Vaktin: Segja sex hundruð Úkraínumenn í „pyndingarklefum“ í Kherson Hólmfríður Gísladóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 7. júní 2022 06:47 Úkraínskir hermenn eru meðal þeirra sem Rússar hafa komið fyrir í sérútbúnum pyndingarklefum, að sögn sendinefndar Úkraínu hjá OSCE. Scott Peterson/Getty Images Vassily Nebenzia, sendifulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar, gekk út af fundi öryggisráðsins í gær þegar forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins sakaði Rússa um að nota matvælabirgðir sem „leyniflaugar“ gegn þróunarríkjum heims. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Dmitry Medvedev, fyrrum forseti Rússlands, sagði í dag að hann ætlaði að gera allt sem hann gæti til að þeir sem hata Rússland hverfi. Í sömu skilaboðum kallaði hann alla sem hata Rússland „úrkynjaða bastarða“. Rússneska þingið hefur kosið að ganga úr mannréttindadómstól Evrópu. Samkvæmt samþykkt rússneska þingsins munu allir dómar varðandi Rússland sem voru afgreiddir eftir 16. mars falla niður. Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í viðtali í gær að bandalagið hefði ofmetið hernaðarmátt Rússlands en vanmetið grimmd og metnað Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Bardagar standa enn yfir í borginni Severodonetsk í austurhluta Úkraínu. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir barist á götum úti og að þrátt fyrir að Rússar séu fleiri á svæðinu eigi Úkraínumenn enn möguleika á því að verja borgina. Selenskí segist telja Rússa stefna að því að ná borginni Zaporizhzhia en Severodonetsk og Lysychansk séu nú „dauðar borgir“, það er að segja búið að leggja þær í rúst. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Rússa munu bregðast við fyrirheitum Vesturlanda um langdræg vopn til handa Úkraínu með því að hrekja úkraínskar hersveitir lengra frá landamærum Rússlands. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir áreiðanlegar heimildir fyrir því að Rússar séu að stela kornbirgðum í Úkraínu og selja.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Dmitry Medvedev, fyrrum forseti Rússlands, sagði í dag að hann ætlaði að gera allt sem hann gæti til að þeir sem hata Rússland hverfi. Í sömu skilaboðum kallaði hann alla sem hata Rússland „úrkynjaða bastarða“. Rússneska þingið hefur kosið að ganga úr mannréttindadómstól Evrópu. Samkvæmt samþykkt rússneska þingsins munu allir dómar varðandi Rússland sem voru afgreiddir eftir 16. mars falla niður. Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í viðtali í gær að bandalagið hefði ofmetið hernaðarmátt Rússlands en vanmetið grimmd og metnað Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Bardagar standa enn yfir í borginni Severodonetsk í austurhluta Úkraínu. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir barist á götum úti og að þrátt fyrir að Rússar séu fleiri á svæðinu eigi Úkraínumenn enn möguleika á því að verja borgina. Selenskí segist telja Rússa stefna að því að ná borginni Zaporizhzhia en Severodonetsk og Lysychansk séu nú „dauðar borgir“, það er að segja búið að leggja þær í rúst. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Rússa munu bregðast við fyrirheitum Vesturlanda um langdræg vopn til handa Úkraínu með því að hrekja úkraínskar hersveitir lengra frá landamærum Rússlands. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir áreiðanlegar heimildir fyrir því að Rússar séu að stela kornbirgðum í Úkraínu og selja.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira