Vaktin: Hundruðir flýja Slóvíansk daglega Ólafur Björn Sverrisson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 4. júní 2022 08:53 Flóttafólk í Slóvíansk kemur sér fyrir í rútu sem flytur þau úr borginni. Anadolu Agency / Contributor Hundruðir manna flýja borgina Slóvíansk í austur Úkraínu daglega og tölur brottfluttra hafa næstum tvöfaldast í þessari viku. Loftárás sem drap þrjár manneskjur í borginni á þriðjudag hefur valdið þessum aukna fólksflótta, segir Vadym Lyakh, yfirmaður herstjórnar í Slóvíansk. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hundruðir manna flýja borgina Slóvíansk í austur Úkraínu daglega og tölur brottfluttra hafa næstum tvöfaldast í þessari viku. Loftárás sem drap þrjár manneskjur í borginni á þriðjudag hefur valdið þessum aukna fólksflótta, segir Vadym Lyakh, yfirmaður herstjórnar í Slóvíansk. Macky Sall, forseti Senegal og formaður Afríkusambandsins, bað Vladimír Pútín Rússlandsforseta að taka tillit til þeirra áhrifa sem matarskortur, orsakaður af átökunum í Úkraínu, hefur haft á Afríku. Enn er barist í borginni Severodonetsk, höfuðborg Luhansk, en þar eru 800 manns sagðir í felum undir Azot-efnaverksmiðjunni. Þeirra á meðal eru börn. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir bandalagið í viðræðum við Tyrki um leiðir til að mæta áhyggjum þeirra af mögulegri aðild Svía og Finna. Stoltenberg mun funda með fulltrúum ríkjanna þriggja í Brussel á næstu dögum. Martin Griffiths, yfirmaður neyðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum, er staddur í Moskvu til að ræða leiðir til að greiða fyrir útflutningi kornvöru og annarra matvæla frá Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hundruðir manna flýja borgina Slóvíansk í austur Úkraínu daglega og tölur brottfluttra hafa næstum tvöfaldast í þessari viku. Loftárás sem drap þrjár manneskjur í borginni á þriðjudag hefur valdið þessum aukna fólksflótta, segir Vadym Lyakh, yfirmaður herstjórnar í Slóvíansk. Macky Sall, forseti Senegal og formaður Afríkusambandsins, bað Vladimír Pútín Rússlandsforseta að taka tillit til þeirra áhrifa sem matarskortur, orsakaður af átökunum í Úkraínu, hefur haft á Afríku. Enn er barist í borginni Severodonetsk, höfuðborg Luhansk, en þar eru 800 manns sagðir í felum undir Azot-efnaverksmiðjunni. Þeirra á meðal eru börn. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir bandalagið í viðræðum við Tyrki um leiðir til að mæta áhyggjum þeirra af mögulegri aðild Svía og Finna. Stoltenberg mun funda með fulltrúum ríkjanna þriggja í Brussel á næstu dögum. Martin Griffiths, yfirmaður neyðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum, er staddur í Moskvu til að ræða leiðir til að greiða fyrir útflutningi kornvöru og annarra matvæla frá Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira