Strunsaði út úr viðtali þegar hann var spurður um landlægar skotárásir í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2022 11:12 Ted Cruz (t.h.) huggar Ruben Nolasco, lögreglustjórann í Uvalde-sýslu, á minningarathöfn um fórnarlömb skotárásarinnar á miðvikudag. Skömmu síðar lenti Cruz í hörðum orðaskiptum við fréttamenn. Vísir/EPA Öldungadeildarþingmaður Texas gekk út úr viðtali við Sky News-sjónvarpsstöðina bresku þegar hann annað hvort gat ekki eða vildi ekki svara hvers vegna meiriháttar skotárásir eiga sér aðeins stað í Bandaríkjunum. Spurningar og deilur um skotvopnaeign og löggjöf um hana geisa nú enn og aftur vestanhafs eftir að ungur maður skaut nítján grunnskólabörn og tvo kennara til bana í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas. Sem fyrr leitar umræðan í sömu skotgrafir og í tifelli ógrynni annarra skotárása sem hafa slegið bandarísku þjóðina tímabundið undanfarin og ár og áratugi. Demókratar leggja fram tillögur um að herða vopnalöggjöfina en repúblikanar mótmæla því og halda því fram að engin lög og reglur geti komið í veg fyrir að andlegi veikir einstaklingar fremji slík ódæði. Minningarstund um fórnarlömb skotárásarinnar í Uvalde var haldin á miðvikudagskvöld en Ted Cruz, annar öldungadeildarþingmanna Texas og repúblikani, var á meðal viðstaddra. Myndband af viðtali hans við Sky News þar hefur farið á mikið flug á netinu. Mark Stone, fréttamaður Sky, spurði Cruz fyrst hvort nú væri rétti tíminn til að breyta skotvopnalöggjöfinni. Cruz gaf lítið fyrir það og sagði auðvelt að leiðast út í pólitík á þessari stundu. Stone þrýsti áfram á þingmanninn og benti á að lögin væru grundvallaratriði í málinu og að margir þeirra sem voru viðstaddir minningarathöfnina hafi talað sérstaklega um það. Byrjaði Cruz að gagnrýna tillögur sem demókratar settu fram í hvert skipti sem „geðsjúklingur“ myrti fólk en Stone stöðvaði hann og benti á hversu auðvelt það hefði verið fyrir átján ára byssumanninn í Uvalde að kaupa sér tvo hríðskotariffla. „Ef þú ætlar að stöðva ofbeldisglæpi hefðu engar tillögur demókrata dugað til að koma í veg fyrir þetta,“ sagði Cruz á móti. Journalist: Why [are mass shooting] just an American problem? A visibly upset Ted Cruz: Stop being a propagandist. pic.twitter.com/5bjPn6gbf6— philip lewis (@Phil_Lewis_) May 26, 2022 „Hættu að vera áróðursmeistari“ Spennan á milli Cruz og fréttamannsins hafði farið stigmagnandi en upp úr sauð þegar Stone spurði út í sérstöðu Bandaríkjanna í heiminum hvað varðaði blóðugar skotárásir sem þessar. „Hvers vegna gerist þetta bara í þínu landi? Hvers vegna bara í Bandaríkjunum? Hvers vegna er þessi bandaríska sérstaða (e. exceptionalism) svona hræðileg?“ sagði Stone. Cruz virtist annað hvort misskilja spurninguna eða snúa út úr henni. Sérstaða Bandaríkjanna (e. American exceptionalism) er rótgróin hugmynd vestanhafs um að landið sé einstakt í sögu mannkynsins og virtist Cruz taka spurningunni sem svo að Stone fyndist hún hræðileg. „Veistu hvað, mér þykir leitt að þér finnist bandarísk sérstaða hræðileg. Þú ert með pólitískt markmið. Guð elski þig,“ sagði Cruz og gekk í burtu. Stone og annar fréttamaður þráspurðu Cruz hvers vegna skotárásir sem þessar ættu sér aðeins stað í Bandaríkjunum. „Hvers vegna kom fólk alls staðar að í heiminum til Bandaríkjanna? Vegna þess að þau eru frjálsasta, mest velmegandi og öruggasta land á jörðinni. Hættu að vera áróðursmeistari,“ hreitti Cruz í fréttamann Sky. Vill skotheldar dyr og rúður í skóla Hátt á þriðja hundrað meiriháttar skotárásir hafa verið gerðar í Bandaríkjunum frá árinu 2009, að því er segir í frétt Washington Post. Í þeim hafa 1.536 manns verið skotnir til bana og 983 særðir. Talsmaður Cruz hélt því fram við blaðið að spurningar Stone hefðu byggst á rangindum. Vísaði hann í tölur samtaka sem eru hlynnt skotvopnaeign sem eiga að sýna að fjöldi meiriháttar skotárása á opinberum stöðum í Bandaríkjunum sé vel undir meðaltali á heimsvísu. Lausnirnar sem Cruz sjálfur hefur lagt til eftir skotárásina í Uvalde er meðal annars að koma fyrir skotheldum hurðum og rúðum í skólum. Þá vill hann aðeins einn útgangur verði á skólabyggingum að vopnaðir lögreglumenn gæti þeirra. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Snarari viðbrögð hefðu getað bjargað lífum barna Faðir tíu ára stúlku sem lést í skotárásinni í skóla í Uvalde í Texas í Bandaríkjunum í fyrradag segir lögreglu ekki hafa brugðist nógu hratt við. Snarari viðbrögð hefðu getað bjargað lífum barna. 26. maí 2022 21:01 „Hérna erum við enn eina ferðina, annar sorgardagur í sögu þjóðarinnar“ Skotárásin í Robb-grunnskólanum í Texas í Bandaríkjunum í vikunni var ofarlega í huga helstu spjallþáttastjórnenda Bandaríkjanna í þáttum þeirra eftir árásina mannskæðu. 26. maí 2022 20:14 Sauð upp úr þegar keppinauturinn mætti óvænt og sakaði ríkisstjórann um aðgerðarleysi Mönnum varð heitt í hamsi á blaðamannafundi Greg Abbott, ríkisstjóra Texas, um skotárásina mannskæðu sem varð í ríkinu í gær, þegar Beto O'Rourke, frambjóðandi demókrata til ríkisstjóra í Texas, nýtti tækifærið og gagnrýndi Abbott harkalega fyrir stefnu hans hvað varðar skotvopn. 25. maí 2022 23:32 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Spurningar og deilur um skotvopnaeign og löggjöf um hana geisa nú enn og aftur vestanhafs eftir að ungur maður skaut nítján grunnskólabörn og tvo kennara til bana í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas. Sem fyrr leitar umræðan í sömu skotgrafir og í tifelli ógrynni annarra skotárása sem hafa slegið bandarísku þjóðina tímabundið undanfarin og ár og áratugi. Demókratar leggja fram tillögur um að herða vopnalöggjöfina en repúblikanar mótmæla því og halda því fram að engin lög og reglur geti komið í veg fyrir að andlegi veikir einstaklingar fremji slík ódæði. Minningarstund um fórnarlömb skotárásarinnar í Uvalde var haldin á miðvikudagskvöld en Ted Cruz, annar öldungadeildarþingmanna Texas og repúblikani, var á meðal viðstaddra. Myndband af viðtali hans við Sky News þar hefur farið á mikið flug á netinu. Mark Stone, fréttamaður Sky, spurði Cruz fyrst hvort nú væri rétti tíminn til að breyta skotvopnalöggjöfinni. Cruz gaf lítið fyrir það og sagði auðvelt að leiðast út í pólitík á þessari stundu. Stone þrýsti áfram á þingmanninn og benti á að lögin væru grundvallaratriði í málinu og að margir þeirra sem voru viðstaddir minningarathöfnina hafi talað sérstaklega um það. Byrjaði Cruz að gagnrýna tillögur sem demókratar settu fram í hvert skipti sem „geðsjúklingur“ myrti fólk en Stone stöðvaði hann og benti á hversu auðvelt það hefði verið fyrir átján ára byssumanninn í Uvalde að kaupa sér tvo hríðskotariffla. „Ef þú ætlar að stöðva ofbeldisglæpi hefðu engar tillögur demókrata dugað til að koma í veg fyrir þetta,“ sagði Cruz á móti. Journalist: Why [are mass shooting] just an American problem? A visibly upset Ted Cruz: Stop being a propagandist. pic.twitter.com/5bjPn6gbf6— philip lewis (@Phil_Lewis_) May 26, 2022 „Hættu að vera áróðursmeistari“ Spennan á milli Cruz og fréttamannsins hafði farið stigmagnandi en upp úr sauð þegar Stone spurði út í sérstöðu Bandaríkjanna í heiminum hvað varðaði blóðugar skotárásir sem þessar. „Hvers vegna gerist þetta bara í þínu landi? Hvers vegna bara í Bandaríkjunum? Hvers vegna er þessi bandaríska sérstaða (e. exceptionalism) svona hræðileg?“ sagði Stone. Cruz virtist annað hvort misskilja spurninguna eða snúa út úr henni. Sérstaða Bandaríkjanna (e. American exceptionalism) er rótgróin hugmynd vestanhafs um að landið sé einstakt í sögu mannkynsins og virtist Cruz taka spurningunni sem svo að Stone fyndist hún hræðileg. „Veistu hvað, mér þykir leitt að þér finnist bandarísk sérstaða hræðileg. Þú ert með pólitískt markmið. Guð elski þig,“ sagði Cruz og gekk í burtu. Stone og annar fréttamaður þráspurðu Cruz hvers vegna skotárásir sem þessar ættu sér aðeins stað í Bandaríkjunum. „Hvers vegna kom fólk alls staðar að í heiminum til Bandaríkjanna? Vegna þess að þau eru frjálsasta, mest velmegandi og öruggasta land á jörðinni. Hættu að vera áróðursmeistari,“ hreitti Cruz í fréttamann Sky. Vill skotheldar dyr og rúður í skóla Hátt á þriðja hundrað meiriháttar skotárásir hafa verið gerðar í Bandaríkjunum frá árinu 2009, að því er segir í frétt Washington Post. Í þeim hafa 1.536 manns verið skotnir til bana og 983 særðir. Talsmaður Cruz hélt því fram við blaðið að spurningar Stone hefðu byggst á rangindum. Vísaði hann í tölur samtaka sem eru hlynnt skotvopnaeign sem eiga að sýna að fjöldi meiriháttar skotárása á opinberum stöðum í Bandaríkjunum sé vel undir meðaltali á heimsvísu. Lausnirnar sem Cruz sjálfur hefur lagt til eftir skotárásina í Uvalde er meðal annars að koma fyrir skotheldum hurðum og rúðum í skólum. Þá vill hann aðeins einn útgangur verði á skólabyggingum að vopnaðir lögreglumenn gæti þeirra.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Snarari viðbrögð hefðu getað bjargað lífum barna Faðir tíu ára stúlku sem lést í skotárásinni í skóla í Uvalde í Texas í Bandaríkjunum í fyrradag segir lögreglu ekki hafa brugðist nógu hratt við. Snarari viðbrögð hefðu getað bjargað lífum barna. 26. maí 2022 21:01 „Hérna erum við enn eina ferðina, annar sorgardagur í sögu þjóðarinnar“ Skotárásin í Robb-grunnskólanum í Texas í Bandaríkjunum í vikunni var ofarlega í huga helstu spjallþáttastjórnenda Bandaríkjanna í þáttum þeirra eftir árásina mannskæðu. 26. maí 2022 20:14 Sauð upp úr þegar keppinauturinn mætti óvænt og sakaði ríkisstjórann um aðgerðarleysi Mönnum varð heitt í hamsi á blaðamannafundi Greg Abbott, ríkisstjóra Texas, um skotárásina mannskæðu sem varð í ríkinu í gær, þegar Beto O'Rourke, frambjóðandi demókrata til ríkisstjóra í Texas, nýtti tækifærið og gagnrýndi Abbott harkalega fyrir stefnu hans hvað varðar skotvopn. 25. maí 2022 23:32 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Snarari viðbrögð hefðu getað bjargað lífum barna Faðir tíu ára stúlku sem lést í skotárásinni í skóla í Uvalde í Texas í Bandaríkjunum í fyrradag segir lögreglu ekki hafa brugðist nógu hratt við. Snarari viðbrögð hefðu getað bjargað lífum barna. 26. maí 2022 21:01
„Hérna erum við enn eina ferðina, annar sorgardagur í sögu þjóðarinnar“ Skotárásin í Robb-grunnskólanum í Texas í Bandaríkjunum í vikunni var ofarlega í huga helstu spjallþáttastjórnenda Bandaríkjanna í þáttum þeirra eftir árásina mannskæðu. 26. maí 2022 20:14
Sauð upp úr þegar keppinauturinn mætti óvænt og sakaði ríkisstjórann um aðgerðarleysi Mönnum varð heitt í hamsi á blaðamannafundi Greg Abbott, ríkisstjóra Texas, um skotárásina mannskæðu sem varð í ríkinu í gær, þegar Beto O'Rourke, frambjóðandi demókrata til ríkisstjóra í Texas, nýtti tækifærið og gagnrýndi Abbott harkalega fyrir stefnu hans hvað varðar skotvopn. 25. maí 2022 23:32