Musk verði forstjóri Twitter eftir kaupin Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2022 19:28 Elon Musk, sem talinn er vera auðugasti maður heims. AP/Evan Agostini Auðjöfurinn Elon Musk er sagður ætla að taka við sem forstjóri Twitter um tíma eftir að kaup hans á samfélagsmiðlafyrirtækinu ganga í gegn. Hann er fyrir forstjóri Tesla og stýrir þar að auki SpaceX og Boring Company. Musk ætlar að kaupa fyrirtækið á 44 milljarða dala. Hann segist meðal annars vilja staðfesta auðkenni allra notenda, útrýma svokölluðum bottum, sjálfvirkum reikningum sem senda óumbeðin skilaboð, og auka málfrelsi á Twitter. Hann hefur verið sakaður um að vilja gefa nettröllum lausan tauminn á Twitter. Sjá einnig: Musk íhugar að rukka vissa aðila fyrir notkun Twitter Samkvæmt heimildum Reuters mun Musk taka við af Parag Agrawal, sem varð forstjóri í nóvember eftir að Jack Dorsey, stofnandi Twitter, steig til hliðar. Fréttaveitan segir að Musk ætli að fjárfesta kaupin með því að taka lán og tryggja aðkomu fjárfesta. Musk er sagður ætla að taka 6,25 milljarða dala lán út á hlutabréf sín í Tesla, þrettán milljarða lán út á hlut sinn í Twitter og fá 27,25 milljarða í gegnum aðra fjárfesta. Í frétt CNBC segir að Musk hafi tryggt sér 7,14 milljarða dala með aðkomu annarra fjárfesta. Meðal þeirra eru prinsinn Alwaleed bin Talal, frá Sádi-Arabíu, rafmyntafyrirtækið Binance, sem stofnað var af Changpeng Zhao frá Kína og er nú með höfuðstöðvar í Caymaneyjum, fjárfestingafélagið Vy Capital frá Dúbaí, fasteignaauðjöfurinn Steven Witkoff, fjárfestirinn Larry Ellison og fleiri. CNBC hefur eftir heimildarmönnum sínum að Musk hafi sagt mögulegum fjárfestum að tekjur Twitter væru of lágar og of margir væru að vinna hjá fyrirtækinu. Reuters segir einhverja fjárfesta hafa áhyggjur af því að Musk ætli sér ekki að klára kaupin á Twitter. Fari svo þyrfti Musk að greiða milljarð dala til Twitter og fyrirtækið gæti þar að auki höfðað mál gegn honum. Twitter Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tesla Tengdar fréttir Stjórn Twitter samþykkir kauptilboð Musk Stjórn samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter hefur ákveðið að samþykkja kauptilboð auðkýfingsins Elon Musk í fyrirtækið. 25. apríl 2022 19:12 Dómari segir Musk hafa logið um að taka Tesla af markaði Dómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk, auðugasti maður heims, laug þegar hann hélt því fram í tístum árið 2018 að hann hefði tryggt sér fjármögnun til að taka bílafyrirtækið Tesla af markaði. Hann sagðist ætla að kaupa öll hlutabréf félagsins á 420 dali á hlut. 17. apríl 2022 11:45 Nota gamalt bragð til að grípa til varna gegn yfirtöku Musks Forsvarsmenn Twitter hafa gripið til varna til að koma í veg fyrir mögulega yfirtöku auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Með það markmið hefur stjórn Twitter notast við gamalt bragð á hlutabréfamarkaðinum sem myndi gera hluti Musks, og annarra, lítils virði. 16. apríl 2022 11:47 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Musk ætlar að kaupa fyrirtækið á 44 milljarða dala. Hann segist meðal annars vilja staðfesta auðkenni allra notenda, útrýma svokölluðum bottum, sjálfvirkum reikningum sem senda óumbeðin skilaboð, og auka málfrelsi á Twitter. Hann hefur verið sakaður um að vilja gefa nettröllum lausan tauminn á Twitter. Sjá einnig: Musk íhugar að rukka vissa aðila fyrir notkun Twitter Samkvæmt heimildum Reuters mun Musk taka við af Parag Agrawal, sem varð forstjóri í nóvember eftir að Jack Dorsey, stofnandi Twitter, steig til hliðar. Fréttaveitan segir að Musk ætli að fjárfesta kaupin með því að taka lán og tryggja aðkomu fjárfesta. Musk er sagður ætla að taka 6,25 milljarða dala lán út á hlutabréf sín í Tesla, þrettán milljarða lán út á hlut sinn í Twitter og fá 27,25 milljarða í gegnum aðra fjárfesta. Í frétt CNBC segir að Musk hafi tryggt sér 7,14 milljarða dala með aðkomu annarra fjárfesta. Meðal þeirra eru prinsinn Alwaleed bin Talal, frá Sádi-Arabíu, rafmyntafyrirtækið Binance, sem stofnað var af Changpeng Zhao frá Kína og er nú með höfuðstöðvar í Caymaneyjum, fjárfestingafélagið Vy Capital frá Dúbaí, fasteignaauðjöfurinn Steven Witkoff, fjárfestirinn Larry Ellison og fleiri. CNBC hefur eftir heimildarmönnum sínum að Musk hafi sagt mögulegum fjárfestum að tekjur Twitter væru of lágar og of margir væru að vinna hjá fyrirtækinu. Reuters segir einhverja fjárfesta hafa áhyggjur af því að Musk ætli sér ekki að klára kaupin á Twitter. Fari svo þyrfti Musk að greiða milljarð dala til Twitter og fyrirtækið gæti þar að auki höfðað mál gegn honum.
Twitter Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tesla Tengdar fréttir Stjórn Twitter samþykkir kauptilboð Musk Stjórn samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter hefur ákveðið að samþykkja kauptilboð auðkýfingsins Elon Musk í fyrirtækið. 25. apríl 2022 19:12 Dómari segir Musk hafa logið um að taka Tesla af markaði Dómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk, auðugasti maður heims, laug þegar hann hélt því fram í tístum árið 2018 að hann hefði tryggt sér fjármögnun til að taka bílafyrirtækið Tesla af markaði. Hann sagðist ætla að kaupa öll hlutabréf félagsins á 420 dali á hlut. 17. apríl 2022 11:45 Nota gamalt bragð til að grípa til varna gegn yfirtöku Musks Forsvarsmenn Twitter hafa gripið til varna til að koma í veg fyrir mögulega yfirtöku auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Með það markmið hefur stjórn Twitter notast við gamalt bragð á hlutabréfamarkaðinum sem myndi gera hluti Musks, og annarra, lítils virði. 16. apríl 2022 11:47 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Stjórn Twitter samþykkir kauptilboð Musk Stjórn samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter hefur ákveðið að samþykkja kauptilboð auðkýfingsins Elon Musk í fyrirtækið. 25. apríl 2022 19:12
Dómari segir Musk hafa logið um að taka Tesla af markaði Dómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk, auðugasti maður heims, laug þegar hann hélt því fram í tístum árið 2018 að hann hefði tryggt sér fjármögnun til að taka bílafyrirtækið Tesla af markaði. Hann sagðist ætla að kaupa öll hlutabréf félagsins á 420 dali á hlut. 17. apríl 2022 11:45
Nota gamalt bragð til að grípa til varna gegn yfirtöku Musks Forsvarsmenn Twitter hafa gripið til varna til að koma í veg fyrir mögulega yfirtöku auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Með það markmið hefur stjórn Twitter notast við gamalt bragð á hlutabréfamarkaðinum sem myndi gera hluti Musks, og annarra, lítils virði. 16. apríl 2022 11:47