Bauðst til að benda á rússneska hermenn í skiptum fyrir Bakhmut Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2023 10:11 Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin. AP Yevgeniy Prigozhin, rússneskur auðjöfur sem rekur málaliðahóp sem kallast Wagner Group, er sagður hafa boðið úkraínska hernum að segja þeim hvar rússneska hermenn mætti finna. Í skiptum vildi hann að Úkraínumenn hörfuðu frá bænum Bakhmut, sem Wagner hefur reynt að hernema frá síðasta sumri. Washington Post vísar í hinn svokallaða Discord leka þar sem starfsmaður þjóðvarðliðs Bandaríkjanna birti myndir af leynilegum gögnum á Discord-spjallborði, og segir að ekki komi fram að Prigozhin hafi sagt hvaða hersveitir hann ætlaði að benda á. Í frétt Washington Post segir að tveir úkraínskir embættismenn hafi staðfest að Prigozhin hafi nokkrum sinnum rætt við leyniþjónustu Úkraínu sem gengur undir nafninu HUR. Hann er sagður hafa tvisvar sinnum boðið Úkraínumönnum staðsetningar rússneskra hermanna í skiptum fyrir að þeir hörfuðu frá Bakhmut en ráðamenn í Kænugarði höfnuðu honum þar sem þeir treystu honum ekki. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, vildi ekkert um málið segja í viðtali við miðilinn fyrr í mánuðinum og sagðist mótfallinn því að verið væri að tala um lekann, því það hagnaðist Rússum. Birti myndir af leynilegum gögnum Discord-lekinn svokallaði kemur frá Jack Teixeira. Hann starfaði fyrir leyniþjónustudeild flugþjóðvarðliðs Bandaríkjanna sem tók við leynilegum upplýsingum úr ýmsum áttum og býr til kynningarefni fyrir æðstu yfirmenn varnarmálaráðuneytisins og ráðamenn. Teixeira birti mikinn fjölda mynda sem hann tók af þessu kynningarefni á fámennu spjallborði á Discord en hann var handtekinn skömmu eftir að margar af myndunum fóru í dreifingu á netinu. Flestar myndirnar hafa þó aldrei litið dagsins ljós. Hefur deilt við yfirmenn hersins Prigozhin hefur um mánaða skeið átt í miklum og opinberum deilum við forsvarsmenn rússneska hersins. Hann hefur ítrekað verið mjög harðorður í garð Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Valery Gerasimov, formanns herforingjaráðs Rússlands. Meðal annars hefur Prigozhin sakað þá um landráð og um að reyna að gera útaf við Wagner með því að styðja ekki sókn hópsins í Bakhmut nægjanlega. Auðjöfurinn hefur sömuleiðis átt í persónulegu sambandi við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gegnum árin en hve gott það samband er er óljóst en Prigozhin er talinn hafa mögulega lofað Pútín að hann myndi hertaka Wagner fyrir 9. maí. Yevgeny Prigozhin hefur birt fjölmörg myndbönd þar sem hann gagnrýnir forsvarsmenn Rússneska hersins harðlega. Í einu slíku, sem hann birti fyrr í mánuðinum, sýndi hann tugi líka málaliða og sagði þá hafa fallið vegna skotfæraskorts. Hann sakaði herinn um að halda vísvitandi aftur af skotfærasendingum til málaliðahópsins.AP/Concord Meðal þeirra ástæðna að Úkraínumenn hafa verið svo staðráðnir í að halda Bakhmut, þrátt fyrir að finna mætti betri varnarstöður vestur við bæinn, er að þeir vildu þvinga Rússa til að sækja fram gegn vörnum Úkraínumanna í bænum. Það kostar skotfæri og hermenn og gerði Rússum erfiðara að undirbúa varnir sínar fyrir væntanlega gagnárás Úkraínumanna á næstu vikum. Sjá einnig: Af hverju vilja Úkraínumenn halda Bakhmut? Wagner hefur náð hægum og kostnaðarsömum árangri í Bakhmut og hafa nú næstum því náð bænum að fullu. Í vetur komust Rússar nærri því að umkringja bæinn en voru stöðvaðir og á undanförnum dögum eru Úkraínumenn sagðir hafa rekið Rússa aftur í jöðrum Bakhmut. Sá árangur virðist þó ekki umfangsmikill. Sagði Úkraínumönnum að sækja að Krímskaga Talið er að Rússar, og þá aðallega Wagner, hafi orðið fyrir gífurlega miklu mannfalli í Bakhmut. Í janúar, þegar málaliðar Wagner voru að deyja í þúsundatali, bauðst Prigozhin fyrst til þess segja Úkraínumönnum hvar þeir gætu fundið rússneska hermenn í skiptum fyrir að þeir hörfuðu frá Bakhmut. Myndirnar sem Teixeira birti á Discord benda samkvæmt WP til þess að Prigozhin hafi talað við útsendara HUR í síma nokkrum sinnum og hann hafi sömuleiðis fundað með þeim í persónu í Afríku, þar sem Wagner er með umtalsverða viðveru í nokkrum ríkjum. Í þessum samskiptum mun auðjöfurinn hafa kvartað yfir því mannfalli sem Wagner hafði orðið fyrir og yfir því að Úkraínumenn væru ekki að herja nógu hart á rússneska herinn. Hann mun sömuleiðis hafa sagt Úkraínumönnum að Rússar ættu í vandræðum með skotfæri og að best væri fyrir Úkraínumenn að sækja fram í átt að Krímskaga, þar sem varnir Rússa væru veikar og baráttuandi hermanna lélegur. Þá kemur fram í myndunum að ráðamenn í Kænugarði hafi grunað að í Kreml vissu menn af samskiptum Prigozhin við Úkraínumenn. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Selenskí í óvæntri heimsókn á Bretlandseyjum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti heldur áfram ferðalagi sínu og í morgun mætti hann í óvænta heimsókn til Bretlands, þar sem hann mun funda með forsætisráðherranum Rishi Sunak. 15. maí 2023 07:03 Ræðir vopn og nánara samstarf við þýska leiðtoga Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, er nú í Þýskalandi í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í heimaland hans í fyrra. Hann segist ætla að ræða hernaðaraðstoð og aðild að Evrópusambandinu og NATO í heimsókninni. Ítalskir leiðtogar hétu honum áframhaldandi stuðningi í Róm í gær. 14. maí 2023 07:57 Konur berjast við Rússa á öllum vígstöðvum í Úkraínu Þingkona frá Úkraínu segir konur ekki vera fórnarlömb innrásar Rússa í Úkraínu fremur en karla og börn því þær taki þátt í að verja landið á öllum vígstöðvum. Mikilvægast af öllu væri að frelsa fólk á herteknum svæðum og draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi þeirra. 12. maí 2023 19:30 Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12 Breskar stýriflaugar fluttar til Úkraínu Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, staðfesti í dag að Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum stýriflaugar sem þeir hafa verið að kalla eftir í marga mánuði. Úkraínumenn hafa skuldbundið sig til að nota flaugarnar ekki til árása innan landamæra Rússlands. 11. maí 2023 13:31 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Sjá meira
Washington Post vísar í hinn svokallaða Discord leka þar sem starfsmaður þjóðvarðliðs Bandaríkjanna birti myndir af leynilegum gögnum á Discord-spjallborði, og segir að ekki komi fram að Prigozhin hafi sagt hvaða hersveitir hann ætlaði að benda á. Í frétt Washington Post segir að tveir úkraínskir embættismenn hafi staðfest að Prigozhin hafi nokkrum sinnum rætt við leyniþjónustu Úkraínu sem gengur undir nafninu HUR. Hann er sagður hafa tvisvar sinnum boðið Úkraínumönnum staðsetningar rússneskra hermanna í skiptum fyrir að þeir hörfuðu frá Bakhmut en ráðamenn í Kænugarði höfnuðu honum þar sem þeir treystu honum ekki. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, vildi ekkert um málið segja í viðtali við miðilinn fyrr í mánuðinum og sagðist mótfallinn því að verið væri að tala um lekann, því það hagnaðist Rússum. Birti myndir af leynilegum gögnum Discord-lekinn svokallaði kemur frá Jack Teixeira. Hann starfaði fyrir leyniþjónustudeild flugþjóðvarðliðs Bandaríkjanna sem tók við leynilegum upplýsingum úr ýmsum áttum og býr til kynningarefni fyrir æðstu yfirmenn varnarmálaráðuneytisins og ráðamenn. Teixeira birti mikinn fjölda mynda sem hann tók af þessu kynningarefni á fámennu spjallborði á Discord en hann var handtekinn skömmu eftir að margar af myndunum fóru í dreifingu á netinu. Flestar myndirnar hafa þó aldrei litið dagsins ljós. Hefur deilt við yfirmenn hersins Prigozhin hefur um mánaða skeið átt í miklum og opinberum deilum við forsvarsmenn rússneska hersins. Hann hefur ítrekað verið mjög harðorður í garð Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Valery Gerasimov, formanns herforingjaráðs Rússlands. Meðal annars hefur Prigozhin sakað þá um landráð og um að reyna að gera útaf við Wagner með því að styðja ekki sókn hópsins í Bakhmut nægjanlega. Auðjöfurinn hefur sömuleiðis átt í persónulegu sambandi við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gegnum árin en hve gott það samband er er óljóst en Prigozhin er talinn hafa mögulega lofað Pútín að hann myndi hertaka Wagner fyrir 9. maí. Yevgeny Prigozhin hefur birt fjölmörg myndbönd þar sem hann gagnrýnir forsvarsmenn Rússneska hersins harðlega. Í einu slíku, sem hann birti fyrr í mánuðinum, sýndi hann tugi líka málaliða og sagði þá hafa fallið vegna skotfæraskorts. Hann sakaði herinn um að halda vísvitandi aftur af skotfærasendingum til málaliðahópsins.AP/Concord Meðal þeirra ástæðna að Úkraínumenn hafa verið svo staðráðnir í að halda Bakhmut, þrátt fyrir að finna mætti betri varnarstöður vestur við bæinn, er að þeir vildu þvinga Rússa til að sækja fram gegn vörnum Úkraínumanna í bænum. Það kostar skotfæri og hermenn og gerði Rússum erfiðara að undirbúa varnir sínar fyrir væntanlega gagnárás Úkraínumanna á næstu vikum. Sjá einnig: Af hverju vilja Úkraínumenn halda Bakhmut? Wagner hefur náð hægum og kostnaðarsömum árangri í Bakhmut og hafa nú næstum því náð bænum að fullu. Í vetur komust Rússar nærri því að umkringja bæinn en voru stöðvaðir og á undanförnum dögum eru Úkraínumenn sagðir hafa rekið Rússa aftur í jöðrum Bakhmut. Sá árangur virðist þó ekki umfangsmikill. Sagði Úkraínumönnum að sækja að Krímskaga Talið er að Rússar, og þá aðallega Wagner, hafi orðið fyrir gífurlega miklu mannfalli í Bakhmut. Í janúar, þegar málaliðar Wagner voru að deyja í þúsundatali, bauðst Prigozhin fyrst til þess segja Úkraínumönnum hvar þeir gætu fundið rússneska hermenn í skiptum fyrir að þeir hörfuðu frá Bakhmut. Myndirnar sem Teixeira birti á Discord benda samkvæmt WP til þess að Prigozhin hafi talað við útsendara HUR í síma nokkrum sinnum og hann hafi sömuleiðis fundað með þeim í persónu í Afríku, þar sem Wagner er með umtalsverða viðveru í nokkrum ríkjum. Í þessum samskiptum mun auðjöfurinn hafa kvartað yfir því mannfalli sem Wagner hafði orðið fyrir og yfir því að Úkraínumenn væru ekki að herja nógu hart á rússneska herinn. Hann mun sömuleiðis hafa sagt Úkraínumönnum að Rússar ættu í vandræðum með skotfæri og að best væri fyrir Úkraínumenn að sækja fram í átt að Krímskaga, þar sem varnir Rússa væru veikar og baráttuandi hermanna lélegur. Þá kemur fram í myndunum að ráðamenn í Kænugarði hafi grunað að í Kreml vissu menn af samskiptum Prigozhin við Úkraínumenn.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Selenskí í óvæntri heimsókn á Bretlandseyjum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti heldur áfram ferðalagi sínu og í morgun mætti hann í óvænta heimsókn til Bretlands, þar sem hann mun funda með forsætisráðherranum Rishi Sunak. 15. maí 2023 07:03 Ræðir vopn og nánara samstarf við þýska leiðtoga Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, er nú í Þýskalandi í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í heimaland hans í fyrra. Hann segist ætla að ræða hernaðaraðstoð og aðild að Evrópusambandinu og NATO í heimsókninni. Ítalskir leiðtogar hétu honum áframhaldandi stuðningi í Róm í gær. 14. maí 2023 07:57 Konur berjast við Rússa á öllum vígstöðvum í Úkraínu Þingkona frá Úkraínu segir konur ekki vera fórnarlömb innrásar Rússa í Úkraínu fremur en karla og börn því þær taki þátt í að verja landið á öllum vígstöðvum. Mikilvægast af öllu væri að frelsa fólk á herteknum svæðum og draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi þeirra. 12. maí 2023 19:30 Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12 Breskar stýriflaugar fluttar til Úkraínu Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, staðfesti í dag að Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum stýriflaugar sem þeir hafa verið að kalla eftir í marga mánuði. Úkraínumenn hafa skuldbundið sig til að nota flaugarnar ekki til árása innan landamæra Rússlands. 11. maí 2023 13:31 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Sjá meira
Selenskí í óvæntri heimsókn á Bretlandseyjum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti heldur áfram ferðalagi sínu og í morgun mætti hann í óvænta heimsókn til Bretlands, þar sem hann mun funda með forsætisráðherranum Rishi Sunak. 15. maí 2023 07:03
Ræðir vopn og nánara samstarf við þýska leiðtoga Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, er nú í Þýskalandi í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í heimaland hans í fyrra. Hann segist ætla að ræða hernaðaraðstoð og aðild að Evrópusambandinu og NATO í heimsókninni. Ítalskir leiðtogar hétu honum áframhaldandi stuðningi í Róm í gær. 14. maí 2023 07:57
Konur berjast við Rússa á öllum vígstöðvum í Úkraínu Þingkona frá Úkraínu segir konur ekki vera fórnarlömb innrásar Rússa í Úkraínu fremur en karla og börn því þær taki þátt í að verja landið á öllum vígstöðvum. Mikilvægast af öllu væri að frelsa fólk á herteknum svæðum og draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi þeirra. 12. maí 2023 19:30
Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12
Breskar stýriflaugar fluttar til Úkraínu Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, staðfesti í dag að Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum stýriflaugar sem þeir hafa verið að kalla eftir í marga mánuði. Úkraínumenn hafa skuldbundið sig til að nota flaugarnar ekki til árása innan landamæra Rússlands. 11. maí 2023 13:31