi þakin tré, sem eru farin að kvikna til lífs að nýju eftir veturinn. Snjórinn mun þó reyndar ekki staldra lengi við. „Það hlýnar örugglega um eina til tvær gráður eftir því sem líður á daginn þannig að þetta tekur að mestu leyti upp en svo kólnar aftur í kvöld. Það ætti að taka að mestu leyti yfir daginn,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Eftir tiltölulega snjólítinn vetur hefur vorið verið með ágætasta móti á Akureyri og því viðbúið að snjórinn hafi ekki verið neitt sérstaklega velkominn í nótt. „Meðalhitinn frá páskum er búinn að vera vel yfir meðallagi. Það er alltaf erfitt þegar vorar svona snemma þá er svo erfitt þegar koma þessir köldu kaflar inn á milli,“ segir Óli Jón. Grasið er farið að grænka en er nú þakið hvítu teppi.Vísir/Tryggvi Það er frekari kuldi í kortunum næstu daga og það gæti snjóað meira á fimmtudaginn. „Seinni hluti fimmtudags og fram á kvöld gæti kannski gefið mestu úrkomuna. Það er það kalt loft yfir landinu þá að það er ekkert ólíklegt að það verði slydda eða snjókoma,“ segir Óli Jón. Svona var staðan á Akureyri í morgun.Vísir/Tryggvi Um helgina horfir þó til betri tíðar. „Já, það hlýnar ágætlega og svo hlýnar enn meira eftir helgi sýnist mér þannig að þetta er allt saman að bresta á.“ Veður Akureyri Tengdar fréttir Völlurinn snævi þakinn og þjálfari Þórs/KA ekki lengur svekktur Þór/KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrsta heimaleik sínum í Bestu deild kvenna á þessari leiktíð. Leikið verður innandyra á Akureyri í kvöld. 3. maí 2022 10:31 Úrkoma um land allt Dálítil lægð gengur austur yfir land í dag og fylgir henni austan og norðaustan kaldi eða strekkingur. Heldur hvassara verður í vindstrengjum norðvestantil á landinu. 3. maí 2022 07:41 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Sjá meira
Það byrjaði að snjóa í nótt og þegar Akureyringar litu út um gluggana í morgun beið þeirra óvæntur gestur, alhvít jörð og snævi þakin tré, sem eru farin að kvikna til lífs að nýju eftir veturinn. Snjórinn mun þó reyndar ekki staldra lengi við. „Það hlýnar örugglega um eina til tvær gráður eftir því sem líður á daginn þannig að þetta tekur að mestu leyti upp en svo kólnar aftur í kvöld. Það ætti að taka að mestu leyti yfir daginn,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Eftir tiltölulega snjólítinn vetur hefur vorið verið með ágætasta móti á Akureyri og því viðbúið að snjórinn hafi ekki verið neitt sérstaklega velkominn í nótt. „Meðalhitinn frá páskum er búinn að vera vel yfir meðallagi. Það er alltaf erfitt þegar vorar svona snemma þá er svo erfitt þegar koma þessir köldu kaflar inn á milli,“ segir Óli Jón. Grasið er farið að grænka en er nú þakið hvítu teppi.Vísir/Tryggvi Það er frekari kuldi í kortunum næstu daga og það gæti snjóað meira á fimmtudaginn. „Seinni hluti fimmtudags og fram á kvöld gæti kannski gefið mestu úrkomuna. Það er það kalt loft yfir landinu þá að það er ekkert ólíklegt að það verði slydda eða snjókoma,“ segir Óli Jón. Svona var staðan á Akureyri í morgun.Vísir/Tryggvi Um helgina horfir þó til betri tíðar. „Já, það hlýnar ágætlega og svo hlýnar enn meira eftir helgi sýnist mér þannig að þetta er allt saman að bresta á.“
Veður Akureyri Tengdar fréttir Völlurinn snævi þakinn og þjálfari Þórs/KA ekki lengur svekktur Þór/KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrsta heimaleik sínum í Bestu deild kvenna á þessari leiktíð. Leikið verður innandyra á Akureyri í kvöld. 3. maí 2022 10:31 Úrkoma um land allt Dálítil lægð gengur austur yfir land í dag og fylgir henni austan og norðaustan kaldi eða strekkingur. Heldur hvassara verður í vindstrengjum norðvestantil á landinu. 3. maí 2022 07:41 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Sjá meira
Völlurinn snævi þakinn og þjálfari Þórs/KA ekki lengur svekktur Þór/KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrsta heimaleik sínum í Bestu deild kvenna á þessari leiktíð. Leikið verður innandyra á Akureyri í kvöld. 3. maí 2022 10:31
Úrkoma um land allt Dálítil lægð gengur austur yfir land í dag og fylgir henni austan og norðaustan kaldi eða strekkingur. Heldur hvassara verður í vindstrengjum norðvestantil á landinu. 3. maí 2022 07:41