„Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“ Snorri Másson skrifar 20. október 2022 12:15 Sædís Hrönn Samúelsdóttir og Ísabella Von Sædísardóttir hafa staðið ráðalausar frammi fyrir eineltinu sem Ísabella hefur sætt síðustu mánuði. Vísir/Arnar Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. Viðtal við Ísabellu Von, tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi eftir einelti af hálfu skólafélaga sinna, hefur vakið nokkurn óhug í samfélaginu. Á fjórða tug nemenda í Hraunvallaskóla eru sagðir hafa verið þátttakendur í grimmilegu einelti sem hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Foreldrafélag Hraunvallaskóla hefur sett sig í samband við skólastjórnina, stefnt er á fundarhöld við fyrsta tækifæri, og að sögn formanns félagsins hafa foreldrar að undanförnu verið að eiga samtöl við börnin sín. Stefán Már Gunnlaugsson er formaður foreldrafélags í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. „Þetta samtal er að eiga sér stað og auðvitað er það leiðinlegt að það skuli vera á þessum nótum, út frá þessum neikvæðu fréttum, en þannig er það bara. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða,“ segir Stefán Már Gunnlaugsson, formaður foreldrafélagsins. Stefán segir fólk slegið yfir þessu máli og að nú verði ráðist strax í aðgerðir, en að mikilvægt sé að umræðan sé uppbyggileg. Hraunvallaskóli sé góður skóli þar sem starfsfólk vinni af heilindum þótt horfast þurfi í augu við það að hægt sé að gera betur. Þetta virðist vera umfangsmikið eineltismál. Hvað fer úrskeiðis? Hvernig getur þetta gerst? „Það er mjög góð spurning og einhvers konar kerfislægur vandi sem er að birtast okkur hér núna. Kannski eru málin ekki tekin nægilega alvarlega eða nægilega víðtækt. Kannski óttumst við þessi mál með einhverjum hætti, en þarna þarf ekki bara að vinna með þolandann heldur líka gerandann og kannski stærri hóp,“ segir Stefán, sem segir að málið hafi verið sett í traustan farveg innan skólans. Á sama tíma er hafin söfnun fyrir Ísabellu Von, sem frænka hennar Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir hleypti af stokkunum með færslu á Facebook. Þar segir hún að það gæti reynst þeim mæðgum styrkur á erfiðum tímum að komast til skyldmenna sína í Flórída. Á sama tíma eigi söfnunin að sýna Ísabellu að fólk standi með henni og að hún eigi gott skilið. Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Börn og uppeldi Grunnskólar Tengdar fréttir Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19. október 2022 19:18 Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Viðtal við Ísabellu Von, tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi eftir einelti af hálfu skólafélaga sinna, hefur vakið nokkurn óhug í samfélaginu. Á fjórða tug nemenda í Hraunvallaskóla eru sagðir hafa verið þátttakendur í grimmilegu einelti sem hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Foreldrafélag Hraunvallaskóla hefur sett sig í samband við skólastjórnina, stefnt er á fundarhöld við fyrsta tækifæri, og að sögn formanns félagsins hafa foreldrar að undanförnu verið að eiga samtöl við börnin sín. Stefán Már Gunnlaugsson er formaður foreldrafélags í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. „Þetta samtal er að eiga sér stað og auðvitað er það leiðinlegt að það skuli vera á þessum nótum, út frá þessum neikvæðu fréttum, en þannig er það bara. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða,“ segir Stefán Már Gunnlaugsson, formaður foreldrafélagsins. Stefán segir fólk slegið yfir þessu máli og að nú verði ráðist strax í aðgerðir, en að mikilvægt sé að umræðan sé uppbyggileg. Hraunvallaskóli sé góður skóli þar sem starfsfólk vinni af heilindum þótt horfast þurfi í augu við það að hægt sé að gera betur. Þetta virðist vera umfangsmikið eineltismál. Hvað fer úrskeiðis? Hvernig getur þetta gerst? „Það er mjög góð spurning og einhvers konar kerfislægur vandi sem er að birtast okkur hér núna. Kannski eru málin ekki tekin nægilega alvarlega eða nægilega víðtækt. Kannski óttumst við þessi mál með einhverjum hætti, en þarna þarf ekki bara að vinna með þolandann heldur líka gerandann og kannski stærri hóp,“ segir Stefán, sem segir að málið hafi verið sett í traustan farveg innan skólans. Á sama tíma er hafin söfnun fyrir Ísabellu Von, sem frænka hennar Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir hleypti af stokkunum með færslu á Facebook. Þar segir hún að það gæti reynst þeim mæðgum styrkur á erfiðum tímum að komast til skyldmenna sína í Flórída. Á sama tíma eigi söfnunin að sýna Ísabellu að fólk standi með henni og að hún eigi gott skilið.
Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Börn og uppeldi Grunnskólar Tengdar fréttir Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19. október 2022 19:18 Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19. október 2022 19:18
Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04