Ætla ekki að selja Rússum vopn eða skotfæri Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2023 10:33 Qin Gang, utanríkisráðherra Kína. AP/Suo Takekuma Kínverjar munu ekki selja vopn til Rússlands, né Úkraínu. Þetta sagði Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, í morgun en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft áhyggjur af því að Kínverjar ætluðu að styðja við bakið á Rússum og selja þeim vopn og skotfæri. Hersveitir Rússa í Úkraínu eru sagðar eiga við skort á skotfærum fyrir stórskotalið að etja, eins og Úkraínumenn, og myndi sala Kínverja á slíkum skotfærum til Rússa hafa mikil áhrif á stríðsrekstur þeirra. Rússar hafa verið beittir refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna innrásarinnar og sagði Qin að Kínverjar myndu einnig fylgjast með útflutningi vara sem hægt sé að nota í hernaði. Samkvæmt AP fréttaveitunni er Qin Gang hæst setti kínverski embættismaðurinn hingað til sem segir að Kínverjar muni ekki selja Rússum vopn. Þetta sagði hann á blaðamannafundi með Annalenu Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands. Á sama fundi gagnrýndi Qin yfirvöld í Taívan harðlega og sakaði þau um að bera ábyrgð á aukinni spennu við Taívan-sund en Kínverjar, sem gera tilkall til Taívans, hafa haldið umfangsmiklar heræfingar þar á undanförnum dögum. Sjá einnig: Kínverjar æfa hvernig þeir myndu umkringja Taívan Vilja að Kínverjar þrýsti á Pútín Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í febrúar að Bandaríkjamenn hefðu upplýsingar um að yfirvöld í Kína væru að íhuga að selja Rússum vopn og skotfæri og varaði hann við því að slík sala yrði alvarlegt vandamál. Evrópskir leiðtogar hafa tekið undir það og þeirra á meðal er Josep Borrell, sem stýrir utanríkismálum Evrópusambandsins. Hann sagði stuðning Kínverja við innrás Rússa fara gegn skuldbindingum Kína gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands.AP/Suo Takekuma Baerbock sló á svipaða strengi í morgun og sagði að sem fastameðlimur í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna ættu Kínverjar að reyna að binda enda á stríðið. Hún sagðist velta vöngum yfir því af hverju ráðamenn í Kína hefðu ekki kallað eftir því að Rússar hættu stríðsrekstri sínum í Úkraínu. „Við vitum öll að Pútín forseti [Vladimír Pútin, forseti Rússlands] gæti gert það hvenær sem er og að fólkið í Úkraínu vill ekkert meira en að lifa við frið á nýjan leik,“ sagði Baerbock. Varnarmálaráðherra á leið til Rússlands Xi Jinping, forseti Kína, ferðaðist í síðasta mánuði til Rússlands þar sem hann fundaði með Pútín. Leiðtogarnir funduðu lengi en ekki hefur komið fram hvort þeir ræddu um mögulega hernaðaraðstoð. Sjá einnig: Rússar reyna að fá hernaðarstuðning frá Kína Þá mun Li Shangfu, nýr varnarmálaráðherra Kína, ferðast til Rússlands, á næstu dögum þar sem hann mun verja fjórum dögum í fundi með Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands. Li var skipaður varnarmálaráðherra á sunnudaginn en hann hefur verið beittur refsiaðgerðum af Bandaríkjunum fyrir að kaupa vopna frá Rússlandi. Samkvæmt RIA fréttaveitunni munu ráðherrarnir meðal annars heimsækja rússneska herskóla og ræða við leiðtoga rússneska hersins. Þá hefur fréttaveitan eftir talsmanni varnarmálaráðuneytis Kína að heimsóknin muni bæta samstarf ríkjanna. Kína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Bandaríkin Tengdar fréttir Forysta Rússa í öryggisráðinu „versti brandari í heimi“ Rússar sitja nú í stóli forseta öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir mótmæli Úkraínumanna og annarra landa. Síðast þegar Rússar gegndu sama embætti réðust þeir inn í Úkraínu. 1. apríl 2023 11:06 Kínverjar reiðir yfir væntanlegum fundi Tsai og McCarthy Tsai Ing-wen, forseti Taívans, segir að utanaðkomandi þrýstingur muni ekki koma í veg fyrir samskipti Taívans við heiminn. Hún mun ferðast um Bandaríkin á næstu dögum og stendur til að hún fundi þar með Kevin McCarthy, forseta Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 29. mars 2023 10:11 Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. 