Óttast að biðlisti eftir leikskólaplássi sé lengri en tölur gefi til kynna Helena Rós Sturludóttir skrifar 13. ágúst 2023 13:45 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni óttast að biðlisti eftir leikskólaplássi geti verið lengri en tölur gefa til kynna. Dæmi séu um að foreldrar hafi fengið boð um vistun en séu algjörri óvissu um hvenær börnin þeirra fái að byrja. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í kvöldfréttum stöðvar tvö í vikunni að staðan í leikskólamálum borgarinnar væri betri en í flestum öðrum sveitarfélögum, þrátt fyrir að hann teldi stöðuna verða svipaða í ár og undanfarin ár. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýndi ummæli borgarstjóra í kjölfarið og sagði fullyrðingar hans um góða stöðu hreinan dónaskap við áhyggjufulla foreldra. Í byrjun sumars hafi um 800 börn verið á biðlista eftir plássi. „Mjög margir foreldrar hafa verið í sambandi við mig. Fólk sem hefur fengið boð um vistun og er ekki lengur á þessum biðlista en er í algjörri óvissu um hvenær börnin þeirra fái að byrja,“ segir Hildur. Fólki hafi verið tilkynnt að barnið geti ekki hafið leikskólavist í ágúst og að ferlið sé að dragast á langinn. „Þannig ég svona tek kannski ekkert alveg mark á þessum listum og hræðist má að þessi listi gæti verið lengri en tölurnar gefa til kynna,“ segir hún. Ummæli borgarstjóra um stöðuna séu ótrúleg. „Ekki síst fyrir þær sakir að tölurnar sína okkur að staðan er að versna ár frá ári. Þannig hún er ekki sú sama og síðasta ár, hún er verri núna. Meðalaldurinn er alltaf að hækka hjá þeim börnum sem eru að hefja inngöngu á leikskóla. Það er eitt, það er ekki heldur rétt hjá borgarstjóra að staðan hér sé betri en í mörgum öðrum sveitarfélögum í kringum okkur, hún er verri og ég hef það eftir ábyrgum heimildum,“ útskýrir Hildur. Vandinn sé ekki viðurkenndur af þeim sem fari með áhrif í borginni um það snúist vandamálið. Í sumar hafi meðalaldur barna sem eru að hefja leikskóla verið kominn upp í 22 mánuði. „Þannig að við erum að sjá að staðan er að versna. Þessi loforð sem við sáum í kosningum um að Samfylking ætlaði að færa þennan aldur niður í tólf mánuði hafa bara alls ekki staðist, þvert á móti,“ segir Hildur. Leikskólar Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Staðan sé að versna í leikskólamálunum Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. 2. ágúst 2023 20:01 Dauðadæmt loforð um leikskólapláss Loforð um leikskólapláss fyrir öll tólf mánaða börn í Reykjavík var dauðadæmt frá byrjun, að mati leikskólastjóra sem ekki hefur getað boðið neinu barni fæddu 2021 pláss. Það sé enn fremur ekki endilega börnunum fyrir bestu að byrja á leikskóla 12 mánaða. 16. ágúst 2022 21:01 „Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. 11. ágúst 2022 23:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í kvöldfréttum stöðvar tvö í vikunni að staðan í leikskólamálum borgarinnar væri betri en í flestum öðrum sveitarfélögum, þrátt fyrir að hann teldi stöðuna verða svipaða í ár og undanfarin ár. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýndi ummæli borgarstjóra í kjölfarið og sagði fullyrðingar hans um góða stöðu hreinan dónaskap við áhyggjufulla foreldra. Í byrjun sumars hafi um 800 börn verið á biðlista eftir plássi. „Mjög margir foreldrar hafa verið í sambandi við mig. Fólk sem hefur fengið boð um vistun og er ekki lengur á þessum biðlista en er í algjörri óvissu um hvenær börnin þeirra fái að byrja,“ segir Hildur. Fólki hafi verið tilkynnt að barnið geti ekki hafið leikskólavist í ágúst og að ferlið sé að dragast á langinn. „Þannig ég svona tek kannski ekkert alveg mark á þessum listum og hræðist má að þessi listi gæti verið lengri en tölurnar gefa til kynna,“ segir hún. Ummæli borgarstjóra um stöðuna séu ótrúleg. „Ekki síst fyrir þær sakir að tölurnar sína okkur að staðan er að versna ár frá ári. Þannig hún er ekki sú sama og síðasta ár, hún er verri núna. Meðalaldurinn er alltaf að hækka hjá þeim börnum sem eru að hefja inngöngu á leikskóla. Það er eitt, það er ekki heldur rétt hjá borgarstjóra að staðan hér sé betri en í mörgum öðrum sveitarfélögum í kringum okkur, hún er verri og ég hef það eftir ábyrgum heimildum,“ útskýrir Hildur. Vandinn sé ekki viðurkenndur af þeim sem fari með áhrif í borginni um það snúist vandamálið. Í sumar hafi meðalaldur barna sem eru að hefja leikskóla verið kominn upp í 22 mánuði. „Þannig að við erum að sjá að staðan er að versna. Þessi loforð sem við sáum í kosningum um að Samfylking ætlaði að færa þennan aldur niður í tólf mánuði hafa bara alls ekki staðist, þvert á móti,“ segir Hildur.
Leikskólar Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Staðan sé að versna í leikskólamálunum Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. 2. ágúst 2023 20:01 Dauðadæmt loforð um leikskólapláss Loforð um leikskólapláss fyrir öll tólf mánaða börn í Reykjavík var dauðadæmt frá byrjun, að mati leikskólastjóra sem ekki hefur getað boðið neinu barni fæddu 2021 pláss. Það sé enn fremur ekki endilega börnunum fyrir bestu að byrja á leikskóla 12 mánaða. 16. ágúst 2022 21:01 „Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. 11. ágúst 2022 23:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Staðan sé að versna í leikskólamálunum Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. 2. ágúst 2023 20:01
Dauðadæmt loforð um leikskólapláss Loforð um leikskólapláss fyrir öll tólf mánaða börn í Reykjavík var dauðadæmt frá byrjun, að mati leikskólastjóra sem ekki hefur getað boðið neinu barni fæddu 2021 pláss. Það sé enn fremur ekki endilega börnunum fyrir bestu að byrja á leikskóla 12 mánaða. 16. ágúst 2022 21:01
„Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. 11. ágúst 2022 23:00