Vaktin: Selenskí segir hernaðarlegan ósigur Rússa augljósan Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Smári Jökull Jónsson og Eiður Þór Árnason skrifa 12. maí 2022 06:46 Íbúar Donetsk sjást hér fylla á vatnsbirgðir sínar. Vísir/AP Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að eftir innrás Rússa í Úkraínu og samkomulag þeirra við Kína sé Rússland helsta ógnin sem heimurinn stendur frammi fyrir um þessar mundir. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir hernaðarlegan ósigur Rússa augljósan fyrir alla en að Rússa skorti hugrekki til að viðurkenna hann. Bandaríkjamenn hafa heitið stuðningi við aðildarumsókn Finna að NATO, sem staðfest var í morgun, sem og mögulega umsókn Svía en gert er ráð fyrir að þeir feti í fótspor nágranna sinna og tilkynni umsókn sína strax eftir helgi. Varaforstjóri Unicef sagði á fundi með Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna að tæplega 100 börn hafi látist í Úkraínu í apríl. Sú ákvörðun ráðamanna í Finnlandi að sækja um tafarlausa aðild að Atlantshafsbandalaginu hefur leitt til mikillar reiði í Rússlandi. Talsmaður Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, hefur sagt aðild Finna að NATO vera ógn gagnvart Rússlandi. Dmitry Peskov sagði ákvörðunina ekki gera heiminn stöðugri og að Rússar yrðu að bregðast við. Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, hefur varað þá íbúa sem hafa flúið við því að snúa aftur. Eins og sakir standa sé ekki hægt að tryggja öryggi borgara. Það að rússneskar hersveitir hafi hörfað frá Kharkív er í raun viðurkenning á því að Rússar hafi ekki haft getu til að að ná lykilborgum í Úkraínu þar sem þeir gerðu ráð fyrir takmarkaðri mótspyrnu íbúa, segir breska varnarmálaráðuneytið. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur gefið út skýrslu um áróðursmaskínu Rússa og sakað þá um að nota aðild sína að alþjóðlegum stofnunum til að dreifa falsupplýsingum og reyna að réttlæta aðgerðir sínar í Úkraínu. Þá ítrekar ráðuneytið að Rússar séu þekktir fyrir að saka aðra um einmitt þau brot sem þeir sjálfir hafa framið eða hyggjast fremja. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir hernaðarlegan ósigur Rússa augljósan fyrir alla en að Rússa skorti hugrekki til að viðurkenna hann. Bandaríkjamenn hafa heitið stuðningi við aðildarumsókn Finna að NATO, sem staðfest var í morgun, sem og mögulega umsókn Svía en gert er ráð fyrir að þeir feti í fótspor nágranna sinna og tilkynni umsókn sína strax eftir helgi. Varaforstjóri Unicef sagði á fundi með Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna að tæplega 100 börn hafi látist í Úkraínu í apríl. Sú ákvörðun ráðamanna í Finnlandi að sækja um tafarlausa aðild að Atlantshafsbandalaginu hefur leitt til mikillar reiði í Rússlandi. Talsmaður Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, hefur sagt aðild Finna að NATO vera ógn gagnvart Rússlandi. Dmitry Peskov sagði ákvörðunina ekki gera heiminn stöðugri og að Rússar yrðu að bregðast við. Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, hefur varað þá íbúa sem hafa flúið við því að snúa aftur. Eins og sakir standa sé ekki hægt að tryggja öryggi borgara. Það að rússneskar hersveitir hafi hörfað frá Kharkív er í raun viðurkenning á því að Rússar hafi ekki haft getu til að að ná lykilborgum í Úkraínu þar sem þeir gerðu ráð fyrir takmarkaðri mótspyrnu íbúa, segir breska varnarmálaráðuneytið. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur gefið út skýrslu um áróðursmaskínu Rússa og sakað þá um að nota aðild sína að alþjóðlegum stofnunum til að dreifa falsupplýsingum og reyna að réttlæta aðgerðir sínar í Úkraínu. Þá ítrekar ráðuneytið að Rússar séu þekktir fyrir að saka aðra um einmitt þau brot sem þeir sjálfir hafa framið eða hyggjast fremja. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira