Tæklaði árásarmanninn en tapaði tengdasyninum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. nóvember 2022 08:29 Richard M. Fierro, maðurinn sem lék lykilhlutverk í að yfirbuga árásarmanninn, ræddi við fréttamenn fyrir utan heimili sitt. AP Photo/Jack Dempsey Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni. Fimm létust og minnst átján særðust þegar hinn 22 ára Anderson Lee Aldrich mætti þungvopnaður á Club Q skemmtistaðinn í Colorado Springs. Hann hóf skothríð með fyrrgreindum afleiðingum. Yfirvöld telja ljóst að tveir viðskiptavinir staðarins hafi afstýrt því að Aldrich tækist að valda meiri skaða. Greint hefur verið frá því að þeir hafi afvopnað hann og yfirbugað, skömmu eftir að skothríðin fórst. Þar var hinn 45 ára Richard M. Fierro í aðalhlutverki. Fór í stríðsham Hann var í viðtali við New York Times í gær þar sem hann ræddi atburðarrásina. Hann segist hafa verið staddur á barnum með eiginkonu sinni, dóttur þeirra og tengdasyni ásamt nokkrum vinum þegar skothríðin hófst. Voru þau á drag-sýningu til að horfa á vin dóttur þeirra koma fram. Á vettvangi skotárásarinnar.AP Photo/David Zalubowski „Ég veit ekki nákvæmlega hvað ég gerði. Ég fór bara í stríðsham,“ hefur New York Times eftir Fierro. Fierro var fimmtán ár í bandaríska hernum og barðist meðal annars í Afganistan og í Írak. Hann hafði þó lagt stríðöxina á hilluna, þangað til um helgina. „Ég vissi bara að ég þyrfti að drepa hann áður en hann dræpi okkur,“ sagði Fierro. Yfirvöld hafa gefið út að skothríðin hafi aðeins staðið yfir í örfáar mínútur. Það sé helst Fierro og öðrum einstaklingi að þakka sem hafi sem fyrr segir drýgt mikla hetjudáð með því að ráðast til atlögu gegn árásarmanninum. Árásarmaðurinn var handtekinn á staðnum og mun þurfa að svara fyrir ódæðið. „Hann bjargaði mörgum mannslífum,“ sagði John Suthers, borgarstjóri Colodaro Springs við New York Times um gjörðir Fierro umrætt kvöld. Vövðaminnið úr stríðinu tók yfir Í viðtalinu lýsir Fierro því hvernig hann hafi þekkt skothljóðin strax. Við það henti hann sér í jörðina og dró vini sína með sér. Skotin flugu yfir höfði þeirra og þegar Fierro leit upp sá sá hann þungvopnaðan einstakling með riffil, áþekkum þeim sem Fierro hafði notað í Írak. Árásarmaðurinn var á leið að útisvæði, þangað sem fjöldi hafði flúið undan honum. Fórnarlamba skotárásarinnar hefur verið minnst fyrir utan skemmtistaðinn.AP Photo/Parker Seibold Hermaðurinn í Fierro vaknaði og hann hljóp þvert yfir herbergið, náði taki á árásarmanninum og dró hann niður í jörðina. „Var hann að skjóta þegar ég gerði þetta? Var hann að fara að skjóta? Ég veit það ekki. Ég vissi bara að ég þurfti að ná honum niður,“ sagði Fierro. Eftir að þeir lentu á gólfinu skaust riffillinn úr höndunum á árásarmanninum. Fierro reyndi þá að ná til riffilsins en á því augnabliki dró árásarmaðurinn upp skammbyssu. „Ég náði skammbyssunni úr höndunum á honum og byrjaði bara að lemja hann í höfuðið,“ sagði Fierro. Á meðan hann hélt árásarmanninum niðri skipaði Fierro öðrum nærstöddum gestum að aðstoða sig við að yfirbuga manninn. En hvað varð til þess að Fierro brást svona við? Hann telur líklegt að gamalt vöðvaminni frá tíma hans í hernum hafi tekið yfir. „Ég veit ekki hvernig ég náði vopninu frá þessum manni. Ekki hugmynd. Ég er bara einhver gæi, feitur gamall hermaður. En ég vissi að ég þyrfti að gera eitthvað.