„Mannkynsins vegna, þarf Úkraína að sigra“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2022 23:38 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, flutti ræðu á Allsherjarþingi SÞ í kvöld. SÞ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra gagnrýndi innrás Rússa í Úkraínu harðlega í ræðu hennar á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir. Hún minnti á hið fornkveðna; að með lögum skal land byggja, en eigi með ólögum eyða. 77. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir. Hefð er fyrir því að utanríkisráðherrar aðildarríkja samtakanna ávarpi þingið. Í kvöld var röðin komin að Þórdísi Kolbrúnu og fór töluverður hluti ræðu hennar í að gagnrýna framferði Rússa í Úkraínu. Vísaði í Ásmundarnaut Í ræðunni hennar minntist Þórdís Kolbrún á Ásmundarnaut, fundarhamar sem notaður er við fundarstörf Allsherjarþingsins. Hamarinn var gjöf frá íslensku þjóðinni til Sameinuðu þjóðanna árið 1952 og er nefndur eftir Ásmundi Sveinssyni, sem skar út umræddan hamar. Upprunalegi hamarinn brotnaði reyndar en Sameinu þjóðirnar fengu annan sams konar hamar að gjöf frá Íslandi árið 2005. Ásmundarnautur.SÞ Segja má að með því að minnast á fundarhamarinn góða hafi Þórdís Kolbrún notað hann sem líkingu fyrir hlutverk smáþjóða á borð við Ísland innan alþjóðakerfisins sem byggt hefur verið upp með Sameinuðu þjóðunum og Allsherjaþinginu, þar sem hvert ríki hefur eitt atkvæði. „Við hendur forseta Allsherjaþingsins er fundarhamar, einfaldur viðarhamar. Verkfæri sem er svo léttvægt að það gæti varla gagnast neinum sem vopn. Engu að síður getur manneskjan sem heldur á honum náð stjórn á umræðum á milli valdamestu manna og kvenna heimsins,“ sagði Þórdís Kolbrún. Með lögum skal land byggja Þá minntist hún á áletrun sem grafin er á hamarinn: „Með lögum skal land byggja.“ Áletrunin er upprunin úr Járnsíðu, lögbók fyrir Íslendinga frá 13. öld. Las Þórdís Kolbrún upp áletrinuna á íslensku í salnum og útskýrði meiningu þessa orðatiltækis. Þá fræddi hún einnig viðstadda um næstu línu orðatiltækisins, sem í heild sinni er eftirfarandi: „...því að með lögum skal land vort byggja en eigi með ólögum eyða“. „Í samhengi heimsins þýðir þetta að við gerum okkur glögglega grein fyrir því, ekki síst smærri ríki þessa heims, að heimur sem stýrist ekki af lögum verður heimur þar sem afl ræður ríkjum, sagði Þórdís Kolbrún. Þórdís Kolbrún hitti Joe Biden Bandaríkjaforseta og eiginkonu hans, Jill, í New York á dögunum. Jill, Joe Biden & Dísa pic.twitter.com/LE3BcEKNv5— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) September 22, 2022 Setti hún orðatiltækið í samhengi við innrás Rússa í Úkraínu, sem hún gagnrýndi harðlega í ræðunni. „Við hittumst á tímum þar sem valdamikið ríki, ríki sem á fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, hefur ákveðið að ögra alþjóðlegum venjum og lögum sem hafa þjónað heiminum svo vel eftir að heimsleiðtogar, með hrylling heimstyrjaldanna tveggja ljóslifand í huga, ákváðu að bjarga komandi kynslóðum frá sverðum stríða og hinum miklu hryllingum sem þau færa mannkyninu,“ sagði Þórdís Kolbrún. Ekki fullkomið kerfi Sagði hún þó að þessar venjur og þessi lög hafi ekki reynst fullkomin, ekki komið algjörlega í veg fyrir stríð og hörmungar. Heilt yfir hafi þó alþjóðakerfið sem smíðað hafi verið ofan á þessi lög og venjur gert það að verkum að árásarstríð á borð við það sem Rússar heyja nú í Úkraínu hafi nánast verið úr sögunni. Útbúið hafi verið kerfið sem sýnt hafi að væri besta lausnin sem til er til þess að leysa úr deilum á milli ríkja heimsins. Þessu kerfi væri hins vegar nú ógnað. "It is our duty as leaders to make sure that the fortunes of the past decades do not lead us into dangerous complacency. We must advocate for the multilateral system at every opportunity." Read the National Statement of 🇮🇸 at #UNGA 👉https://t.co/hMIkAWJWjz pic.twitter.com/gwjI9NPouQ— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) September 24, 2022 „Hin ólöglega og grimma innrás Rússa í Úkraínu var áfall. Hörð áminning um það hvernig heimurinn gæti litið út ef getan til að eyðileggja frekar en hæfileikinn til að skapa er leyfð að ráða örlögum ríkja,“ sagði Þórdís Kolbrún. „Hið algjöra og viðbjóðslega grimmd sem Rússland hefur sýnt, og er til sýnis í þeim svæðum sem hafa verið frelsuð, er ofar okkar skilningi. Það sýnir algjört niðurrif siðmenningar,“ sagði hún enn fremur. Brýndi hún fyrir ríkjum heims að styðja Úkraínu. „Því mun ég, áður en ég tjái mig frekar um málefni heimsins, segja þetta: Mannkynsins vegna, þarf Úkraína að sigra. Árás Rússa verður að hrinda og glæpir framdir í nafni þess afhjúpaðir og refsað fyrir þá.“ Lesa má ávarp utanríkisráðherra í heild sinni hér, á ensku.
77. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir. Hefð er fyrir því að utanríkisráðherrar aðildarríkja samtakanna ávarpi þingið. Í kvöld var röðin komin að Þórdísi Kolbrúnu og fór töluverður hluti ræðu hennar í að gagnrýna framferði Rússa í Úkraínu. Vísaði í Ásmundarnaut Í ræðunni hennar minntist Þórdís Kolbrún á Ásmundarnaut, fundarhamar sem notaður er við fundarstörf Allsherjarþingsins. Hamarinn var gjöf frá íslensku þjóðinni til Sameinuðu þjóðanna árið 1952 og er nefndur eftir Ásmundi Sveinssyni, sem skar út umræddan hamar. Upprunalegi hamarinn brotnaði reyndar en Sameinu þjóðirnar fengu annan sams konar hamar að gjöf frá Íslandi árið 2005. Ásmundarnautur.SÞ Segja má að með því að minnast á fundarhamarinn góða hafi Þórdís Kolbrún notað hann sem líkingu fyrir hlutverk smáþjóða á borð við Ísland innan alþjóðakerfisins sem byggt hefur verið upp með Sameinuðu þjóðunum og Allsherjaþinginu, þar sem hvert ríki hefur eitt atkvæði. „Við hendur forseta Allsherjaþingsins er fundarhamar, einfaldur viðarhamar. Verkfæri sem er svo léttvægt að það gæti varla gagnast neinum sem vopn. Engu að síður getur manneskjan sem heldur á honum náð stjórn á umræðum á milli valdamestu manna og kvenna heimsins,“ sagði Þórdís Kolbrún. Með lögum skal land byggja Þá minntist hún á áletrun sem grafin er á hamarinn: „Með lögum skal land byggja.“ Áletrunin er upprunin úr Járnsíðu, lögbók fyrir Íslendinga frá 13. öld. Las Þórdís Kolbrún upp áletrinuna á íslensku í salnum og útskýrði meiningu þessa orðatiltækis. Þá fræddi hún einnig viðstadda um næstu línu orðatiltækisins, sem í heild sinni er eftirfarandi: „...því að með lögum skal land vort byggja en eigi með ólögum eyða“. „Í samhengi heimsins þýðir þetta að við gerum okkur glögglega grein fyrir því, ekki síst smærri ríki þessa heims, að heimur sem stýrist ekki af lögum verður heimur þar sem afl ræður ríkjum, sagði Þórdís Kolbrún. Þórdís Kolbrún hitti Joe Biden Bandaríkjaforseta og eiginkonu hans, Jill, í New York á dögunum. Jill, Joe Biden & Dísa pic.twitter.com/LE3BcEKNv5— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) September 22, 2022 Setti hún orðatiltækið í samhengi við innrás Rússa í Úkraínu, sem hún gagnrýndi harðlega í ræðunni. „Við hittumst á tímum þar sem valdamikið ríki, ríki sem á fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, hefur ákveðið að ögra alþjóðlegum venjum og lögum sem hafa þjónað heiminum svo vel eftir að heimsleiðtogar, með hrylling heimstyrjaldanna tveggja ljóslifand í huga, ákváðu að bjarga komandi kynslóðum frá sverðum stríða og hinum miklu hryllingum sem þau færa mannkyninu,“ sagði Þórdís Kolbrún. Ekki fullkomið kerfi Sagði hún þó að þessar venjur og þessi lög hafi ekki reynst fullkomin, ekki komið algjörlega í veg fyrir stríð og hörmungar. Heilt yfir hafi þó alþjóðakerfið sem smíðað hafi verið ofan á þessi lög og venjur gert það að verkum að árásarstríð á borð við það sem Rússar heyja nú í Úkraínu hafi nánast verið úr sögunni. Útbúið hafi verið kerfið sem sýnt hafi að væri besta lausnin sem til er til þess að leysa úr deilum á milli ríkja heimsins. Þessu kerfi væri hins vegar nú ógnað. "It is our duty as leaders to make sure that the fortunes of the past decades do not lead us into dangerous complacency. We must advocate for the multilateral system at every opportunity." Read the National Statement of 🇮🇸 at #UNGA 👉https://t.co/hMIkAWJWjz pic.twitter.com/gwjI9NPouQ— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) September 24, 2022 „Hin ólöglega og grimma innrás Rússa í Úkraínu var áfall. Hörð áminning um það hvernig heimurinn gæti litið út ef getan til að eyðileggja frekar en hæfileikinn til að skapa er leyfð að ráða örlögum ríkja,“ sagði Þórdís Kolbrún. „Hið algjöra og viðbjóðslega grimmd sem Rússland hefur sýnt, og er til sýnis í þeim svæðum sem hafa verið frelsuð, er ofar okkar skilningi. Það sýnir algjört niðurrif siðmenningar,“ sagði hún enn fremur. Brýndi hún fyrir ríkjum heims að styðja Úkraínu. „Því mun ég, áður en ég tjái mig frekar um málefni heimsins, segja þetta: Mannkynsins vegna, þarf Úkraína að sigra. Árás Rússa verður að hrinda og glæpir framdir í nafni þess afhjúpaðir og refsað fyrir þá.“ Lesa má ávarp utanríkisráðherra í heild sinni hér, á ensku.
Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira