„Fyrir mér mikilvægast að láta fótboltann tala“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2022 20:40 Ada Hegerberg stangar boltann í netið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Norska markadrottningin Ada Hegerberg var eðlilega í sjöunda himni eftir magnaðan 3-1 sigur Lyon á Barcelona í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ada var að sjálfsögðu á skotskónum en það er ekki sjálfsagt eftir undanfarin misseri hjá þessari mögnuðu íþróttakonu. Segja má að sigur kvöldsins hafi fullkomnað endurkomu Ödu Hegerberg. Eftir að slíta krossbönd snemma árs 2020 þá meiddist hún illa aftur sama ár. Á endanum var hún frá í meira en eitt og hálft ár. Hún sneri til baka í október síðastliðnum og hefur verið að koma sér í sitt gamla form hægt og rólega. Í aðdraganda úrslitaleiksins sagði Ada að henni fyndist að fólk hefði verið full fljótt að gleyma hversu gott lið Lyon væri. Hún bakkaði það svo upp á vellinum. Ian Wright, fyrrum framherji Arsenal og enska landsliðsins, spurði Ödu út í fagnið hennar en hann taldi að hún væri að gefa eitthvað í skyn með því hvernig hún hefur fagnað mörkum sínum að undanförnu. „Ég veit það ekki, fyrir mér mikilvægast að láta fótboltann tala. Við viljum ekki tala of mikið utan vallar, þetta snýst allt um að standa sig innan vallar. Við höfum alltaf sagt það sem lið, við einbeitum okkur að því,“ sagði Ada eftir leik og hélt áfram. „Þetta snýst alltaf um næsta bikar, svo maður verður að koma sér aftur út á völl, vinna hart að sér og leyfa öðru fólki að tala.“ @AdaStolsmo: "Resilience!"Big words from the champ. pic.twitter.com/KZXP2EoRxv— DAZN Football (@DAZNFootball) May 21, 2022 „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að standa hér ári síðar. Ég er komin langa leið, ég fæ gæsahúð við að hugsa um það. Seigla, leggja hart að sér, þetta er allt þess virði. Það er svo hvetjandi og ég bara 26 svo ég á nóg eftir,“ sagði Ada hlæjandi að endingu aðspurð út í meiðslin. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Segja má að sigur kvöldsins hafi fullkomnað endurkomu Ödu Hegerberg. Eftir að slíta krossbönd snemma árs 2020 þá meiddist hún illa aftur sama ár. Á endanum var hún frá í meira en eitt og hálft ár. Hún sneri til baka í október síðastliðnum og hefur verið að koma sér í sitt gamla form hægt og rólega. Í aðdraganda úrslitaleiksins sagði Ada að henni fyndist að fólk hefði verið full fljótt að gleyma hversu gott lið Lyon væri. Hún bakkaði það svo upp á vellinum. Ian Wright, fyrrum framherji Arsenal og enska landsliðsins, spurði Ödu út í fagnið hennar en hann taldi að hún væri að gefa eitthvað í skyn með því hvernig hún hefur fagnað mörkum sínum að undanförnu. „Ég veit það ekki, fyrir mér mikilvægast að láta fótboltann tala. Við viljum ekki tala of mikið utan vallar, þetta snýst allt um að standa sig innan vallar. Við höfum alltaf sagt það sem lið, við einbeitum okkur að því,“ sagði Ada eftir leik og hélt áfram. „Þetta snýst alltaf um næsta bikar, svo maður verður að koma sér aftur út á völl, vinna hart að sér og leyfa öðru fólki að tala.“ @AdaStolsmo: "Resilience!"Big words from the champ. pic.twitter.com/KZXP2EoRxv— DAZN Football (@DAZNFootball) May 21, 2022 „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að standa hér ári síðar. Ég er komin langa leið, ég fæ gæsahúð við að hugsa um það. Seigla, leggja hart að sér, þetta er allt þess virði. Það er svo hvetjandi og ég bara 26 svo ég á nóg eftir,“ sagði Ada hlæjandi að endingu aðspurð út í meiðslin.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira