„Mig langaði að trúa honum, svo ég gerði það“ Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2022 23:12 Amber Heard í dómsal í dag. AP/Elizabeth Frantz Amber Heard sagði fyrir dómi í dag að hún hefði ætlað sér að yfirgefa Johnny Depp, fyrrverandi eiginmann hennar, eftir að hann sló hana fyrst utan undir. Hann hefði þó beðið hana afsökunar og heitið því að beita hana aldrei ofbeldi aftur. „Mig langaði að trúa honum, svo ég gerði það,“ sagði Heard í dómsal vestanhafs undir kvöld, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þetta tiltekna atkvik segir hún að hafi átt sér stað árið 2013. Þá segir hún að Depp hafi slegið hana þrisvar sinnum utan undir eftir að hún hló að húðflúri hans. Depp þvertekur fyrir að hafa slegið hana. Depp og Heard kynntust við tökur á Rum Diaries árið 2009 og giftu sig árið 2015. Þau skildu þó um ári síðar. Depp (58) hefur höfðað mál gegn Heard (36) og sakar hana um lygar vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún heimilisofbeldi sem hún á að hafa orðið fyrir en án þess þó að nefna Depp á nafn. Leikarinn segir Heard ljúga því að hann hafi beitt hana ofbeldi þegar þau voru gift og að ásakanir hennar hafi gert honum erfitt að fá vinnu í Hollywood. Hann fer fram á 50 milljónir dala í skaðabætur. Heard krefst þess að Depp greiði henni hundrað milljónir dala. Málaferlin fara fram fyrir opnum dyrum og er þeim sjónvarpað. Áhugasamir geta hlýtt á hluta vitnisburðar Heard hér að neðan. Réttarhöldin hafa að mestu snúist um það hvort Depp hafi raunverulega beitt Heard ofbeldi. Þetta var í fyrsta sinn sem Heard bar vitni í málinu. Á einum tímapunkti sagði hún frá því að hún, Depp og aðrir hefðu tekið ofskynjunarsveppi í ferð til Joshua Tree. Depp hafi orðið gífurlega afbrýðisamur því hann taldi konu sem var í hópnum hafa verið að daðra við Heard. Heard sagði Depp hafa rústað hjólhýsi þeirra og sakað hana um að fela fíkniefni hans. Þá hafi hann rifið af henni fötin og sagst ætla að leita á henni og framkvæma innvortis leit. „Hann stakk fingrunum inn í mig. Ég stóð bara þarna og leit á ljósin.“ Hún hélt því einnig fram að hann hefði oft orðið ofbeldishneigður í tengslum við afbrýðisemi og neyslu fíkniefna eða áfengis. Hún sagði hann hegða sér með mjög mismunandi hætti eftir því á hvaða lyfjum og fíkniefnum hann væri. Sjálfur segist Depp ekki hafa átt við áfengisvandamál að stríða. Hann hefur viðurkennt að hafa verið háður pillum um tíma en segist hafa náð tökum á þeirri fíkn. Fjölskyldumeðlimir og vinir Depps hafa slegið á svipaða strengi. Heard segir það þó hafa verið hluta af vandanum. Fólk hafi ekki sagt Depp sannleikann og afsakað hegðun hans. „Enginn sagði honum sannleikann,“ sagði hún. „Hann lognaðist út af í eigin ælu, hann missti stjórn á líkama sínum og allir þrifu upp eftir hann. Ég þreif upp eftir hann.“ Varðandi það af hverju hún hafi verið með Depp, þrátt fyrir þetta meinta ofbeldi, sagði hún nokkrum sinnum í dómsal að samband þeirra hefði verið gott á löngum köflum. Hún hefði aldrei fundið fyrir annarri eins ást. „Hann var þó einnig þessi annar aðili. Sá aðili var hræðilegur.“ Deilur Johnny Depp og Amber Heard Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
„Mig langaði að trúa honum, svo ég gerði það,“ sagði Heard í dómsal vestanhafs undir kvöld, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þetta tiltekna atkvik segir hún að hafi átt sér stað árið 2013. Þá segir hún að Depp hafi slegið hana þrisvar sinnum utan undir eftir að hún hló að húðflúri hans. Depp þvertekur fyrir að hafa slegið hana. Depp og Heard kynntust við tökur á Rum Diaries árið 2009 og giftu sig árið 2015. Þau skildu þó um ári síðar. Depp (58) hefur höfðað mál gegn Heard (36) og sakar hana um lygar vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún heimilisofbeldi sem hún á að hafa orðið fyrir en án þess þó að nefna Depp á nafn. Leikarinn segir Heard ljúga því að hann hafi beitt hana ofbeldi þegar þau voru gift og að ásakanir hennar hafi gert honum erfitt að fá vinnu í Hollywood. Hann fer fram á 50 milljónir dala í skaðabætur. Heard krefst þess að Depp greiði henni hundrað milljónir dala. Málaferlin fara fram fyrir opnum dyrum og er þeim sjónvarpað. Áhugasamir geta hlýtt á hluta vitnisburðar Heard hér að neðan. Réttarhöldin hafa að mestu snúist um það hvort Depp hafi raunverulega beitt Heard ofbeldi. Þetta var í fyrsta sinn sem Heard bar vitni í málinu. Á einum tímapunkti sagði hún frá því að hún, Depp og aðrir hefðu tekið ofskynjunarsveppi í ferð til Joshua Tree. Depp hafi orðið gífurlega afbrýðisamur því hann taldi konu sem var í hópnum hafa verið að daðra við Heard. Heard sagði Depp hafa rústað hjólhýsi þeirra og sakað hana um að fela fíkniefni hans. Þá hafi hann rifið af henni fötin og sagst ætla að leita á henni og framkvæma innvortis leit. „Hann stakk fingrunum inn í mig. Ég stóð bara þarna og leit á ljósin.“ Hún hélt því einnig fram að hann hefði oft orðið ofbeldishneigður í tengslum við afbrýðisemi og neyslu fíkniefna eða áfengis. Hún sagði hann hegða sér með mjög mismunandi hætti eftir því á hvaða lyfjum og fíkniefnum hann væri. Sjálfur segist Depp ekki hafa átt við áfengisvandamál að stríða. Hann hefur viðurkennt að hafa verið háður pillum um tíma en segist hafa náð tökum á þeirri fíkn. Fjölskyldumeðlimir og vinir Depps hafa slegið á svipaða strengi. Heard segir það þó hafa verið hluta af vandanum. Fólk hafi ekki sagt Depp sannleikann og afsakað hegðun hans. „Enginn sagði honum sannleikann,“ sagði hún. „Hann lognaðist út af í eigin ælu, hann missti stjórn á líkama sínum og allir þrifu upp eftir hann. Ég þreif upp eftir hann.“ Varðandi það af hverju hún hafi verið með Depp, þrátt fyrir þetta meinta ofbeldi, sagði hún nokkrum sinnum í dómsal að samband þeirra hefði verið gott á löngum köflum. Hún hefði aldrei fundið fyrir annarri eins ást. „Hann var þó einnig þessi annar aðili. Sá aðili var hræðilegur.“
Deilur Johnny Depp og Amber Heard Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira