Annað heimilið sem þau þurfa að yfirgefa á þessu ári Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 21:01 Hjónin Viktoría og Anton Garbar þurfa að yfirgefa Ísland í fyrramálið. Þau eru rússnesk og komu hingað til lands í byrjun árs en þau hafa mótmælt yfirvöldum í Rússlandi og stríðsrekstri þeirra í Úkraínu harðlega. Vísir/Arnar Rússnesk hjón sem hafa mótmælt stríðinu í Úkraínu fá ekki pólitískt hæli á Íslandi og verða flutt til Ítalíu á morgun. Í nokkur ár hafa hjónin komið reglulega til Íslands með ferðamenn og hafa þegar fengið atvinnutilboð. Kærunefnd Útlendingamála taldi það ekki næga ástæðu til að veita þeim hæli. Hjónin Anton og Viktoria Garbar ráku ferðaskrifstofu í heimalandi sínu Rússlandi í nokkur ár og ferðuðust meðal annars með hópa fólks til Íslands. Eftir að stríðið braust út í Úkraínu flúðu hjónin til Íslands. „Við neyddumst til að yfirgefa Rússland vegna mótmæla okkar gegn hernaði og ríkisstjórninni, gegn stjórn Pútíns og gegn öllu því sem landið okkar gerir í Úkraínu,“ segir Anton. Hjónin hafa verið á Íslandi í sjö mánuði og vegna vinnu sinnar hér undanfarin ár og standandi atvinnutilboða töldu þau sig hafa næg tengsl til landsins til að uppfylla skilyrði Útlendingastofnunar um sérstök tengsl. „Við töldum okkur hafa tengsl við Ísland eins og kveðið er á um í lögum um sérstök tengsl. Við héldum að við hefðum þau. Við eigum marga vini sem skrifuðu meðmælabréf um okkur til Útlendingastofnunar,“ segir Anton. Vinkona þeirra hefur útvegað hjónunum tímabundið húsnæði á Ítalíu en þau segjast hrædd. „Í byrjun þessa árs, í febrúar, neyddumst við til að yfirgefa eitt heimili. Eftir þessa sjö mánuði var Ísland orðið okkar annað heimili og nú neyðumst við til að yfirgefa annað heimili okkar,“ segir Anton. „Það er hræðilegt, það er mjög ógnvekjandi. Ég veit ekki hvað við gerum þar.“ Viktoria tekur undir með eiginmanni sínum. „Við kunnum ekki ítölsku. Af hverju var ég að læra íslensku? En þetta reddast.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hælisleitendur Tengdar fréttir Draga þurfi lærdóm af brottflutningi fatlaðs manns Forsætisráðherra segir að draga þurfi lærdóm af því hvernig brottflutningur hælisleitenda, sem sendir voru til Grikklands í síðustu viku, fór fram. Fatlaður maður sem var í þeim hópi hefur ekki fengið húsaskjól og hefur hópur Íslendinga tekið íbúð á leigu fyrir hann og fjölskyldu hans. 11. nóvember 2022 21:00 Kennarar leigja íbúð fyrir fjölskylduna og halda námi systranna gangandi Hópur kennara við Fjölbrautarskólann við Ármúla hefur tekið á leigu Airbnb íbúð í Aþenu fyrir Hussein fjölskylduna sem var vísað til Grikklands í síðustu viku. Kennararnir vona að systur í fjölskyldunni sem stunduðu nám við skólann mæti aftur á vorönn og leita því leiða til þess að aðstoða þær við að klára önnina í fjarnámi. 11. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Fleiri fréttir Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Sjá meira
Hjónin Anton og Viktoria Garbar ráku ferðaskrifstofu í heimalandi sínu Rússlandi í nokkur ár og ferðuðust meðal annars með hópa fólks til Íslands. Eftir að stríðið braust út í Úkraínu flúðu hjónin til Íslands. „Við neyddumst til að yfirgefa Rússland vegna mótmæla okkar gegn hernaði og ríkisstjórninni, gegn stjórn Pútíns og gegn öllu því sem landið okkar gerir í Úkraínu,“ segir Anton. Hjónin hafa verið á Íslandi í sjö mánuði og vegna vinnu sinnar hér undanfarin ár og standandi atvinnutilboða töldu þau sig hafa næg tengsl til landsins til að uppfylla skilyrði Útlendingastofnunar um sérstök tengsl. „Við töldum okkur hafa tengsl við Ísland eins og kveðið er á um í lögum um sérstök tengsl. Við héldum að við hefðum þau. Við eigum marga vini sem skrifuðu meðmælabréf um okkur til Útlendingastofnunar,“ segir Anton. Vinkona þeirra hefur útvegað hjónunum tímabundið húsnæði á Ítalíu en þau segjast hrædd. „Í byrjun þessa árs, í febrúar, neyddumst við til að yfirgefa eitt heimili. Eftir þessa sjö mánuði var Ísland orðið okkar annað heimili og nú neyðumst við til að yfirgefa annað heimili okkar,“ segir Anton. „Það er hræðilegt, það er mjög ógnvekjandi. Ég veit ekki hvað við gerum þar.“ Viktoria tekur undir með eiginmanni sínum. „Við kunnum ekki ítölsku. Af hverju var ég að læra íslensku? En þetta reddast.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hælisleitendur Tengdar fréttir Draga þurfi lærdóm af brottflutningi fatlaðs manns Forsætisráðherra segir að draga þurfi lærdóm af því hvernig brottflutningur hælisleitenda, sem sendir voru til Grikklands í síðustu viku, fór fram. Fatlaður maður sem var í þeim hópi hefur ekki fengið húsaskjól og hefur hópur Íslendinga tekið íbúð á leigu fyrir hann og fjölskyldu hans. 11. nóvember 2022 21:00 Kennarar leigja íbúð fyrir fjölskylduna og halda námi systranna gangandi Hópur kennara við Fjölbrautarskólann við Ármúla hefur tekið á leigu Airbnb íbúð í Aþenu fyrir Hussein fjölskylduna sem var vísað til Grikklands í síðustu viku. Kennararnir vona að systur í fjölskyldunni sem stunduðu nám við skólann mæti aftur á vorönn og leita því leiða til þess að aðstoða þær við að klára önnina í fjarnámi. 11. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Fleiri fréttir Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Sjá meira
Draga þurfi lærdóm af brottflutningi fatlaðs manns Forsætisráðherra segir að draga þurfi lærdóm af því hvernig brottflutningur hælisleitenda, sem sendir voru til Grikklands í síðustu viku, fór fram. Fatlaður maður sem var í þeim hópi hefur ekki fengið húsaskjól og hefur hópur Íslendinga tekið íbúð á leigu fyrir hann og fjölskyldu hans. 11. nóvember 2022 21:00
Kennarar leigja íbúð fyrir fjölskylduna og halda námi systranna gangandi Hópur kennara við Fjölbrautarskólann við Ármúla hefur tekið á leigu Airbnb íbúð í Aþenu fyrir Hussein fjölskylduna sem var vísað til Grikklands í síðustu viku. Kennararnir vona að systur í fjölskyldunni sem stunduðu nám við skólann mæti aftur á vorönn og leita því leiða til þess að aðstoða þær við að klára önnina í fjarnámi. 11. nóvember 2022 14:41