“ Leituðu að tengasyninum Árásin tók þó sinn toll af fjölskyldu og vinum Fierro. Tveir af vinum hans voru skotnir og er annar þeirra særður alvarlega. Þá fannst tengdasonur þeirra, kærasti dóttur þeirra, hvergi eftir árásina. Kveikt á kertum til minningar um fórnarlömbin.AP Photo/Jack Dempsey Leituðu þau að honum á nærliggjandi svæði í von um að hann hafi kannski lagt af stað heim til sín fótgangandi. Seint á sunnudeginum barst hins vegar símtal frá móður hans. Tengdasonur Fierro hafði látið lífið í árásinni. Segir Fierro að lokum að hann hafi reynt að miðla visku sinni frá tíma hans í hernum um hvernig takast eigi á við sorg. Hann óttast þó að það geti reynst erfitt. „Þú þurftir bara að mæta á næstu vakt og koma þessu út úr hausnum á þér. Þannig batnaði þetta. Þú bættir þetta með því að gera meira. Að lokum kemstu heill á húfi heim. Ég hef samt áhyggjur af því að því hér er engin næsta vakt. Það er erfiðara að bæta þetta. Við erum þegar heima hjá okkur.“ Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tvær hetjur yfirbuguðu árásarmanninn Sá sem er grunaður um að hafa orðið fimm að bana á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags er 22 ára karlmaður. Skemmtistaðurinn þakkar hetjum sem voru inni á staðnum og yfirbuguðu árásarmanninn. 20. nóvember 2022 17:47 Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20. nóvember 2022 12:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Fimm létust og minnst átján særðust þegar hinn 22 ára Anderson Lee Aldrich mætti þungvopnaður á Club Q skemmtistaðinn í Colorado Springs. Hann hóf skothríð með fyrrgreindum afleiðingum. Yfirvöld telja ljóst að tveir viðskiptavinir staðarins hafi afstýrt því að Aldrich tækist að valda meiri skaða. Greint hefur verið frá því að þeir hafi afvopnað hann og yfirbugað, skömmu eftir að skothríðin fórst. Þar var hinn 45 ára Richard M. Fierro í aðalhlutverki. Fór í stríðsham Hann var í viðtali við New York Times í gær þar sem hann ræddi atburðarrásina. Hann segist hafa verið staddur á barnum með eiginkonu sinni, dóttur þeirra og tengdasyni ásamt nokkrum vinum þegar skothríðin hófst. Voru þau á drag-sýningu til að horfa á vin dóttur þeirra koma fram. Á vettvangi skotárásarinnar.AP Photo/David Zalubowski „Ég veit ekki nákvæmlega hvað ég gerði. Ég fór bara í stríðsham,“ hefur New York Times eftir Fierro. Fierro var fimmtán ár í bandaríska hernum og barðist meðal annars í Afganistan og í Írak. Hann hafði þó lagt stríðöxina á hilluna, þangað til um helgina. „Ég vissi bara að ég þyrfti að drepa hann áður en hann dræpi okkur,“ sagði Fierro. Yfirvöld hafa gefið út að skothríðin hafi aðeins staðið yfir í örfáar mínútur. Það sé helst Fierro og öðrum einstaklingi að þakka sem hafi sem fyrr segir drýgt mikla hetjudáð með því að ráðast til atlögu gegn árásarmanninum. Árásarmaðurinn var handtekinn á staðnum og mun þurfa að svara fyrir ódæðið. „Hann bjargaði mörgum mannslífum,“ sagði John Suthers, borgarstjóri Colodaro Springs við New York Times um gjörðir Fierro umrætt kvöld. Vövðaminnið úr stríðinu