Án lykilmanns í úrslitaleiknum við Ísland Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2022 09:01 Lieke Martens meiddist á Evrópumótinu í Englandi í sumar og verður ekki með gegn Íslandi. Getty Glænýr landsliðsþjálfari Hollands hefur valið 26 leikmenn í landsliðshóp fyrir leikinn við Ísland í Utrecht 6. september, sem verður úrslitaleikur um sæti á HM kvenna í fótbolta á næsta ári. Andries Jonker var í gær kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Hollands en hann kemur í stað Marks Parsons sem var rekinn eftir að Holland náði „aðeins“ í 8-liða úrslit á EM í Englandi. Jonker þarf að vera fljótur að koma sér inn í hlutina en fær einn vináttulandsleik, gegn Skotum, áður en að úrslitaleiknum við Ísland kemur. Hann er þó með sömu aðstoðarmenn og Parsons hafði. Eitt fyrsta verk Jonkers var að velja landsliðshóp en hann gat ekki valið hina frábæru Lieke Martens, kantmanninn sem PSG var að fá frá Barcelona og valin var best í heimi árið 2017. Bondscoach Andries Jonker heeft geselecteerd voor het oefenduel tegen Schotland (2/9) en het beslissende WK-kwalificatieduel tegen IJsland (6/9). Zien we jullie daar? #NEDSCO #NEDISL pic.twitter.com/xgeDqxcgoG— OranjeLeeuwinnen (@oranjevrouwen) August 24, 2022 Martens meiddist á Evrópumótinu og hefur ekki náð að jafna sig af þeim meiðslum. Markvörðurinn Lize Kop snýr hins vegar aftur eftir árs fjarveru en Sari van Veenendaal, sem var fyrirliði og aðalmarkvörður Hollands, lagði skóna á hilluna eftir EM. Skærasta stjarna Hollands, af mörgum góðum, er Vivianne Miedema, sóknarmaður Arsenal, sem skorað hefur 94 mörk í 113 A-landsleikjum. Hún missti af leikjum á EM vegna kórónuveirusmits en spilaði í tapinu gegn Frökkum í 8-liða úrslitunum. Holland vann 2-0 sigur gegn Íslandi á Laugardalsvelli í fyrra en engu að síður er það svo, vegna jafntefla Hollands við Tékkland, að ef Ísland vinnur Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli 2. september dugar liðinu jafntefli í lokaleiknum gegn Hollandi, til að komast á HM í fyrsta sinn. Tapi liðið fer það í umspil. Landsliðshópur Hollands: Lineth Beerensteyn, Juventus Esmee Brugts, PSV Kerstin Casparij, Manchester City Caitlin Dijkstra, FC Twente Merel van Dongen, Atletico Madrid Danielle van de Donk, Olympique Lyon Daphne van Domselaar, FC Twente Kayleigh van Dooren, FC Twente Damaris Egurrola, Olympique Lyon Kika from Es, PSV Stefanie van der Gragt, Internazionale Jackie Groenen, Manchester United Renate Jansen, FC Twente Dominique Janssen, VfL Wolfsburg Fenna Kalmac, FC Twente Lize Kop, Ajax Romee Leuchter, Ajax Barbara Lorsheyd, Ado den Haag Vivianne Miedema, Arsenal Aniek Nouwen, Chelsea Marisa Olislagers, FC Twente Victoria Pelova, Ajax Jill Roord, VfL Wolfsburg Shanice van de Sanden, Liverpool Sherida Spitse, Ajax Lynn Wilms, VfL Wolfsburg HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Andries Jonker var í gær kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Hollands en hann kemur í stað Marks Parsons sem var rekinn eftir að Holland náði „aðeins“ í 8-liða úrslit á EM í Englandi. Jonker þarf að vera fljótur að koma sér inn í hlutina en fær einn vináttulandsleik, gegn Skotum, áður en að úrslitaleiknum við Ísland kemur. Hann er þó með sömu aðstoðarmenn og Parsons hafði. Eitt fyrsta verk Jonkers var að velja landsliðshóp en hann gat ekki valið hina frábæru Lieke Martens, kantmanninn sem PSG var að fá frá Barcelona og valin var best í heimi árið 2017. Bondscoach Andries Jonker heeft geselecteerd voor het oefenduel tegen Schotland (2/9) en het beslissende WK-kwalificatieduel tegen IJsland (6/9). Zien we jullie daar? #NEDSCO #NEDISL pic.twitter.com/xgeDqxcgoG— OranjeLeeuwinnen (@oranjevrouwen) August 24, 2022 Martens meiddist á Evrópumótinu og hefur ekki náð að jafna sig af þeim meiðslum. Markvörðurinn Lize Kop snýr hins vegar aftur eftir árs fjarveru en Sari van Veenendaal, sem var fyrirliði og aðalmarkvörður Hollands, lagði skóna á hilluna eftir EM. Skærasta stjarna Hollands, af mörgum góðum, er Vivianne Miedema, sóknarmaður Arsenal, sem skorað hefur 94 mörk í 113 A-landsleikjum. Hún missti af leikjum á EM vegna kórónuveirusmits en spilaði í tapinu gegn Frökkum í 8-liða úrslitunum. Holland vann 2-0 sigur gegn Íslandi á Laugardalsvelli í fyrra en engu að síður er það svo, vegna jafntefla Hollands við Tékkland, að ef Ísland vinnur Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli 2. september dugar liðinu jafntefli í lokaleiknum gegn Hollandi, til að komast á HM í fyrsta sinn. Tapi liðið fer það í umspil. Landsliðshópur Hollands: Lineth Beerensteyn, Juventus Esmee Brugts, PSV Kerstin Casparij, Manchester City Caitlin Dijkstra, FC Twente Merel van Dongen, Atletico Madrid Danielle van de Donk, Olympique Lyon Daphne van Domselaar, FC Twente Kayleigh van Dooren, FC Twente Damaris Egurrola, Olympique Lyon Kika from Es, PSV Stefanie van der Gragt, Internazionale Jackie Groenen, Manchester United Renate Jansen, FC Twente Dominique Janssen, VfL Wolfsburg Fenna Kalmac, FC Twente Lize Kop, Ajax Romee Leuchter, Ajax Barbara Lorsheyd, Ado den Haag Vivianne Miedema, Arsenal Aniek Nouwen, Chelsea Marisa Olislagers, FC Twente Victoria Pelova, Ajax Jill Roord, VfL Wolfsburg Shanice van de Sanden, Liverpool Sherida Spitse, Ajax Lynn Wilms, VfL Wolfsburg
Lineth Beerensteyn, Juventus Esmee Brugts, PSV Kerstin Casparij, Manchester City Caitlin Dijkstra, FC Twente Merel van Dongen, Atletico Madrid Danielle van de Donk, Olympique Lyon Daphne van Domselaar, FC Twente Kayleigh van Dooren, FC Twente Damaris Egurrola, Olympique Lyon Kika from Es, PSV Stefanie van der Gragt, Internazionale Jackie Groenen, Manchester United Renate Jansen, FC Twente Dominique Janssen, VfL Wolfsburg Fenna Kalmac, FC Twente Lize Kop, Ajax Romee Leuchter, Ajax Barbara Lorsheyd, Ado den Haag Vivianne Miedema, Arsenal Aniek Nouwen, Chelsea Marisa Olislagers, FC Twente Victoria Pelova, Ajax Jill Roord, VfL Wolfsburg Shanice van de Sanden, Liverpool Sherida Spitse, Ajax Lynn Wilms, VfL Wolfsburg
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira