„Gaman að þessar undirheimahetjur fái rödd til að segja sögu sína“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. desember 2022 22:31 Tómas Jóhannsson fer af stað með nýja þætti á Stöð 2 eSport þar sem gamlar hetjur úr Counter Strike heiminumm fá að segja sögu sína. Stöð 2 eSport Tómas Jóhannsson, sérfræðingur og lýsandi í Ljósleiðaradeildinni á Stöð 2 eSport, fer af stað með nýja þáttaröð í sex hlutum sem bera nafnið „Sögur úr CS“. Í þáttunum fær Tómas nokkra áhugaverða CS spilara frá árinu 1999 til dagsins í dag og ræðir um titla, skemmtilegar sögur, gamla liðsfélaga og hvernig þetta hefur mótað þá sem einstaklinga. Einn viðmælandi verður tekinn fyrir í hverjum þætti, en þættirnir ættu að stytta íslenskum CS-aðdáendum stundir á meðan Ljósleiðaradeildin er í jólafríi. Sýndir verða tveir þættir í viku á Stöð 2 eSport og þeir verða svo aðgengilegir hér á Vísi eftir það. Tómas fær til sín CS spilara sem margir hafa heyrt af, en kannski eru fáir sem hafa séð einstaklinginn á bakvið tölvuleikjanafnið. Auddzh, einn sigursælasti leiðtogi í CS á Íslandi; Some0ne, sem fór frá því að vinna Skjálfta yfir í að stýra landsliðinu; Spike, langsigursælasti leikmaður CS á íslandi og einn af þeim fáu sem fluttu út að reyna fyrir sér; Vargur, einn sá allra besti sem Ísland hefur alið af sér, TurboDrake, sem svindaði sér inn í besta liðið með lygum og þjálfar í dag ungmenni; og CritiCal, einn snjallasti, en jafnframt þrjóskasti leiðtoginn, verða allir viðmælendur Tómasar í þáttunum. Sögufrægir einstaklingar úr CS senunni Tómas segir að hugmyndin af þessum þáttum hafi blundað lengi í honum. Margir þeirra sem hafa spilað CS í gegnum árin hafi kannski heyrt af þessum mönnum, en nú sé hægt að tengja andlit við tölvuleikjanöfnin. „Hugmyndin af þessum þáttum kviknaði út frá því að ég er áhugamaður um sögur og hef gaman af því að hlusta á þær,“ sagði Tómas í samtali við Vísi fyrr í kvöld. „Ég er sjálfur með bakgrunn úr CS og hef spilað leikinn síðan 2003. Maður hefur heyrt fullt af skemmtilegum sögum í gegnum tíðina sem mig hefur langað til að sjónvarpa eða útvarpa.“ „Þetta eru sögufrægir einstaklingar úr senunni sjálfri og það er leiðinlegt að þetta sé ekki skjalfest. Það er gaman að þessar undirheimahetjur fái rödd til að segja sögu sína. Okkar kynslóð sem prófaði og spilaði leikinn hefur kannski heyrt af þessum gaurum, en nú fær fólk kannski aðeins innsýn í það hvernig týpur þeir eru.“ „Elska að gefa eSports íþróttamönnum platform til að stækka“ Þá segir Tómas að hann útiloki ekki að framleiða fleiri svona þætti ef áhugi er fyrir því. Hann segir að allir elski góðar sögur og að þetta sé hans leið til að gefa rafíþróttamönnum vettvang til að stækka. „Hugmyndind var búin að blunda ansi lengi í mér. Þetta var búið að vera í hausnum á mér í kannski þrjú ár og ég náði loksins að gera þetta núna. Vonandi fæ ég svo bara að gera þetta aftur og þá er kannski hægt að taka einhverja fleiri leiki fyrir. Það elska allir góðar sögur.“ „Ég er opinn fyrir því að hlusta á allar sögur frá mismunandi leikmönnum, hvort sem það er úr CS, League of Legends, Valorant, eða eitthvað annað. Ég elska að gefa eSports íþróttamönnum platform til að stækka.“ „Þetta verður sýnt á Stöð 2 eSport og svo aðgengilegt á Vísi. Vonandi bara sem allra, allra fyrst.“ Deildin aldrei jafn spennandi og í ár Að lokum var Tómas spurður út í Ljósleiðaradeildina í CS:GO sem nú er í smá jólafríi. Hann segir að deildin hafi líklega aldrei verið jafn spennandi og nú í ár og að áhorfendur megi gera ráð fyrir því að sú spenna haldi áfram þegar deildin snýr aftur. „Við fórum í jólapásu þarna 13. desember eða eitthvað svoleiðis og þá er Atlantic Esports á toppnum. Það er skemmtilegur rígur á milli Atlantic Esports og Dusty þar sem að sá sem er fremstur í flokki í Atlantic Esports er náttúrulega gamall Dusty-leikmaður.“ „Liðin eiga svo bara eftir að styrkja sig og koma inn með breytta leikmannahópa. Það vilja allir styrkja sig þegar þeir sjá að það er kannski smá möguleiki á titlinum og ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem Dusty er með smá brothætt lið sem getur tapað stigum,“ sagði Tómas að lokum. Rafíþróttir Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Einn viðmælandi verður tekinn fyrir í hverjum þætti, en þættirnir ættu að stytta íslenskum CS-aðdáendum stundir á meðan Ljósleiðaradeildin er í jólafríi. Sýndir verða tveir þættir í viku á Stöð 2 eSport og þeir verða svo aðgengilegir hér á Vísi eftir það. Tómas fær til sín CS spilara sem margir hafa heyrt af, en kannski eru fáir sem hafa séð einstaklinginn á bakvið tölvuleikjanafnið. Auddzh, einn sigursælasti leiðtogi í CS á Íslandi; Some0ne, sem fór frá því að vinna Skjálfta yfir í að stýra landsliðinu; Spike, langsigursælasti leikmaður CS á íslandi og einn af þeim fáu sem fluttu út að reyna fyrir sér; Vargur, einn sá allra besti sem Ísland hefur alið af sér, TurboDrake, sem svindaði sér inn í besta liðið með lygum og þjálfar í dag ungmenni; og CritiCal, einn snjallasti, en jafnframt þrjóskasti leiðtoginn, verða allir viðmælendur Tómasar í þáttunum. Sögufrægir einstaklingar úr CS senunni Tómas segir að hugmyndin af þessum þáttum hafi blundað lengi í honum. Margir þeirra sem hafa spilað CS í gegnum árin hafi kannski heyrt af þessum mönnum, en nú sé hægt að tengja andlit við tölvuleikjanöfnin. „Hugmyndin af þessum þáttum kviknaði út frá því að ég er áhugamaður um sögur og hef gaman af því að hlusta á þær,“ sagði Tómas í samtali við Vísi fyrr í kvöld. „Ég er sjálfur með bakgrunn úr CS og hef spilað leikinn síðan 2003. Maður hefur heyrt fullt af skemmtilegum sögum í gegnum tíðina sem mig hefur langað til að sjónvarpa eða útvarpa.“ „Þetta eru sögufrægir einstaklingar úr senunni sjálfri og það er leiðinlegt að þetta sé ekki skjalfest. Það er gaman að þessar undirheimahetjur fái rödd til að segja sögu sína. Okkar kynslóð sem prófaði og spilaði leikinn hefur kannski heyrt af þessum gaurum, en nú fær fólk kannski aðeins innsýn í það hvernig týpur þeir eru.“ „Elska að gefa eSports íþróttamönnum platform til að stækka“ Þá segir Tómas að hann útiloki ekki að framleiða fleiri svona þætti ef áhugi er fyrir því. Hann segir að allir elski góðar sögur og að þetta sé hans leið til að gefa rafíþróttamönnum vettvang til að stækka. „Hugmyndind var búin að blunda ansi lengi í mér. Þetta var búið að vera í hausnum á mér í kannski þrjú ár og ég náði loksins að gera þetta núna. Vonandi fæ ég svo bara að gera þetta aftur og þá er kannski hægt að taka einhverja fleiri leiki fyrir. Það elska allir góðar sögur.“ „Ég er opinn fyrir því að hlusta á allar sögur frá mismunandi leikmönnum, hvort sem það er úr CS, League of Legends, Valorant, eða eitthvað annað. Ég elska að gefa eSports íþróttamönnum platform til að stækka.“ „Þetta verður sýnt á Stöð 2 eSport og svo aðgengilegt á Vísi. Vonandi bara sem allra, allra fyrst.“ Deildin aldrei jafn spennandi og í ár Að lokum var Tómas spurður út í Ljósleiðaradeildina í CS:GO sem nú er í smá jólafríi. Hann segir að deildin hafi líklega aldrei verið jafn spennandi og nú í ár og að áhorfendur megi gera ráð fyrir því að sú spenna haldi áfram þegar deildin snýr aftur. „Við fórum í jólapásu þarna 13. desember eða eitthvað svoleiðis og þá er Atlantic Esports á toppnum. Það er skemmtilegur rígur á milli Atlantic Esports og Dusty þar sem að sá sem er fremstur í flokki í Atlantic Esports er náttúrulega gamall Dusty-leikmaður.“ „Liðin eiga svo bara eftir að styrkja sig og koma inn með breytta leikmannahópa. Það vilja allir styrkja sig þegar þeir sjá að það er kannski smá möguleiki á titlinum og ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem Dusty er með smá brothætt lið sem getur tapað stigum,“ sagði Tómas að lokum.
Rafíþróttir Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira