Ætla sér að kjósa um innlimun í Rússland Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2022 14:54 Verkamenn hreinsa brak úr hóteli sem varð fyrir sprengjuregni í átökum Rússa og Úkraínu í borginni Kramatosk í Donetsk-héraði. Uppreisnarmenn sem ráða hluta héraðsins ætla sér að halda atkvæðagreiðslu um að gangast Rússlandi formlega á hönd. Vísir/EPA Embættismenn í hersetnum héruðum í austan- og sunnanverðri Úkraínu ætla sér að halda atkvæðagreiðslu um að þau verði hluti af Rússlandi um helgina. Fyrrverandi forseti Rússlands segir innlimunina nauðsynlega til þess að hægt sé að beita öllum brögðum til að verja svæðin. Tilkynnt var um atkvæðagreiðslurnar í Donetsk, Lúhansk, Kherson og Saporisjía í dag. Þær eiga að hefjast á föstudag og standa yfir fram á þriðjudag í næstu viku. AP-fréttastofan segir að úrslit slíkra atkvæðagreiðslna séu ráðin fyrir fram en að ólíklegt sé að vestræn ríki muni viðurkenna þær. Sambærileg atkvæðagreiðsla var einnig haldin á Krímskaga áður en Rússar innlimuðu hann ólöglega árið 2014. Luhansk og Donetsk eru hluti af Donbas-héraði sem uppreisnarmennirnir hafa stjórnað að hluta frá því árið 2014 og Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur lagt allt kapp á að ná alfarið á sitt vald. Innrásarher Rússa hefur aðeins um 60% af Donetsk á sínu valdi og Úkraínuher reynir nú að ná Lúhansk aftur á sitt vald. Dmitríj Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og bandamaður Pútín, hvatti til þess að atkvæðagreiðslur af þessu tagi yrðu haldnar á svæðum sem uppreisnarmennirnir stjórna til þess að gera breytingar á landamærum Rússlands og Úkraínu óafturkræfar. Þá gætu stjórnvöld í Kreml ennfremur beitt allra bragða til að verja landsvæðin. Rússneskir fjölmiðlar hafa greint frá því í dag að Pútín ætli sér að ávarpa þjóðina síðar í dag, mögulega um innlimun úkraínsku héraðanna en það hefur þó ekki fengist staðfest. Dmitró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði að „falskar þjóðaratkvæðagreiðslur“ ættu ekki eftir að breyta neinu um stöðu átakanna. „Rússland hefur verið og er árásaraðilinn sem hernemur hluta úkraínsks landsvæði ólöglega. Úkraína hefur allan rétt á að frelsa landsvæði sín og mun halda áfram að frelsa þau, sama hvað Rússland segir,“ tísti ráðherrann í dag. Sham referendums will not change anything. Neither will any hybrid mobilization . Russia has been and remains an aggressor illegally occupying parts of Ukrainian land. Ukraine has every right to liberate its territories and will keep liberating them whatever Russia has to say.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) September 20, 2022 Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Saka Rússa um að skjóta flugskeyti að kjarnorkuveri Rússneskt flugskeyti er sagt hafa lent aðeins nokkur hundruð metra frá ofni Pivdennoukrainsk-kjarnorkuversins í sunnanverðri Úkraínu í dag. Kjarnaofnarnir hafi ekki skaddast en skemmdir hafi orðið á öðrum byggingum og búnaði. 19. september 2022 11:15 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Tilkynnt var um atkvæðagreiðslurnar í Donetsk, Lúhansk, Kherson og Saporisjía í dag. Þær eiga að hefjast á föstudag og standa yfir fram á þriðjudag í næstu viku. AP-fréttastofan segir að úrslit slíkra atkvæðagreiðslna séu ráðin fyrir fram en að ólíklegt sé að vestræn ríki muni viðurkenna þær. Sambærileg atkvæðagreiðsla var einnig haldin á Krímskaga áður en Rússar innlimuðu hann ólöglega árið 2014. Luhansk og Donetsk eru hluti af Donbas-héraði sem uppreisnarmennirnir hafa stjórnað að hluta frá því árið 2014 og Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur lagt allt kapp á að ná alfarið á sitt vald. Innrásarher Rússa hefur aðeins um 60% af Donetsk á sínu valdi og Úkraínuher reynir nú að ná Lúhansk aftur á sitt vald. Dmitríj Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og bandamaður Pútín, hvatti til þess að atkvæðagreiðslur af þessu tagi yrðu haldnar á svæðum sem uppreisnarmennirnir stjórna til þess að gera breytingar á landamærum Rússlands og Úkraínu óafturkræfar. Þá gætu stjórnvöld í Kreml ennfremur beitt allra bragða til að verja landsvæðin. Rússneskir fjölmiðlar hafa greint frá því í dag að Pútín ætli sér að ávarpa þjóðina síðar í dag, mögulega um innlimun úkraínsku héraðanna en það hefur þó ekki fengist staðfest. Dmitró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði að „falskar þjóðaratkvæðagreiðslur“ ættu ekki eftir að breyta neinu um stöðu átakanna. „Rússland hefur verið og er árásaraðilinn sem hernemur hluta úkraínsks landsvæði ólöglega. Úkraína hefur allan rétt á að frelsa landsvæði sín og mun halda áfram að frelsa þau, sama hvað Rússland segir,“ tísti ráðherrann í dag. Sham referendums will not change anything. Neither will any hybrid mobilization . Russia has been and remains an aggressor illegally occupying parts of Ukrainian land. Ukraine has every right to liberate its territories and will keep liberating them whatever Russia has to say.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) September 20, 2022
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Saka Rússa um að skjóta flugskeyti að kjarnorkuveri Rússneskt flugskeyti er sagt hafa lent aðeins nokkur hundruð metra frá ofni Pivdennoukrainsk-kjarnorkuversins í sunnanverðri Úkraínu í dag. Kjarnaofnarnir hafi ekki skaddast en skemmdir hafi orðið á öðrum byggingum og búnaði. 19. september 2022 11:15 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Saka Rússa um að skjóta flugskeyti að kjarnorkuveri Rússneskt flugskeyti er sagt hafa lent aðeins nokkur hundruð metra frá ofni Pivdennoukrainsk-kjarnorkuversins í sunnanverðri Úkraínu í dag. Kjarnaofnarnir hafi ekki skaddast en skemmdir hafi orðið á öðrum byggingum og búnaði. 19. september 2022 11:15