Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. maí 2022 06:38 Fólk syrgir og biður fyrir utan grunnskólann í Uvalde í gær. AP/San Antonio Express/Billy Calzada Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. Samkvæmt lögregluyfirvöldum flúði Ramos þann vettvang á bifreið, sem hann ók að Robb-grunnskólanum í Uvalde, bæ um 130 kílómetra vestur af San Antonio. Lögregla varð vitni að því þegar Ramos klessti á við skólann og yfirgaf bifreiðina með riffil og skammbyssu. Ramos tókst að komast inn í skólabygginguna, þar sem hann skaut meðal annars kennarann Evu Mireles og nítján nemendur, áður en hann var sjálfur skotinn til bana af lögreglu. Greint hefur verið frá því að Ramos hafi haft að minnsta kosti tvo riffla með sér og þá virðist hann hafa rætt um mögulega árás á netinu áður en hann lét til skarar skríða. Um er að ræða eina mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna og fórnarlömbin voru flest á aldrinum sjö til tíu ára. Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóðina í gær og hvatt landsmenn til að mótmæla hinum gríðarlega öfluga skotvopnaiðnað, sem hann sakaði um að hafa komið í veg fyrir herðingu laga um byssueign. Forsetinn ræddi um að banna árásarvopn og taka upp skotvopnalöggjöf byggða á „almennri skynsemi“. I m addressing the nation on the horrific elementary school shooting in Uvalde, Texas. https://t.co/8WI1nWHu6R— President Biden (@POTUS) May 25, 2022 Bara á þessu ári hafa 27 skotárásir átt sér stað í skólum í Bandaríkjunum. Þá er aðeins um vika síðan tíu voru skotnir til bana í matvörumarkaði í Buffalo í New York og einn myrtur og fimm særðir í árás á kirkju í Kaliforníu. „Ég er reiður og þreyttur,“ sagði Biden. „Við verðum að grípa til aðgerða og ekki segja mér að við getum ekkert gert til að hafa áhrif á þetta blóðbað,“ sagði forsetinn. Hann minnti einnig á þá sem hefðu lifað árásina; börnin sem hefðu horft á vini sína drepna eins og á vígvellinum. „Þau muni lifa með þessu það sem eftir er,“ sagði Biden. „Að missa barn er eins og að sálin sé rifin úr þér. Það er tómarúm í brjóstinu og þér líður eins og það sé verið að draga þig inn í það og að þú munir aldrei sleppa.“ Þess bera að geta að Biden missti dóttur sína unga í bílslysi og fullorðinn son sinn úr krabbameini. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Skotárás í grunnskóla í Uvalde Tengdar fréttir Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27 Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Samkvæmt lögregluyfirvöldum flúði Ramos þann vettvang á bifreið, sem hann ók að Robb-grunnskólanum í Uvalde, bæ um 130 kílómetra vestur af San Antonio. Lögregla varð vitni að því þegar Ramos klessti á við skólann og yfirgaf bifreiðina með riffil og skammbyssu. Ramos tókst að komast inn í skólabygginguna, þar sem hann skaut meðal annars kennarann Evu Mireles og nítján nemendur, áður en hann var sjálfur skotinn til bana af lögreglu. Greint hefur verið frá því að Ramos hafi haft að minnsta kosti tvo riffla með sér og þá virðist hann hafa rætt um mögulega árás á netinu áður en hann lét til skarar skríða. Um er að ræða eina mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna og fórnarlömbin voru flest á aldrinum sjö til tíu ára. Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóðina í gær og hvatt landsmenn til að mótmæla hinum gríðarlega öfluga skotvopnaiðnað, sem hann sakaði um að hafa komið í veg fyrir herðingu laga um byssueign. Forsetinn ræddi um að banna árásarvopn og taka upp skotvopnalöggjöf byggða á „almennri skynsemi“. I m addressing the nation on the horrific elementary school shooting in Uvalde, Texas. https://t.co/8WI1nWHu6R— President Biden (@POTUS) May 25, 2022 Bara á þessu ári hafa 27 skotárásir átt sér stað í skólum í Bandaríkjunum. Þá er aðeins um vika síðan tíu voru skotnir til bana í matvörumarkaði í Buffalo í New York og einn myrtur og fimm særðir í árás á kirkju í Kaliforníu. „Ég er reiður og þreyttur,“ sagði Biden. „Við verðum að grípa til aðgerða og ekki segja mér að við getum ekkert gert til að hafa áhrif á þetta blóðbað,“ sagði forsetinn. Hann minnti einnig á þá sem hefðu lifað árásina; börnin sem hefðu horft á vini sína drepna eins og á vígvellinum. „Þau muni lifa með þessu það sem eftir er,“ sagði Biden. „Að missa barn er eins og að sálin sé rifin úr þér. Það er tómarúm í brjóstinu og þér líður eins og það sé verið að draga þig inn í það og að þú munir aldrei sleppa.“ Þess bera að geta að Biden missti dóttur sína unga í bílslysi og fullorðinn son sinn úr krabbameini.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Skotárás í grunnskóla í Uvalde Tengdar fréttir Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27 Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27
Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01