Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur viðurkennt að hin „sértæka hernaðaraðgerð“ eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, hefði staðið lengur yfir en hann bjóst við. Hins vegar hefði Rússum tekist að ná landsvæði og sagði hann að kjarnorkuvopn Rússlands hefðu komið í veg fyrir að átökin stigmögnuðust. Pútín sagði þar að auki að búast mætti við því að átökunum myndi ekki ljúka í bráð, hins vegar væri ekki þörf á því að kveðja fleiri borgara í rússneska herinn að svo stöddu. Nú væru um 150 þúsund af þeim sem kvaddir hefðu verið í herinn í Úkraínu og þar af um 77 þúsund í átökum. Innrásin hófst þann 24. febrúar. Milljónir Úkraínumanna hafa þurft að flýja heimili sín og þúsundir óbreyttra borgara hafa dáið, særst eða verið beittir pyntingum og öðrum ódæðum. Hernaðarhugveitan Royal United Services Institute (RUSI) hélt því nýverið fram í skýrslu um upphaf stríðsins að Rússar hefðu ætlað sér að sigra Úkraínu á einungis tíu dögum. Níu mánuðum síðar hafa Rússar hörfað frá stórum svæðum í Úkraínu og eru víðast hvar í varnarstöðu. Á fundi mannréttindaráðsins staðhæfði Pútín einnig að Pólverjar vildi innlima vesturhluta Úkraínu og því væri Rússland eina ríkið sem gæti tryggt fullveldi Úkraínu. Pútíns skrifaði fyrr á árinu undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu. Sjá einnig: Bölsótaðist út í Vesturlönd Pútín sagði að Rússar myndu þó aldrei starfa með núverandi ríkisstjórn Úkraínu, sem Rússar hafa ítrekað logið að sé stjórnað af nasistum. Pútín hélt því einnig fram, eins og hann hefur oft gert áður, að Rússar hefðu ekki haft neina aðra kosti en að gera innrás í Úkraínu til að verja sig. Lofaði landvinninga Rússlands Forsetinn sagði einnig í ræðu sinni á fundi mannréttindaráðs Rússlands í gær að hann sæi ekki eftir því að hefja stríðið. Landvinningar Rússa í Úkraínu væru umfangsmiklir. Öll strandlengja Asóvshafs tilheyrði nú Rússlandi og það hefði Pétri mikla ekki einu sinni tekist. Pútín talaði einnig um kjarnorkuvopn Rússlands, eins og áður hefur komið fram, og sagði að hættan á kjarnorkustyrjöld hefði aukist. Rússar yrðu hins vegar ekki fyrstir til að beita slíkum vopnum, þeir væru ekki klikkaðir. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa fordæmt Pútín fyrir „óábyrgt“ hjal um kjarnorkuvopn en Rússar hafa ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna frá því stríðið hófst. Sjá einnig: Bandaríkjamenn fordæma „óábyrgt“ hjal um kjarnorkuvopn Viðurkenndi slæma meðferð særðra AP fréttaveitan segir Pútín ekkert hafa talað um slæmt gengi rússneska hersins en hann viðurkenndi þó að Rússar hefðu átt í vandræðum með birgðir og birgðaflutninga. Þá sagði hann að meðferð særðra hermanna væri ekki nægilega góð og viðurkenndi að takmarkaður fjöldi hermanna hefði flúið úr hernum. Vladimír Pútín, forseti Rússlands.AP/Kreml Ráðamenn á Vesturlöndum hafa sagt að áætlað sé að um hundrað þúsund rússneskir hermenn hafi særst eða fallið í átökunum og það sama eigi líklega við um Úkraínumenn. Sérfræðingar hafa þó leitt líkur að því að þó sambærilegur fjöldi hermanna hafi særst eða fallið hafi fleiri rússneskir hermenn en úkraínskir dáið. Meðal annars hefur verið vísað til lítillar þjálfunar varðandi það hvernig hlúa eigi að særðum mönnum innan rússneska hersins og til umræðu meðal rússneskra herbloggara um það að margir þeirra hermanna sem særist deyja. Sjá einnig: Segjast ætla að draga Rússa til ábyrgðar Úkraínskir hermenn eru þar að auki með betri sjúkrabúnað en rússneskir hermenn, miðað við það þegar rússneskir hermenn voru að bera saman sjúkrabúnað herjanna fyrr í innrásinni. Photos comparing Ukrainian (below) and inferior Russian (above) first aid kits posted by Russian sources. They published these photos to show why they needed to raise more funds to purchase supplies for Russian soldiers. pic.twitter.com/wnxPpZub2F— Rob Lee (@RALee85) April 29, 2022 Ný sending af drónum frá Íran Úkraínumenn segja að rúmlega þúsund stýri- og eldflaugum hafi verið beitt gegn orkukerfi landsins. Það væri mikið skemmt en virkaði enn víðast hvar. Markmið Rússa með þessu árásum virðist vera að gera óbreyttum Úkraínumönnum erfiðara með lífið í vetur og stökkva stórum hluta þjóðarinnar á flótta. Árásum á borgaralega innviði hefur farið fjölgandi samhliða slæmu gengi Rússa á víglínunum. Rússar eru byrjaðir að nota íranska sjálfsprengjudróna á nýjan leik, eftir að hafa ekki notað þá um nokkuð skeið. Úkraínumenn segjast hafa skotið þó nokkra þeirra niður á undanförnum dögum. Rússar eru sagðir hafa gert dróna- og eldflaugaárásir í mörgum héruðum Úkraínu í austri og suðri. Líklegt er að Rússar hafi fengið nýja sendingu af hinum svokölluðu Shahed-sjálfsprengidrónum frá Íran en fregnir hafa einnig borist af því að Rússar hafi lent í vandræðum með drónana vegna kuldans í Úkraínu. Drónar þessir eru hannaðir til að fljúga á skotmörk eins og skrið- og bryndreka og varnarbyrgi og springa í loft upp. Drónarnir bera um 40 kílógrömm af sprengiefni. Shahed-136 drónarnir eru um 3,5 metra langir og með um 2,5 metra vænghaf. Þeir eru ekki gífurlega hraðskreiðir (hámark 180 km/klst) en geta verið lengi á lofti, sjást illa á ratsjám og er þess vegna erfitt að skjóta þá niður. Enn litlar breytingar en hakkavélin snýst enn Litlar breytingar hafa orðið á víglínunum í Úkraínu frá því Rússar hörfuðu frá Kherson-borg og vesturbakka Dniproár. Harðir bardagar geisa þó víða og þá sérstaklega við Bakhmut í austurhluta landsins. Rússar hafa lagt gífurlega mikið púður í að ná bænum úr höndum Úkraínumanna og hafa sótt hart að Bakhmut í nokkra mánuði. Þær árásir hafa skilað hægum en mjög svo kostnaðarsömum árangri á undanförnum vikum og dögum. Rússar eru sagðir hafa sent vana hermenn sem voru í Kherson-héraði til Bakhmut. Úkraínumenn hafa samhliða því sömuleiðis sent mikið magn liðsauka á svæðið. Hér að neðan má sjá nýlega frétt Sky News en fréttakona miðilsins var nýverið á víglínunum við Bakhmut. Bardögunum við Bakhmut hefur verið líkt sem hakkavél en þaðan berst mikið magn myndefnis og aðrar fregnir af hörðum átökum þessa dagana. Til marks um það hve hörð átökin við Bakhmut eru má benda á myndband frá því fyrr í vikunni sem sýnir stórskotaliðsárásir Úkraínumanna á svæðinu. The AFU sends some birthday presents to Russian positions in #Bakhmut pic.twitter.com/53OdoF9YvB— NOËL (@NOELreports) December 6, 2022 Harðir bardagar eiga sér einnig stað norður af Bakhmut, í kringum bæinn Kreminna en Úkraínumenn hafa reynt að sækja fram að bænum um nokkurra vikna skeið. Þar hafa þeir sömuleiðis náð hægum árangri. Í tístinu frá hugveitunni Institute for the study of war hér að neðan má sjá grófa mynd af víglínunum í Úkraínu. Stórt gagnvirkt kort ISW má svo finna hér. NEW: #Russian President Vladimir #Putin is setting conditions for a protracted war of conquest in #Ukraine. Putin is conditioning Russians to expect a protracted, grinding war that continues to seek the conquest of additional Ukrainian territory.https://t.co/7R0cr4nR5y pic.twitter.com/tSGwizRuSX— ISW (@TheStudyofWar) December 8, 2022 Árásir í Rússlandi vekja athygli Dularfullar sprengingar í Rússlandi hafa vakið mikla athygli undanfarna daga. Úkraínumenn eru sagðir hafa notað gamla dróna til að gera árásir á tvo flugvelli Rússlandi sem eru í meira en fimm hundruð kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Þessir flugvellir eru meðal annars notaðir til að hýsa sprengjuvélar sem Rússar nota til að skjóta stýri- og eldflaugum að Úkraínu. Þó fregnir hafi borist af því að Úkraínumenn hafi gert árásina og fjölmiðlar ytra hafa haft það eftir vestrænum embættismönnum hafa Úkraínumenn ekkert vilja viðurkenna, eins og áður þegar spjótin hafa beinst að þeim vegna árása í Rússlandi eða á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Sjá einnig: Úkraínumenn sagðir gera drónaárásir langt inni í Rússlandi Úkraínumenn hafa lengi beðið bakhjarla sína um vopn sem gera þeim kleift að gera árásir á skotmörk í meiri fjarlægð en meðal þeirra langdrægustu vopna eru HIMARS-eldflaugakerfin sem send hafa verið frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Úkraínumenn eru sagðir hafa notað þau vopnakerfi með miklum árangri gegn Rússum en með þeim geta þeir skotið eldflaugum af mikilli nákvæmni á skotmörk í um sjötíu kílómetra fjarlægð. HIMARS-vopnakerfi er einnig hægt að nota til að skjóta langdrægum eldflaugum sem kallast ATACMS. Þær drífa rúma þrjú hundruð kílómetra en slíkar eldflaugar hafa Bandaríkjamenn ekki viljað útvega Úkraínumönnum. Forsvarsmenn úkraínska hersins hafa þurft að lofa Bandaríkjamönnum að nota HIMARS ekki til að gera árásir innan landamæra Rússlands. Fleiri ríki Atlantshafsbandalagsins er Bandaríkin og Bretland nota HIMARS og eiga ATACMS eldflaugar. Þar á meðal eru miklir bandamenn Úkraínu en til að koma í veg fyrir að Úkraínumenn geti fengið eldflaugar frá þeim og notað gegn Rússum hafa þeir gert breytingar á öllum HIMARS-vopnakerfum sem senda hafa verið til Úkraínu. Breyttu HIMARS-kerfunum Wall street journal sagði frá því í vikunni að Bandaríkjamenn hefðu breytt vopnakerfunum svo ekki væri hægt að nota þau til að skjóta þessum langdrægu eldflaugum, ef Úkraínumenn fengju þær annarsstaðar. Það segja bandarískir embættismenn að hafi verið gert til að koma í veg fyrir að stríði í Úkraínu breiðist út. Ráðamenn í Rússlandi hafa ítrekað varað við því að afhending ATACMS til Úkraínumanna myndi tákna stigmögnun í átökunum. Úkraínumenn hafa lengi beðið Bandaríkjamenn um að senda þeim háþróaða dróna sem kallast MQ-1C eða Gráernir (Gray Eagle). Gráernirnir eru þróaðri útgáfa eldri dróna sem voru kallaðir Rándýr (Predator). Hægt er að fljúga þeim hátt á lofti í rúman sólarhring og geta þeir verið notaðir til að safna miklu magni upplýsinga með hágæða myndavélum og öðrum skynjurum, eða skotið svokölluðum Hellfire flugskeytum á allt að átta skotmörk í einni flugferð. Vilja geta stöðvað árásir Rússa Bandaríkjamenn hafa ekki orðið við þeirri beiðni og hafa tvær ástæður fyrir því verið nefndar. Önnur er að þeir óttast að viðkvæm tækni sem drónarnir innihalda endi í höndum Rússa og hin er að Bandaríkjamenn eru sagðir óttast að Úkraínumenn noti drónana til árása í Rússlandi. Úkraínumenn segjast nauðsynlega þurfa vopn sem geri þeim kleift að gera árásir í Rússlandi og þá sérstaklega í kjölfar þess að Rússar byrjuðu að skjóta drónum og stýri- og eldflaugum í massavís að innviðum Úkraínu. Þessar árásir eru gerðar frá Rússlandi og Úkraínumenn hafa ekki getað svarað þeim. Margfalda framleiðslugetu fyrir stórskotalið Fregnir bárust nýverið af því að ráðamenn á Vesturlöndum væru að biðja vopnaframleiðendur um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum vegna stríðsins í Úkraínu. Stórskotalið hefur skipt sköpum í átökum í Úkraínu en þúsundum sprengikúla er skotið þar á degi hverjum. Bandaríkjamenn hafa einir sent rúmlega milljón sprengikúlur til Úkraínu. Þá eru ekki talin með þau skotfæri sem aðrir bakhjarlar Úkraínu hafa sent. Skotfærasendingar til Úkraínu hafa komið niður á birgðum ríkja Atlantshafsbandalagsins. Á tímum kalda stríðsins áttu Bandaríkin og bandamenn þeirra í Evrópu umfangsmiklar varabirgðir af vopnum og skotfærum, auk þess sem byggðir voru upp forðar af málmum og öðru sem til þarf að framleiða vopn og skotfæri í meira magni. Eftir fall Sovétríkjanna og aukna áherslu á baráttuna gegn hryðjuverkum lögð minni áhersla á þessar birgðir og dregið úr því magni sem haldið var til hliðar, bæði hvað varðar vopn og skotfæri og aðföng til að auka framleiðslu. Forsvarsmenn bandaríska hersins tilkynntu nýverið