Öldungadeildarþingmenn hitta leiðtoga Taívan þrátt fyrir reiði Kína Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 07:54 Sendinefnd bandarísku öldungadeildarinnar á fundi með taívanska forsetanum í morgun. AP Photo/Johnson Lai Sendinefnd öldungadeildar Bandaríkjanna mun í dag funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívan, þrátt fyrir reiði Kínverja. Fundurinn er sagður enn ein yfirlýsing Bandaríkjana á stuðningi þeirra við eyríkið, sem kínversk yfirvöld segja hluta af Kína. Sendinefndin kom til Taívan í gær en ekki hefur verið gefið út hvað verði rætt á fundi þeirra við forsetann í dag. Þetta er önnur heimsókn bandarískra embættismanna til Taívan á innan við mánuði en tæpar tvær vikur eru liðnar síðan Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings heimsótti eyjuna. Frá þeirri heimsókn hafa kínversk yfirvöld sýnt hernaðarmátt sinn með stöðugum æfingum og hefur kínverski herinn meðal annars skotið eldflaugum yfir eyjarnar, sem hafnað hafa í Taívanssundi. Kína hefur auk þess sent herskip og þotur til að vakta hafsvæðið við eyjuna, sem haldið hefur aftur af kínverska hernum eftir blóðuga borgarstyrjöld á fimmta áratugi síðustu aldar. Kína lítur á pólitísk samskipti bandarískra stjórnmálamanna og yfirvöld eyjunnar sem stuðning við sjálfstæðisyfirlýsingar hennar frá yfirvöldum í Peking. Kína hefur í gegn um tíðina lýst yfir vilja til að taka eyjuna aftur á sitt vald með friðsælum hætti en heræfingar undanfarinna ára hafa vakið upp áhyggjur um að kínversk yfirvöld muni beita hernaðarmætti sínum til að ná henni aftur á sitt vald. Demókratinn Ed Markey frá Massachusetts leiðir fimm manna sendinefnd Bandaríkjanna en hún mun á næstu dögum funda bæði með yfirvöldum og aðilum í einkageiranum. Bandaríkin Taívan Kína Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Bandarískir þingmenn stinga óvænt upp kollinum í Taívan Fimm bandarískir þingmenn fóru í morgun í óvænta heimsókn til Taívans, þar sem þeir munu meðal annars funda með forseta eyríkisins. Tæpar tvær vikur eru síðan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fór til Taívans en sú ferð reitti ráðamenn í Kína til mikillar reiði. 14. ágúst 2022 14:58 Kínverjar hættir í bili en áskilja sér rétt til hernaðaraðgerða Stjórnvöld í Kína segja heræfingum við Taívan lokið í bili en herafli landsins sé enn að æfingum og í viðbragðsstöðu. Í yfirlýsingu stjórnvalda segir að eftirlit verði áfram haft með sundinu sem skilur Taívan frá meginlandinu og að herinn sé reiðubúinn til að grípa til aðgerða ef þurfa þykir. 10. ágúst 2022 11:13 Fullviss um að Kína undirbúi innrás Utanríkisráðherra Taívan kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Hann segir gremju Kínverja út í Nancy Pelosi, vegna heimsóknar hennar til Taívan, einungis vera afsökun fyrir því að halda heræfingum og ögrunum áfram. 9. ágúst 2022 08:15 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Sendinefndin kom til Taívan í gær en ekki hefur verið gefið út hvað verði rætt á fundi þeirra við forsetann í dag. Þetta er önnur heimsókn bandarískra embættismanna til Taívan á innan við mánuði en tæpar tvær vikur eru liðnar síðan Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings heimsótti eyjuna. Frá þeirri heimsókn hafa kínversk yfirvöld sýnt hernaðarmátt sinn með stöðugum æfingum og hefur kínverski herinn meðal annars skotið eldflaugum yfir eyjarnar, sem hafnað hafa í Taívanssundi. Kína hefur auk þess sent herskip og þotur til að vakta hafsvæðið við eyjuna, sem haldið hefur aftur af kínverska hernum eftir blóðuga borgarstyrjöld á fimmta áratugi síðustu aldar. Kína lítur á pólitísk samskipti bandarískra stjórnmálamanna og yfirvöld eyjunnar sem stuðning við sjálfstæðisyfirlýsingar hennar frá yfirvöldum í Peking. Kína hefur í gegn um tíðina lýst yfir vilja til að taka eyjuna aftur á sitt vald með friðsælum hætti en heræfingar undanfarinna ára hafa vakið upp áhyggjur um að kínversk yfirvöld muni beita hernaðarmætti sínum til að ná henni aftur á sitt vald. Demókratinn Ed Markey frá Massachusetts leiðir fimm manna sendinefnd Bandaríkjanna en hún mun á næstu dögum funda bæði með yfirvöldum og aðilum í einkageiranum.
Bandaríkin Taívan Kína Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Bandarískir þingmenn stinga óvænt upp kollinum í Taívan Fimm bandarískir þingmenn fóru í morgun í óvænta heimsókn til Taívans, þar sem þeir munu meðal annars funda með forseta eyríkisins. Tæpar tvær vikur eru síðan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fór til Taívans en sú ferð reitti ráðamenn í Kína til mikillar reiði. 14. ágúst 2022 14:58 Kínverjar hættir í bili en áskilja sér rétt til hernaðaraðgerða Stjórnvöld í Kína segja heræfingum við Taívan lokið í bili en herafli landsins sé enn að æfingum og í viðbragðsstöðu. Í yfirlýsingu stjórnvalda segir að eftirlit verði áfram haft með sundinu sem skilur Taívan frá meginlandinu og að herinn sé reiðubúinn til að grípa til aðgerða ef þurfa þykir. 10. ágúst 2022 11:13 Fullviss um að Kína undirbúi innrás Utanríkisráðherra Taívan kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Hann segir gremju Kínverja út í Nancy Pelosi, vegna heimsóknar hennar til Taívan, einungis vera afsökun fyrir því að halda heræfingum og ögrunum áfram. 9. ágúst 2022 08:15 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Bandarískir þingmenn stinga óvænt upp kollinum í Taívan Fimm bandarískir þingmenn fóru í morgun í óvænta heimsókn til Taívans, þar sem þeir munu meðal annars funda með forseta eyríkisins. Tæpar tvær vikur eru síðan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fór til Taívans en sú ferð reitti ráðamenn í Kína til mikillar reiði. 14. ágúst 2022 14:58
Kínverjar hættir í bili en áskilja sér rétt til hernaðaraðgerða Stjórnvöld í Kína segja heræfingum við Taívan lokið í bili en herafli landsins sé enn að æfingum og í viðbragðsstöðu. Í yfirlýsingu stjórnvalda segir að eftirlit verði áfram haft með sundinu sem skilur Taívan frá meginlandinu og að herinn sé reiðubúinn til að grípa til aðgerða ef þurfa þykir. 10. ágúst 2022 11:13
Fullviss um að Kína undirbúi innrás Utanríkisráðherra Taívan kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Hann segir gremju Kínverja út í Nancy Pelosi, vegna heimsóknar hennar til Taívan, einungis vera afsökun fyrir því að halda heræfingum og ögrunum áfram. 9. ágúst 2022 08:15