tók yfir Í viðtalinu lýsir Fierro því hvernig hann hafi þekkt skothljóðin strax. Við það henti hann sér í jörðina og dró vini sína með sér. Skotin flugu yfir höfði þeirra og þegar Fierro leit upp sá sá hann þungvopnaðan einstakling með riffil, áþekkum þeim sem Fierro hafði notað í Írak. Árásarmaðurinn var á leið að útisvæði, þangað sem fjöldi hafði flúið undan honum. Fórnarlamba skotárásarinnar hefur verið minnst fyrir utan skemmtistaðinn.AP Photo/Parker Seibold Hermaðurinn í Fierro vaknaði og hann hljóp þvert yfir herbergið, náði taki á árásarmanninum og dró hann niður í jörðina. „Var hann að skjóta þegar ég gerði þetta? Var hann að fara að skjóta? Ég veit það ekki. Ég vissi bara að ég þurfti að ná honum niður,“ sagði Fierro. Eftir að þeir lentu á gólfinu skaust riffillinn úr höndunum á árásarmanninum. Fierro reyndi þá að ná til riffilsins en á því augnabliki dró árásarmaðurinn upp skammbyssu. „Ég náði skammbyssunni úr höndunum á honum og byrjaði bara að lemja hann í höfuðið,“ sagði Fierro. Á meðan hann hélt árásarmanninum niðri skipaði Fierro öðrum nærstöddum gestum að aðstoða sig við að yfirbuga manninn. En hvað varð til þess að Fierro brást svona við? Hann telur líklegt að gamalt vöðvaminni frá tíma hans í hernum hafi tekið yfir. „Ég veit ekki hvernig ég náði vopninu frá þessum manni. Ekki hugmynd. Ég er bara einhver gæi, feitur gamall hermaður. En ég vissi að ég þyrfti að gera eitthvað.“ Leituðu að tengasyninum Árásin tók þó sinn toll af fjölskyldu og vinum Fierro. Tveir af vinum hans voru skotnir og er annar þeirra særður alvarlega. Þá fannst tengdasonur þeirra, kærasti dóttur þeirra, hvergi eftir árásina. Kveikt á kertum til minningar um fórnarlömbin.AP Photo/Jack Dempsey Leituðu þau að honum á nærliggjandi svæði í von um að hann hafi kannski lagt af stað heim til sín fótgangandi. Seint á sunnudeginum barst hins vegar símtal frá móður hans. Tengdasonur Fierro hafði látið lífið í árásinni. Segir Fierro að lokum að hann hafi reynt að miðla visku sinni frá tíma hans í hernum um hvernig takast eigi á við sorg. Hann óttast þó að það geti reynst erfitt. „Þú þurftir bara að mæta á næstu vakt og koma þessu út úr hausnum á þér. Þannig batnaði þetta. Þú bættir þetta með því að gera meira. Að lokum kemstu heill á húfi heim. Ég hef samt áhyggjur af því að því hér er engin næsta vakt. Það er erfiðara að bæta þetta. Við erum þegar heima hjá okkur.“
Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tvær hetjur yfirbuguðu árásarmanninn Sá sem er grunaður um að hafa orðið fimm að bana á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags er 22 ára karlmaður. Skemmtistaðurinn þakkar hetjum sem voru inni á staðnum og yfirbuguðu árásarmanninn. 20. nóvember 2022 17:47 Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20. nóvember 2022 12:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Tvær hetjur yfirbuguðu árásarmanninn Sá sem er grunaður um að hafa orðið fimm að bana á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags er 22 ára karlmaður. Skemmtistaðurinn þakkar hetjum sem voru inni á staðnum og yfirbuguðu árásarmanninn. 20. nóvember 2022 17:47
Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20. nóvember 2022 12:34