22. mars 2023 07:11 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Hersveitir Rússa í Úkraínu eru sagðar eiga við skort á skotfærum fyrir stórskotalið að etja, eins og Úkraínumenn, og myndi sala Kínverja á slíkum skotfærum til Rússa hafa mikil áhrif á stríðsrekstur þeirra. Rússar hafa verið beittir refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna innrásarinnar og sagði Qin að Kínverjar myndu einnig fylgjast með útflutningi vara sem hægt sé að nota í hernaði. Samkvæmt AP fréttaveitunni er Qin Gang hæst setti kínverski embættismaðurinn hingað til sem segir að Kínverjar muni ekki selja Rússum vopn. Þetta sagði hann á blaðamannafundi með Annalenu Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands. Á sama fundi gagnrýndi Qin yfirvöld í Taívan harðlega og sakaði þau um að bera ábyrgð á aukinni spennu við Taívan-sund en Kínverjar, sem gera tilkall til Taívans, hafa haldið umfangsmiklar heræfingar þar á undanförnum dögum. Sjá einnig: Kínverjar æfa hvernig þeir myndu umkringja Taívan Vilja að Kínverjar þrýsti á Pútín Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í febrúar að Bandaríkjamenn hefðu upplýsingar um að yfirvöld í Kína væru að íhuga að selja Rússum vopn og skotfæri og varaði hann við því að slík sala yrði alvarlegt vandamál. Evrópskir leiðtogar hafa tekið undir það og þeirra á meðal er Josep Borrell, sem stýrir utanríkismálum Evrópusambandsins. Hann sagði stuðning Kínverja við innrás Rússa fara gegn skuldbindingum Kína gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands.AP/Suo Takekuma Baerbock sló á svipaða strengi í morgun og sagði að sem fastameðlimur í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna ættu Kínverjar að reyna að binda enda á stríðið. Hún sagðist velta vöngum yfir því af hverju ráðamenn í Kína hefðu ekki kallað eftir því að Rússar hættu stríðsrekstri sínum í Úkraínu. „Við vitum öll að Pútín forseti [Vladimír Pútin, forseti Rússlands] gæti gert það hvenær sem er og að fólkið í Úkraínu vill ekkert meira en að lifa við frið á nýjan leik,“ sagði Baerbock. Varnarmálaráðherra á leið til Rússlands Xi Jinping, forseti Kína, ferðaðist í síðasta mánuði til Rússlands þar sem hann fundaði með Pútín. Leiðtogarnir funduðu lengi en ekki hefur komið fram hvort þeir ræddu um mögulega hernaðaraðstoð. Sjá einnig: Rússar reyna að fá hernaðarstuðning frá Kína Þá mun Li Shangfu, nýr varnarmálaráðherra Kína, ferðast til Rússlands, á næstu dögum þar sem hann mun verja fjórum dögum í fundi með Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands. Li var skipaður varnarmálaráðherra á sunnudaginn en hann hefur verið beittur refsiaðgerðum af Bandaríkjunum fyrir að kaupa vopna frá Rússlandi. Samkvæmt RIA fréttaveitunni munu ráðherrarnir meðal annars heimsækja rússneska herskóla og ræða við leiðtoga rússneska hersins. Þá hefur fréttaveitan eftir talsmanni varnarmálaráðuneytis Kína að heimsóknin muni bæta samstarf ríkjanna.
Kína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Bandaríkin Tengdar fréttir Forysta Rússa í öryggisráðinu „versti brandari í heimi“ Rússar sitja nú í stóli forseta öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir mótmæli Úkraínumanna og annarra landa. Síðast þegar Rússar gegndu sama embætti réðust þeir inn í Úkraínu. 1. apríl 2023 11:06 Kínverjar reiðir yfir væntanlegum fundi Tsai og McCarthy Tsai Ing-wen, forseti Taívans, segir að utanaðkomandi þrýstingur muni ekki koma í veg fyrir samskipti Taívans við heiminn. Hún mun ferðast um Bandaríkin á næstu dögum og stendur til að hún fundi þar með Kevin McCarthy, forseta Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 29. mars 2023 10:11 Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. 22. mars 2023 07:11 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Forysta Rússa í öryggisráðinu „versti brandari í heimi“ Rússar sitja nú í stóli forseta öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir mótmæli Úkraínumanna og annarra landa. Síðast þegar Rússar gegndu sama embætti réðust þeir inn í Úkraínu. 1. apríl 2023 11:06
Kínverjar reiðir yfir væntanlegum fundi Tsai og McCarthy Tsai Ing-wen, forseti Taívans, segir að utanaðkomandi þrýstingur muni ekki koma í veg fyrir samskipti Taívans við heiminn. Hún mun ferðast um Bandaríkin á næstu dögum og stendur til að hún fundi þar með Kevin McCarthy, forseta Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 29. mars 2023 10:11
Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. 22. mars 2023 07:11