að til stæði að verja rúmum sex hundruð milljónum dala í aukna framleiðslugetu á sprengikúlum og eldflaugum fyrir stórskotalið. Á næstu þremur árum myndi framleiðslugeta Bandaríkjamanna margfaldast. Meðal annars stæði til að þrefalda framleiðslugetuna þegar kæmi að 155 millimetra sprengikúlum, sem er hefðbundin hlaupvídd stórskotaliðs NATO. Bandaríski miðillinn Defense News hefur eftir forsvarsmönnum hersins að framleiðslugetan muni fara úr fjórtán þúsund 155 mm sprengikúlum á mánuði í tuttugu þúsund fyrir næsta vor og í fjörutíu þúsund á mánuði fyrir árið 2025. Með þessu telja Bandaríkjamenn að þeir muni hafa mun meiri framleiðslugetu en Rússar á skotfærum fyrir stórskotalið, dragist stríðið á langinn í nokkur ár. Michael Kofman, sem sérhæfir sig í málefnum rússneska hersins, segir að í dag sé skortur á skotfærum fyrir stórskotalið að reynast Rússum erfiðari en Úkraínumönnum. Það sé líklega stór ástæða þess að Rússar séu víðast hvar í varnarstöðu. Hann segir Úkraínumenn þurfa minnst níutíu þúsund sprengikúlur og eldflaugar á hverjum mánuði. The situation with artillery ammo is probably a larger constraint on the Russian military than Ukraine s, and one of the driving factors behind the retrenchment adopted after Kharkiv, in an effort to conserve ammo use.— Michael Kofman (@KofmanMichael) December 6, 2022 Sagði Rússa reyna að frysta átökin Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði á ráðstefnu í gær að Rússar væru að leita leiða til að „frysta“ átökin í Úkraínu á nýjan leik. Til að vinna sér inn tíma til að endurskipuleggja sveitir sínar, bæta birgðastöðu og gera frekari umfangsmiklar árásir í Úkraínu í vor. Stoltenberg sagði mikilvægt að standa áfram við bakið á Úkraínu og hjálpa Úkraínumönnum að verja sig gegn Rússum. Aðspurður hvort hann óttaðist „þreytu“ meðal bakhjarla Úkraínu sagði Stoltenberg ljóst að Pútín hefði gert tvö grundvallarmistök þegar hann ákvað að ráðast inn í Úkraínu. Hann hefði fyrst og fremst vanmetið úkraínsku þjóðina og úkraínska herinn en hann hefði einnig vanmetið samheldni Atlantshafsbandalagsins og vilja ríkja bandalagsins til að standa við bakið á Úkraínumönnum. Stoltenberg sagði að NATO hefði staðið við bakið á Úkraínu um árabil og þá sérstaklega frá 2014. Úkraínskir hermenn hefðu verið þjálfaðir í Bandaríkjunum, Kanada og í Bretlandi og úkraínski herinn væri mun stærri og öflugri en hann var árið 2014. Hann væri einnig betur vopnum búinn. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.AP/Terje Bendiksby Aðstæður til varanlegs friðar ekki til staðar enn Varðandi mögulegar viðræður við Rússa sagði Stoltenberg að Úkraínumenn ættu alfarið að ráða því sjálfir hvort og hvenær slíkar viðræður ættu að fara fram. „Flest stríð, og líklegast þetta stríð einnig, enda við samningaborðið,“ sagði Stoltenberg. Hann sagði þó að það sem gerðist við samningaborðið færi eftir því hvað hefði gerst á vígvellinum. Ef Úkraína ætti að vera áfram sjálfstætt og fullvalda ríki þyrfti stuðningurinn við Úkraínumenn að halda áfram. Eina leiðin til að ná varanlegum friði væri að ná réttlætum friði. Sigur Rússa myndi ekki tryggja frið til langs tíma. Mótsögnin væri sú að til að ná varanlegum friði þyrfti að styðja Úkraínumenn frekar og hjálpa þeim að skapa aðstæður fyrir varnalegan frið. Þær aðstæður væru ekki til staðar núna. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður NATO Bandaríkin Fréttaskýringar Tengdar fréttir Hörmungar, djörfung og dáð Hinn 24. febrúar síðastliðinn réðust Rússar inn í Úkraínu og umbreyttu stöðu öryggis- og varnarmála í Evrópu. 8. desember 2022 07:01 Selenskí og „andi Úkraínu“ valin manneskja ársins hjá Time Volodýmýr Selenskí, forseti Úkraínu, og „andi Úkraínu“ hefur verið valinn manneskja ársins hjá bandaríska tímaritinu Time. 7. desember 2022 14:01 „Án Bandaríkjanna værum við í vanda“ Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur kallað eftir því að Evrópuríkin efli varnargetu sína í kjölfar átakanna í Úkraínu. Hún segir styrk Evrópu ónógan án Bandaríkjanna. 2. desember 2022 08:06 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent
Pútín sagði þar að auki að búast mætti við því að átökunum myndi ekki ljúka í bráð, hins vegar væri ekki þörf á því að kveðja fleiri borgara í rússneska herinn að svo stöddu. Nú væru um 150 þúsund af þeim sem kvaddir hefðu verið í herinn í Úkraínu og þar af um 77 þúsund í átökum. Innrásin hófst þann 24. febrúar. Milljónir Úkraínumanna hafa þurft að flýja heimili sín og þúsundir óbreyttra borgara hafa dáið, særst eða verið beittir pyntingum og öðrum ódæðum. Hernaðarhugveitan Royal United Services Institute (RUSI) hélt því nýverið fram í skýrslu um upphaf stríðsins að Rússar hefðu ætlað sér að sigra Úkraínu á einungis tíu dögum. Níu mánuðum síðar hafa Rússar hörfað frá stórum svæðum í Úkraínu og eru víðast hvar í varnarstöðu. Á fundi mannréttindaráðsins staðhæfði Pútín einnig að Pólverjar vildi innlima vesturhluta Úkraínu og því væri Rússland eina ríkið sem gæti tryggt fullveldi Úkraínu. Pútíns skrifaði fyrr á árinu undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu. Sjá einnig: Bölsótaðist út í Vesturlönd Pútín sagði að Rússar myndu þó aldrei starfa með núverandi ríkisstjórn Úkraínu, sem Rússar hafa ítrekað logið að sé stjórnað af nasistum. Pútín hélt því einnig fram, eins og hann hefur oft gert áður, að Rússar hefðu ekki haft neina aðra kosti en að gera innrás í Úkraínu til að verja sig. Lofaði landvinninga Rússlands Forsetinn sagði einnig í ræðu sinni á fundi mannréttindaráðs Rússlands í gær að hann sæi ekki eftir því að hefja stríðið. Landvinningar Rússa í Úkraínu væru umfangsmiklir. Öll strandlengja Asóvshafs tilheyrði nú Rússlandi og það hefði Pétri mikla ekki einu sinni tekist. Pútín talaði einnig um kjarnorkuvopn Rússlands, eins og áður hefur komið fram, og sagði að hættan á kjarnorkustyrjöld hefði aukist. Rússar yrðu hins vegar ekki fyrstir til að beita slíkum vopnum, þeir væru ekki klikkaðir. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa fordæmt Pútín fyrir „óábyrgt“ hjal um kjarnorkuvopn en Rússar hafa ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna frá því stríðið hófst. Sjá einnig: Bandaríkjamenn fordæma „óábyrgt“ hjal um kjarnorkuvopn Viðurkenndi slæma meðferð særðra AP fréttaveitan segir Pútín ekkert hafa talað um slæmt gengi rússneska hersins en hann viðurkenndi þó að Rússar hefðu átt í vandræðum með birgðir og birgðaflutninga. Þá sagði hann að meðferð særðra hermanna væri ekki nægilega góð og viðurkenndi að takmarkaður fjöldi hermanna hefði flúið úr hernum. Vladimír Pútín, forseti Rússlands.AP/Kreml Ráðamenn á Vesturlöndum hafa sagt að áætlað sé að um hundrað þúsund rússneskir hermenn hafi særst eða fallið í átökunum og það sama eigi líklega við um Úkraínumenn. Sérfræðingar hafa þó leitt líkur að því að þó sambærilegur fjöldi hermanna hafi særst eða fallið hafi fleiri rússneskir hermenn en úkraínskir dáið. Meðal annars hefur verið vísað til lítillar þjálfunar varðandi það hvernig hlúa eigi að særðum mönnum innan rússneska hersins og til umræðu meðal rússneskra herbloggara um það að margir þeirra hermanna sem særist deyja. Sjá einnig: Segjast ætla að draga Rússa til ábyrgðar Úkraínskir hermenn eru þar að auki með betri sjúkrabúnað en rússneskir hermenn, miðað við það þegar rússneskir hermenn voru að bera saman sjúkrabúnað herjanna fyrr í innrásinni. Photos comparing Ukrainian (below) and inferior Russian (above) first aid kits posted by Russian sources. They published these photos to show why they needed to raise more funds to purchase supplies for Russian soldiers. pic.twitter.com/wnxPpZub2F— Rob Lee (@RALee85) April 29, 2022 Ný sending af drónum frá Íran Úkraínumenn segja