Fjöldamorðingjar sækja innblástur til Frakklands Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 28. maí 2022 15:31 Payton Gendron leiddur fyrir dómara eftir fjöldamorðin í Buffalo. Scott Olson/GettyImages Ekkert lát er á fjöldamorðum í Bandaríkjunum. Æ fleiri þeirra eru framin af kynþáttahöturum sem beina vopnum sínum að minnihlutahópum. Margir þeirra sækja innblástur sinn í bók sem kom út í Frakklandi fyrir 10 árum. Æ fleiri fjöldamorðingjar síðustu missera hafa réttlætt gjörðir sínar með því að vísa til kenningarinnar „The Great Replacement“ sem á íslensku væri hægt að kalla „Hin stóru umskipti“. Þetta er lítið þekkt kenning sem þó hefur vaxið hratt fiskur um hrygg á síðustu árum. Hin stóru umskipti Fyrir áratug gaf franski rithöfundurinn Renaud Camus út bók með þessum titli, Hin stóru umskipti. Þar er því haldið fram að í gangi sé stórt samsæri runnið undan rifjum frjálslyndra og vinstri sinnaðra alþjóðasinna á Vesturlöndum sem miði að því að flytja inn stóra hópa múslima og fólks frá Afríku og með þeim hætti gera hvíta Evrópubúa og Bandaríkjamenn að minnihluta í eigin heimahögum. Camus, sem er 75 ára gamall, hefur verið hálfgerður minnipokamaður í sínu starfi sem rithöfundur. Þessi bók aflaði honum þó fylgis á meðal öfgahægrimanna og þjóðernissinna og nú er svo komið að þó nokkur fjöldi framámanna í bandaríska Repúblikanaflokknum heldur þessari kenningu á lofti. Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox heldur til að mynda þessari kenningu hátt á lofti. Og sem fyrr segir, þá réttlæta æ fleiri fjöldamorðingjar gjörðir sínar með því að vísa til þessarar kenningar. Þar má meðal annars nefna Payton Gendron sem um miðjan þennan mánuð drap 10 blökkumenn í stórmarkaði í Buffalo í Bandaríkjunum og Brenton Harrison, sem árið 2019 myrti 51 mann við mosku í Nýja Sjálandi. Segist vera friðarsinni Camus sjálfur segir í samtali við spænska dagblaðið El País að hann sé einlægur friðarsinni og innblásinn af boðskap Gandhis, hann hafi engan veginn verið að búa til eða setja fram kenningu í bókinni um umskiptin, heldur hreinlega verið að lýsa veruleikanum og staðreyndum. Hann segist ekki bera nokkra ábyrgð á verkum þessara fjöldamorðingja, veruleikinn í kringum þá sé þeirra innblástur. Fjöldamorðum hvítra kynþáttahatara hefur fjölgað gríðarlega á síðustu misserum í Bandaríkjunum, svo mjög að Christopher Wray, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, sagði við yfirheyrslur í bandaríska þinginu í fyrrahaust að þau væru orðin helsta hryðjuverkaógn Bandaríkjanna og að leyniþjónustan væri með um 2.000 mál undir smásjánni þar sem kynþáttahatarar ættu hlut að máli, tvisvar sinnum fleiri en fyrir 5 árum. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Frakkland Tengdar fréttir Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Samþykkti ákærur gegn Buffalo-morðingjanum Ákærudómstóll í New York-ríki samþykkti ákærur á hendur átján ára gömlum hvítum karlmanni sem myrti tíu blökkumenn og særði þrjá í verslun í Buffalo um helgina. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. 19. maí 2022 19:31 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Æ fleiri fjöldamorðingjar síðustu missera hafa réttlætt gjörðir sínar með því að vísa til kenningarinnar „The Great Replacement“ sem á íslensku væri hægt að kalla „Hin stóru umskipti“. Þetta er lítið þekkt kenning sem þó hefur vaxið hratt fiskur um hrygg á síðustu árum. Hin stóru umskipti Fyrir áratug gaf franski rithöfundurinn Renaud Camus út bók með þessum titli, Hin stóru umskipti. Þar er því haldið fram að í gangi sé stórt samsæri runnið undan rifjum frjálslyndra og vinstri sinnaðra alþjóðasinna á Vesturlöndum sem miði að því að flytja inn stóra hópa múslima og fólks frá Afríku og með þeim hætti gera hvíta Evrópubúa og Bandaríkjamenn að minnihluta í eigin heimahögum. Camus, sem er 75 ára gamall, hefur verið hálfgerður minnipokamaður í sínu starfi sem rithöfundur. Þessi bók aflaði honum þó fylgis á meðal öfgahægrimanna og þjóðernissinna og nú er svo komið að þó nokkur fjöldi framámanna í bandaríska Repúblikanaflokknum heldur þessari kenningu á lofti. Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox heldur til að mynda þessari kenningu hátt á lofti. Og sem fyrr segir, þá réttlæta æ fleiri fjöldamorðingjar gjörðir sínar með því að vísa til þessarar kenningar. Þar má meðal annars nefna Payton Gendron sem um miðjan þennan mánuð drap 10 blökkumenn í stórmarkaði í Buffalo í Bandaríkjunum og Brenton Harrison, sem árið 2019 myrti 51 mann við mosku í Nýja Sjálandi. Segist vera friðarsinni Camus sjálfur segir í samtali við spænska dagblaðið El País að hann sé einlægur friðarsinni og innblásinn af boðskap Gandhis, hann hafi engan veginn verið að búa til eða setja fram kenningu í bókinni um umskiptin, heldur hreinlega verið að lýsa veruleikanum og staðreyndum. Hann segist ekki bera nokkra ábyrgð á verkum þessara fjöldamorðingja, veruleikinn í kringum þá sé þeirra innblástur. Fjöldamorðum hvítra kynþáttahatara hefur fjölgað gríðarlega á síðustu misserum í Bandaríkjunum, svo mjög að Christopher Wray, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, sagði við yfirheyrslur í bandaríska þinginu í fyrrahaust að þau væru orðin helsta hryðjuverkaógn Bandaríkjanna og að leyniþjónustan væri með um 2.000 mál undir smásjánni þar sem kynþáttahatarar ættu hlut að máli, tvisvar sinnum fleiri en fyrir 5 árum.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Frakkland Tengdar fréttir Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Samþykkti ákærur gegn Buffalo-morðingjanum Ákærudómstóll í New York-ríki samþykkti ákærur á hendur átján ára gömlum hvítum karlmanni sem myrti tíu blökkumenn og særði þrjá í verslun í Buffalo um helgina. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. 19. maí 2022 19:31 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46
Samþykkti ákærur gegn Buffalo-morðingjanum Ákærudómstóll í New York-ríki samþykkti ákærur á hendur átján ára gömlum hvítum karlmanni sem myrti tíu blökkumenn og særði þrjá í verslun í Buffalo um helgina. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. 19. maí 2022 19:31