Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Snorri Másson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 3. nóvember 2022 20:50 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi norrænu forsætisráðherranna. Norden.org Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. „En það sem ég tel að þurfi að skoða sérstaklega í þessu máli, og ég held að ég tali nú fyrir munn allra, er að ég tel að það þurfi að fara yfir málefni fatlaðs manns, sem var einn af þessum einstaklingum. Það skiptir gríðarlegu máli að við vöndum okkur þegar um viðkvæma hópa er að ræða og að það verði farið yfir það hvort réttindi hans hafi verið virt að öllu leyti eins og á auðvitað að vera,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu í dag. Hlusta má á viðtalið við Katrínu þegar 3 mínútur eru liðnar af fréttinni: Skilurðu þessa reiði almennt í þessu máli? „Já, þessi mál eru auðvitað flókin. Þessi brottvísun byggir á löggjöfinni frá 2016 sem ríkti pólitísk samstaða um. En það er eðlilegt hins vegar að fólk reiðist þegar það sér einhvers konar valdbeitingu í svona málum.“ Nú gerist þetta á þinni vakt, ertu sátt við það? Katrín Jakobsdóttir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2.stöð 2 „Þarna er byggt á löggjöf sem var samþykkt 2016 sem er nú raunar fyrir mína vakt en allir flokkar studdu á sínum tíma og flest telja að hafi elst vel. En það liggur auðvitað fyrir að þegar við erum með reglur þá óska margir eftir því að koma og fá að vera en það fá ekki allir jákvætt svar og það er bara flókið,“ segir Katrín. Ný könnun um stuðning við frumvarp Jóns Gunnarssonar Umræðan um þessa brottvísun blandast umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra til nýrra útlendingalaga. Í könnun sem Maskína lagði fyrir er niðurstaðan sú í fyrsta lagi að 62% Íslendinga hafa raunar fremur lítið eða mjög lítið sem ekki neitt kynnt sér efni frumvarpsins og aðeins 11% hafa kynnt sér það að ráði. 31,5% fólks er þá andvígt eða mjög andvígt frumvarpinu, 45 prósent eru hlutlaus og 22,8% eru hlynnt því. Mestur er stuðningurinn innan Miðflokks og Sjálfstæðisflokks. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Katrín fari með rangt mál í málefnum hælisleitenda Lögmaður þeirra hælisleitenda sem sendir voru úr landi í nótt segir Katrínu Jakobsdóttur hafa farið með rangt mál þegar hún tjáði sig um málefni þeirra í morgun. Lögmaður fjölskyldunnar, sem var send úr landi í nótt, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu í máli sínu fyrir héraðsdómi. 3. nóvember 2022 16:03 Mótmæla brottvísunum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 17:15 í dag á Austurvelli vegna brottflutnings hælisleitenda. 3. nóvember 2022 14:56 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ Sjá meira
„En það sem ég tel að þurfi að skoða sérstaklega í þessu máli, og ég held að ég tali nú fyrir munn allra, er að ég tel að það þurfi að fara yfir málefni fatlaðs manns, sem var einn af þessum einstaklingum. Það skiptir gríðarlegu máli að við vöndum okkur þegar um viðkvæma hópa er að ræða og að það verði farið yfir það hvort réttindi hans hafi verið virt að öllu leyti eins og á auðvitað að vera,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu í dag. Hlusta má á viðtalið við Katrínu þegar 3 mínútur eru liðnar af fréttinni: Skilurðu þessa reiði almennt í þessu máli? „Já, þessi mál eru auðvitað flókin. Þessi brottvísun byggir á löggjöfinni frá 2016 sem ríkti pólitísk samstaða um. En það er eðlilegt hins vegar að fólk reiðist þegar það sér einhvers konar valdbeitingu í svona málum.“ Nú gerist þetta á þinni vakt, ertu sátt við það? Katrín Jakobsdóttir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2.stöð 2 „Þarna er byggt á löggjöf sem var samþykkt 2016 sem er nú raunar fyrir mína vakt en allir flokkar studdu á sínum tíma og flest telja að hafi elst vel. En það liggur auðvitað fyrir að þegar við erum með reglur þá óska margir eftir því að koma og fá að vera en það fá ekki allir jákvætt svar og það er bara flókið,“ segir Katrín. Ný könnun um stuðning við frumvarp Jóns Gunnarssonar Umræðan um þessa brottvísun blandast umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra til nýrra útlendingalaga. Í könnun sem Maskína lagði fyrir er niðurstaðan sú í fyrsta lagi að 62% Íslendinga hafa raunar fremur lítið eða mjög lítið sem ekki neitt kynnt sér efni frumvarpsins og aðeins 11% hafa kynnt sér það að ráði. 31,5% fólks er þá andvígt eða mjög andvígt frumvarpinu, 45 prósent eru hlutlaus og 22,8% eru hlynnt því. Mestur er stuðningurinn innan Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Katrín fari með rangt mál í málefnum hælisleitenda Lögmaður þeirra hælisleitenda sem sendir voru úr landi í nótt segir Katrínu Jakobsdóttur hafa farið með rangt mál þegar hún tjáði sig um málefni þeirra í morgun. Lögmaður fjölskyldunnar, sem var send úr landi í nótt, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu í máli sínu fyrir héraðsdómi. 3. nóvember 2022 16:03 Mótmæla brottvísunum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 17:15 í dag á Austurvelli vegna brottflutnings hælisleitenda. 3. nóvember 2022 14:56 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ Sjá meira
Katrín fari með rangt mál í málefnum hælisleitenda Lögmaður þeirra hælisleitenda sem sendir voru úr landi í nótt segir Katrínu Jakobsdóttur hafa farið með rangt mál þegar hún tjáði sig um málefni þeirra í morgun. Lögmaður fjölskyldunnar, sem var send úr landi í nótt, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu í máli sínu fyrir héraðsdómi. 3. nóvember 2022 16:03
Mótmæla brottvísunum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 17:15 í dag á Austurvelli vegna brottflutnings hælisleitenda. 3. nóvember 2022 14:56