að rúmlega þúsund stýri- og eldflaugum hafi verið beitt gegn orkukerfi landsins. Það væri mikið skemmt en virkaði enn víðast hvar. Markmið Rússa með þessu árásum virðist vera að gera óbreyttum Úkraínumönnum erfiðara með lífið í vetur og stökkva stórum hluta þjóðarinnar á flótta. Árásum á borgaralega innviði hefur farið fjölgandi samhliða slæmu gengi Rússa á víglínunum. Rússar eru byrjaðir að nota íranska sjálfsprengjudróna á nýjan leik, eftir að hafa ekki notað þá um nokkuð skeið. Úkraínumenn segjast hafa skotið þó nokkra þeirra niður á undanförnum dögum. Rússar eru sagðir hafa gert dróna- og eldflaugaárásir í mörgum héruðum Úkraínu í austri og suðri. Líklegt er að Rússar hafi fengið nýja sendingu af hinum svokölluðu Shahed-sjálfsprengidrónum frá Íran en fregnir hafa einnig borist af því að Rússar hafi lent í vandræðum með drónana vegna kuldans í Úkraínu. Drónar þessir eru hannaðir til að fljúga á skotmörk eins og skrið- og bryndreka og varnarbyrgi og springa í loft upp. Drónarnir bera um 40 kílógrömm af sprengiefni. Shahed-136 drónarnir eru um 3,5 metra langir og með um 2,5 metra vænghaf. Þeir eru ekki gífurlega hraðskreiðir (hámark 180 km/klst) en geta verið lengi á lofti, sjást illa á ratsjám og er þess vegna erfitt að skjóta þá niður. Enn litlar breytingar en hakkavélin snýst enn Litlar breytingar hafa orðið á víglínunum í Úkraínu frá því Rússar hörfuðu frá Kherson-borg og vesturbakka Dniproár. Harðir bardagar geisa þó víða og þá sérstaklega við Bakhmut í austurhluta landsins. Rússar hafa lagt gífurlega mikið púður í að ná bænum úr höndum Úkraínumanna og hafa sótt hart að Bakhmut í nokkra mánuði. Þær árásir hafa skilað hægum en mjög svo kostnaðarsömum árangri á undanförnum vikum og dögum. Rússar eru sagðir hafa sent vana hermenn sem voru í Kherson-héraði til Bakhmut. Úkraínumenn hafa samhliða því sömuleiðis sent mikið magn liðsauka á svæðið. Hér að neðan má sjá nýlega frétt Sky News en fréttakona miðilsins var nýverið á víglínunum við Bakhmut. Bardögunum við Bakhmut hefur verið líkt sem hakkavél en þaðan berst mikið magn myndefnis og aðrar fregnir af hörðum átökum þessa dagana. Til marks um það hve hörð átökin við Bakhmut eru má benda á myndband frá því fyrr í vikunni sem sýnir stórskotaliðsárásir Úkraínumanna á svæðinu. The AFU sends some birthday presents to Russian positions in #Bakhmut pic.twitter.com/53OdoF9YvB— NOËL (@NOELreports) December 6, 2022 Harðir bardagar eiga sér einnig stað norður af Bakhmut, í kringum bæinn Kreminna en Úkraínumenn hafa reynt að sækja fram að bænum um nokkurra vikna skeið. Þar hafa þeir sömuleiðis náð hægum árangri. Í tístinu frá hugveitunni Institute for the study of war hér að neðan má sjá grófa mynd af víglínunum í Úkraínu. Stórt gagnvirkt kort ISW má svo finna hér. NEW: #Russian President Vladimir #Putin is setting conditions for a protracted war of conquest in #Ukraine. Putin is conditioning Russians to expect a protracted, grinding war that continues to seek the conquest of additional Ukrainian territory.https://t.co/7R0cr4nR5y pic.twitter.com/tSGwizRuSX— ISW (@TheStudyofWar) December 8, 2022 Árásir í Rússlandi vekja athygli Dularfullar sprengingar í Rússlandi hafa vakið mikla athygli undanfarna daga. Úkraínumenn eru sagðir hafa notað gamla dróna til að gera árásir á tvo flugvelli Rússlandi sem eru í meira en fimm hundruð kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Þessir flugvellir eru meðal annars notaðir til að hýsa sprengjuvélar sem Rússar nota til að skjóta stýri- og eldflaugum að Úkraínu. Þó fregnir hafi borist af því að Úkraínumenn hafi gert árásina og fjölmiðlar ytra hafa haft það eftir vestrænum embættismönnum hafa Úkraínumenn ekkert vilja viðurkenna, eins og áður þegar spjótin hafa beinst að þeim vegna árása í Rússlandi eða á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Sjá einnig: Úkraínumenn sagðir gera drónaárásir langt inni í Rússlandi Úkraínumenn hafa lengi beðið bakhjarla sína um vopn sem gera þeim kleift að gera árásir á skotmörk í meiri fjarlægð en meðal þeirra langdrægustu vopna eru HIMARS-eldflaugakerfin sem send hafa verið frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Úkraínumenn eru sagðir hafa notað þau vopnakerfi með miklum árangri gegn Rússum en með þeim geta þeir skotið eldflaugum af mikilli nákvæmni á skotmörk í um sjötíu kílómetra fjarlægð. HIMARS-vopnakerfi er einnig hægt að nota til að skjóta langdrægum eldflaugum sem kallast ATACMS. Þær drífa rúma þrjú hundruð kílómetra en slíkar eldflaugar hafa Bandaríkjamenn ekki viljað útvega Úkraínumönnum. Forsvarsmenn úkraínska hersins hafa þurft að lofa Bandaríkjamönnum að nota HIMARS ekki til að gera árásir innan landamæra Rússlands. Fleiri ríki Atlantshafsbandalagsins er Bandaríkin og Bretland nota HIMARS og eiga ATACMS eldflaugar. Þar á meðal eru miklir bandamenn Úkraínu en til að koma í veg fyrir að Úkraínumenn geti fengið eldflaugar frá þeim og notað gegn Rússum hafa þeir gert breytingar á öllum HIMARS-vopnakerfum sem senda hafa verið til Úkraínu. Breyttu HIMARS-kerfunum Wall street journal sagði frá því í vikunni að Bandaríkjamenn hefðu breytt vopnakerfunum svo ekki væri hægt að nota þau til að skjóta þessum langdrægu eldflaugum, ef Úkraínumenn fengju þær annarsstaðar. Það segja bandarískir embættismenn að hafi verið gert til að koma í veg fyrir að stríði í Úkraínu breiðist út. Ráðamenn í Rússlandi hafa ítrekað varað við því að afhending ATACMS til Úkraínumanna myndi tákna stigmögnun í átökunum. Úkraínumenn hafa lengi beðið Bandaríkjamenn um að senda þeim háþróaða dróna sem kallast MQ-1C eða Gráernir (Gray Eagle). Gráernirnir eru þróaðri útgáfa eldri dróna sem voru kallaðir Rándýr (Predator). Hægt er að fljúga þeim hátt á lofti í rúman sólarhring og geta þeir verið notaðir til að safna miklu magni upplýsinga með hágæða myndavélum og öðrum skynjurum, eða skotið svokölluðum Hellfire flugskeytum á allt að átta skotmörk í einni flugferð. Vilja geta stöðvað árásir Rússa Bandaríkjamenn hafa ekki orðið við þeirri beiðni og hafa tvær ástæður fyrir því verið nefndar. Önnur er að þeir óttast að viðkvæm tækni sem drónarnir innihalda endi í höndum Rússa og hin er að Bandaríkjamenn eru sagðir óttast að Úkraínumenn noti drónana til árása í Rússlandi. Úkraínumenn segjast nauðsynlega þurfa vopn sem geri þeim kleift að gera árásir í Rússlandi og þá sérstaklega í kjölfar þess að Rússar byrjuðu að skjóta drónum og stýri- og eldflaugum í massavís að innviðum Úkraínu. Þessar árásir eru gerðar frá Rússlandi og Úkraínumenn hafa ekki getað svarað þeim. Margfalda framleiðslugetu fyrir stórskotalið Fregnir bárust nýverið af því að ráðamenn á Vesturlöndum væru að biðja vopnaframleiðendur um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum vegna stríðsins í Úkraínu. Stórskotalið hefur skipt sköpum í átökum í Úkraínu en þúsundum sprengikúla er skotið þar á degi hverjum. Bandaríkjamenn hafa einir sent rúmlega milljón sprengikúlur til Úkraínu. Þá eru ekki talin með þau skotfæri sem aðrir bakhjarlar Úkraínu hafa sent. Skotfærasendingar til Úkraínu hafa komið niður á birgðum ríkja Atlantshafsbandalagsins. Á tímum kalda stríðsins áttu Bandaríkin og bandamenn þeirra í Evrópu umfangsmiklar varabirgðir af vopnum og skotfærum, auk þess sem byggðir voru upp forðar af málmum og öðru sem til þarf að framleiða vopn og skotfæri í meira magni. Eftir fall Sovétríkjanna og aukna áherslu á baráttuna gegn hryðjuverkum lögð minni áhersla á þessar birgðir og dregið úr því magni sem haldið var til hliðar, bæði hvað varðar vopn og skotfæri og aðföng til að auka framleiðslu. Forsvarsmenn bandaríska hersins tilkynntu nýverið að til stæði að verja rúmum sex hundruð milljónum dala í aukna framleiðslugetu á sprengikúlum og eldflaugum fyrir stórskotalið. Á næstu þremur árum myndi framleiðslugeta Bandaríkjamanna margfaldast. Meðal annars stæði til að þrefalda framleiðslugetuna þegar kæmi að 155 millimetra sprengikúlum, sem er hefðbundin hlaupvídd stórskotaliðs NATO. Bandaríski miðillinn Defense News hefur eftir forsvarsmönnum hersins að framleiðslugetan muni fara úr fjórtán þúsund 155 mm sprengikúlum á mánuði í tuttugu þúsund fyrir næsta vor og í fjörutíu þúsund á mánuði fyrir árið 2025. Með þessu telja Bandaríkjamenn að þeir muni hafa mun meiri framleiðslugetu en Rússar á skotfærum fyrir stórskotalið, dragist stríðið á langinn í nokkur ár. Michael Kofman, sem sérhæfir sig í málefnum rússneska hersins, segir að í dag sé skortur á skotfærum fyrir stórskotalið að reynast Rússum erfiðari en Úkraínumönnum. Það sé líklega stór ástæða þess að Rússar séu víðast hvar í varnarstöðu. Hann segir Úkraínumenn þurfa minnst níutíu þúsund sprengikúlur og eldflaugar á hverjum mánuði. The situation with artillery ammo is probably a larger constraint on the Russian military than Ukraine s, and one of the driving factors behind the retrenchment adopted after Kharkiv, in an effort to conserve ammo use.— Michael Kofman (@KofmanMichael) December 6, 2022 Sagði Rússa reyna að frysta átökin Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði á ráðstefnu í gær að Rússar væru að leita leiða til að „frysta“ átökin í Úkraínu á nýjan leik. Til að vinna sér inn tíma til að endurskipuleggja sveitir sínar, bæta birgðastöðu og gera frekari umfangsmiklar árásir í Úkraínu í vor. Stoltenberg sagði mikilvægt að standa áfram við bakið á Úkraínu og hjálpa Úkraínumönnum að verja sig gegn Rússum. Aðspurður hvort hann óttaðist „þreytu“ meðal bakhjarla Úkraínu sagði Stoltenberg ljóst að Pútín hefði gert tvö grundvallarmistök þegar hann ákvað að ráðast inn í Úkraínu. Hann hefði fyrst og fremst vanmetið úkraínsku þjóðina og úkraínska herinn en hann hefði einnig vanmetið samheldni Atlantshafsbandalagsins og vilja ríkja bandalagsins til að standa við bakið á Úkraínumönnum. Stoltenberg sagði að NATO hefði staðið við bakið á Úkraínu um árabil og þá sérstaklega frá 2014. Úkraínskir hermenn hefðu verið þjálfaðir í Bandaríkjunum, Kanada og í Bretlandi og úkraínski herinn væri mun stærri og öflugri en hann var árið 2014. Hann væri einnig betur vopnum búinn. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.AP/Terje Bendiksby Aðstæður til varanlegs friðar ekki til staðar enn Varðandi mögulegar viðræður við Rússa sagði Stoltenberg að Úkraínumenn ættu alfarið að ráða því sjálfir hvort og hvenær slíkar viðræður ættu að fara fram. „Flest stríð, og líklegast þetta stríð einnig, enda við samningaborðið,“ sagði Stoltenberg. Hann sagði þó að það sem gerðist við samningaborðið færi eftir því hvað hefði gerst á vígvellinum. Ef Úkraína ætti að vera áfram sjálfstætt og fullvalda ríki þyrfti stuðningurinn við Úkraínumenn að halda áfram. Eina leiðin til að ná varanlegum friði væri að ná réttlætum friði. Sigur Rússa myndi ekki tryggja frið til langs tíma. Mótsögnin væri sú að til að ná varanlegum friði þyrfti að styðja Úkraínumenn frekar og hjálpa þeim að skapa aðstæður fyrir varnalegan frið. Þær aðstæður væru ekki til staðar núna.
Hörmungar, djörfung og dáð Hinn 24. febrúar síðastliðinn réðust Rússar inn í Úkraínu og umbreyttu stöðu öryggis- og varnarmála í Evrópu. 8. desember 2022 07:01
Selenskí og „andi Úkraínu“ valin manneskja ársins hjá Time Volodýmýr Selenskí, forseti Úkraínu, og „andi Úkraínu“ hefur verið valinn manneskja ársins hjá bandaríska tímaritinu Time. 7. desember 2022 14:01
„Án Bandaríkjanna værum við í vanda“ Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur kallað eftir því að Evrópuríkin efli varnargetu sína í kjölfar átakanna í Úkraínu. Hún segir styrk Evrópu ónógan án Bandaríkjanna. 2. desember 2022 08:06