Musk íhugar að rukka vissa aðila fyrir notkun Twitter Eiður Þór Árnason skrifar 4. maí 2022 16:22 Elon Musk á Met Gala í New York á mánudag. Getty/Raymond Hall Auðkýfingurinn Elon Musk, sem vinnur nú að því að ganga frá kaupum sínum á Twitter, segir að samfélagsmiðilinn komi mögulega til með að rukka stjórnvöld og aðila sem noti Twitter í viðskiptalegum tilgangi „vægt“ gjald fyrir notkunina. Þó muni almennir notendur ávallt geta notað Twitter að endurgjaldslausu. Musk greindi frá á þessu á Twitter í gær en fjárfestar hafa lengi gert athugasemdir við lágar tekjur Twitter á hvern notanda í samanburði við samkeppnisaðila á borð við Facebook og Instagram. „Einhverjar tekjur eru betri en engar!“ sagði Musk í seinna tísti. Stjórn Twitter samþykkti í seinustu viku tilboð forstjóra Tesla og SpaceX í kaup á öllu hlutafé í Twitter fyrir alls 44 milljarða bandaríkjadala. Hefur hann áður gefið út að gangi í kaupin í gegn vilji hann meðal annars útrýma ruslpóstsbottum, sannreyna auðkenni allra notenda og gera að Twitter að eins konar málfrelsisathvarfi. Vill að vinsæl tíst afli Twitter tekna Reuters greindi nýverið frá því að Musk hafi tjáð fjármálastofnunum að hann vilji þróa nýja virkni sem eigi að bæta fjárhagslegan hag fyrirtækisins, finna nýjar leiðir til að afla tekna og lækka laun stjórnenda til að draga úr kostnaði fyrirtækisins. Til dæmis komi til greina afla tekna af tístum sem innihaldi mikilvægar upplýsingar eða nái óvenjumikilli dreifingu. Forstjóri Tesla og SpaceX sagði á mánudag að útbreiðsla Twitter væri of lítil og að hann myndi vilja sjá mun stærri hlut bandarísku þjóðarinnar á miðlinum. Að sögn Twitter nota að jafnaði 39,6 milljónir samfélagsmiðilinn daglega í Bandaríkjunum og 189,4 milljónir á heimsvísu. Auður Musk bundinn í Tesla Reuters hefur greint frá því að Musk væri í viðræðum við auðmenn og stór fjárfestingafélög til að afla aukins fjármagns fyrir yfirtökuna. Fram hefur komið að hann hyggist greiða 21 af 44 milljarða bandaríkjadala kaupverðinu með reiðufé og restina með lánsfé. Musk er ríkasti einstaklingur í heimi og metur Forbes að heildarauð hans á 245 milljarða bandaríkjadala. Mest af þeim auð er þó bundinn í hlutabréfum í rafbílaframleiðandanum Tesla. Í seinustu viku upplýsti Musk að hann hafi selt hluti í Tesla fyrir alls 8,5 milljarða bandaríkjadala eftir að hann gerði kauptilboðið í Twitter. Talið er að hans vilji með yfirstandandi viðræðunum sínum við auðmenn og fjárfestingasjóði minnka það fjármagn sem hann leggi sjálfur í kaupin. Þá segja heimildarmenn Reuters að Musk hafi verið í viðræðum við nokkra af stærstu hluthöfum Twitter um þann möguleika að hlutir þeirra verði hluti af viðskiptum. Myndi hann þá sleppa við að borga þá út. Óttast að missa starfsfólk Stjórnendur Twitter óttast að fyrirtækið gæti misst frá sér lykilstarfsmenn og átt erfitt með að ráða til sín nýtt fólk á meðan unnið er að því að ganga frá sölunni til Musk. Twitter varar sömuleiðis við því að erfiðara gæti reynst að halda auglýsendum. Þetta kemur fram í gögnum sem stjórnendur skiluðu inn til bandaríska fjármálaeftirlitsins á mánudag. Þar segja þeir ýmsa áhættu fylgja sölunni sem gæti skaðað rekstur Twitter og viðskiptasambönd. Einnig sé hætta á því að núverandi starfsmenn verði fyrir truflunum og þeirra afkastageta þeirra muni minnka vegna óvissunnar sem ríki um söluna. Twitter Kaup og sala fyrirtækja Bandaríkin Tengdar fréttir Fáránlega ríkur maður með takmarkaðan skilning á málfrelsi Kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter hafa vakið mikil viðbrögð um allan heim. Milljarðamæringurinn segist ætla að efla tjáningarfrelsi á miðlinum og útrýma gervimennum. Sérfræðingar setja stórt spurningamerki við þær fyrirætlanir. 26. apríl 2022 21:01 Stjórn Twitter samþykkir kauptilboð Musk Stjórn samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter hefur ákveðið að samþykkja kauptilboð auðkýfingsins Elon Musk í fyrirtækið. 25. apríl 2022 19:12 Elon Musk vill taka yfir Twitter Milljarðarmæringurinn Elon Musk hefur boðist til þess að kaupa Twitter á 41 milljarð bandaríkjadala. Hann segir nauðsynlegt að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði til að ná fram raunverulegum breytingum og viðunandi árangri á samfélagsmiðlinum. 14. apríl 2022 11:42 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Musk greindi frá á þessu á Twitter í gær en fjárfestar hafa lengi gert athugasemdir við lágar tekjur Twitter á hvern notanda í samanburði við samkeppnisaðila á borð við Facebook og Instagram. „Einhverjar tekjur eru betri en engar!“ sagði Musk í seinna tísti. Stjórn Twitter samþykkti í seinustu viku tilboð forstjóra Tesla og SpaceX í kaup á öllu hlutafé í Twitter fyrir alls 44 milljarða bandaríkjadala. Hefur hann áður gefið út að gangi í kaupin í gegn vilji hann meðal annars útrýma ruslpóstsbottum, sannreyna auðkenni allra notenda og gera að Twitter að eins konar málfrelsisathvarfi. Vill að vinsæl tíst afli Twitter tekna Reuters greindi nýverið frá því að Musk hafi tjáð fjármálastofnunum að hann vilji þróa nýja virkni sem eigi að bæta fjárhagslegan hag fyrirtækisins, finna nýjar leiðir til að afla tekna og lækka laun stjórnenda til að draga úr kostnaði fyrirtækisins. Til dæmis komi til greina afla tekna af tístum sem innihaldi mikilvægar upplýsingar eða nái óvenjumikilli dreifingu. Forstjóri Tesla og SpaceX sagði á mánudag að útbreiðsla Twitter væri of lítil og að hann myndi vilja sjá mun stærri hlut bandarísku þjóðarinnar á miðlinum. Að sögn Twitter nota að jafnaði 39,6 milljónir samfélagsmiðilinn daglega í Bandaríkjunum og 189,4 milljónir á heimsvísu. Auður Musk bundinn í Tesla Reuters hefur greint frá því að Musk væri í viðræðum við auðmenn og stór fjárfestingafélög til að afla aukins fjármagns fyrir yfirtökuna. Fram hefur komið að hann hyggist greiða 21 af 44 milljarða bandaríkjadala kaupverðinu með reiðufé og restina með lánsfé. Musk er ríkasti einstaklingur í heimi og metur Forbes að heildarauð hans á 245 milljarða bandaríkjadala. Mest af þeim auð er þó bundinn í hlutabréfum í rafbílaframleiðandanum Tesla. Í seinustu viku upplýsti Musk að hann hafi selt hluti í Tesla fyrir alls 8,5 milljarða bandaríkjadala eftir að hann gerði kauptilboðið í Twitter. Talið er að hans vilji með yfirstandandi viðræðunum sínum við auðmenn og fjárfestingasjóði minnka það fjármagn sem hann leggi sjálfur í kaupin. Þá segja heimildarmenn Reuters að Musk hafi verið í viðræðum við nokkra af stærstu hluthöfum Twitter um þann möguleika að hlutir þeirra verði hluti af viðskiptum. Myndi hann þá sleppa við að borga þá út. Óttast að missa starfsfólk Stjórnendur Twitter óttast að fyrirtækið gæti misst frá sér lykilstarfsmenn og átt erfitt með að ráða til sín nýtt fólk á meðan unnið er að því að ganga frá sölunni til Musk. Twitter varar sömuleiðis við því að erfiðara gæti reynst að halda auglýsendum. Þetta kemur fram í gögnum sem stjórnendur skiluðu inn til bandaríska fjármálaeftirlitsins á mánudag. Þar segja þeir ýmsa áhættu fylgja sölunni sem gæti skaðað rekstur Twitter og viðskiptasambönd. Einnig sé hætta á því að núverandi starfsmenn verði fyrir truflunum og þeirra afkastageta þeirra muni minnka vegna óvissunnar sem ríki um söluna.
Twitter Kaup og sala fyrirtækja Bandaríkin Tengdar fréttir Fáránlega ríkur maður með takmarkaðan skilning á málfrelsi Kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter hafa vakið mikil viðbrögð um allan heim. Milljarðamæringurinn segist ætla að efla tjáningarfrelsi á miðlinum og útrýma gervimennum. Sérfræðingar setja stórt spurningamerki við þær fyrirætlanir. 26. apríl 2022 21:01 Stjórn Twitter samþykkir kauptilboð Musk Stjórn samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter hefur ákveðið að samþykkja kauptilboð auðkýfingsins Elon Musk í fyrirtækið. 25. apríl 2022 19:12 Elon Musk vill taka yfir Twitter Milljarðarmæringurinn Elon Musk hefur boðist til þess að kaupa Twitter á 41 milljarð bandaríkjadala. Hann segir nauðsynlegt að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði til að ná fram raunverulegum breytingum og viðunandi árangri á samfélagsmiðlinum. 14. apríl 2022 11:42 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Fáránlega ríkur maður með takmarkaðan skilning á málfrelsi Kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter hafa vakið mikil viðbrögð um allan heim. Milljarðamæringurinn segist ætla að efla tjáningarfrelsi á miðlinum og útrýma gervimennum. Sérfræðingar setja stórt spurningamerki við þær fyrirætlanir. 26. apríl 2022 21:01
Stjórn Twitter samþykkir kauptilboð Musk Stjórn samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter hefur ákveðið að samþykkja kauptilboð auðkýfingsins Elon Musk í fyrirtækið. 25. apríl 2022 19:12
Elon Musk vill taka yfir Twitter Milljarðarmæringurinn Elon Musk hefur boðist til þess að kaupa Twitter á 41 milljarð bandaríkjadala. Hann segir nauðsynlegt að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði til að ná fram raunverulegum breytingum og viðunandi árangri á samfélagsmiðlinum. 14. apríl 2022 11:42