Flugmaður dó eftir brotlendingu í kynjaveislu Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2023 10:43 Flugmaður lét lífið í Mexíkó á sunnudaginn þegar annar vængur flugvéla hans rifnaði af. Þá var flugmaðurinn að taka þátt í kynjaveislu og notaði hann flugvélina til að dreifa bleikum reyk yfir veislugesti, til marks um það að parið sem hélt veisluna var að eignast stúlkubarn. Flugvélin brotlenti skammt frá en nokkrir gestir í veislunni og parið sem hélt veisluna virtust ekki taka eftir því. Samkvæmt frétt CNN lést flugmaðurinn á sjúkrahúsi skömmu síðar. Héraðsmiðillinn Línea Directa segir flugmanninn hafa verið 32 ára gamlan og hét hann Luis Ángel. Engan annan sakaði í slysinu. Pilot killed after his Piper PA-25 left wing failed at a gender reveal party in the town of San Pedro, Mexico. pic.twitter.com/6JILK7fsGm— Breaking Aviation News & Videos (@aviationbrk) September 3, 2023 Kynjaveislur eru tiltölulega nýjar af nálinni en þær voru notaðar til að tilkynna nánustu ættingjum para kyn væntanlegs barns þeirra. Veislurnar hafa undið upp á sig og þá sérstaklega vestanhafs. Í Arisóna árið 2017 voru veislugestir látnir skjóta tvö skotmörk sem voru merkt „Drengur“ og „stúlka“. Rétta skotmarkið sprakk svo í loft upp, með bláum reyk. Sprengingin kveikti þó í nærliggjandi gróðri og úr varð umfangsmikill skógareldur. Parinu var á endanum gert að greiða rúmar átta milljónir dala í skaðabætur. Það samsvarar um milljarði króna en í heildina brunnu um nítján þúsund hektarar. Sambærilega sögu er að segja frá kynjaveislu í Kaliforníu árið 2020. Sú kynjaveisla leiddi til El Dorado eldana. Minnst einn slökkviliðsmaður dó við að berjast gegn eldunum og fjölmargir særðust. Eldarnir loguðu í 24 daga og minnst fimm heimili brunnu til grunna og fjögur skemmdust. Réttarhöld gegn parinu eiga að hefjast á þessu ári en þau standa frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist. Í Iowa árið 2019 smíðaði par óvitandi rörasprengju sem innihélt litað skraut. Þegar sprengjan var sprengd, sprakk rörið og dreifðust sprengibrot víða. Ein amma barnsins sem verið var að opinbera varð fyrir sprengibroti og dó á staðnum. Árið 2021 dó bandarískur maður sem átti von á sínu fyrsta barni er hann var að smíða einhvers konar sprengju sem nota á til að afhjúpa kyn barnsins. Bróðir mannsins slasaðist einnig þegar sprengingin varð. Mexíkó Börn og uppeldi Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Flugvélin brotlenti skammt frá en nokkrir gestir í veislunni og parið sem hélt veisluna virtust ekki taka eftir því. Samkvæmt frétt CNN lést flugmaðurinn á sjúkrahúsi skömmu síðar. Héraðsmiðillinn Línea Directa segir flugmanninn hafa verið 32 ára gamlan og hét hann Luis Ángel. Engan annan sakaði í slysinu. Pilot killed after his Piper PA-25 left wing failed at a gender reveal party in the town of San Pedro, Mexico. pic.twitter.com/6JILK7fsGm— Breaking Aviation News & Videos (@aviationbrk) September 3, 2023 Kynjaveislur eru tiltölulega nýjar af nálinni en þær voru notaðar til að tilkynna nánustu ættingjum para kyn væntanlegs barns þeirra. Veislurnar hafa undið upp á sig og þá sérstaklega vestanhafs. Í Arisóna árið 2017 voru veislugestir látnir skjóta tvö skotmörk sem voru merkt „Drengur“ og „stúlka“. Rétta skotmarkið sprakk svo í loft upp, með bláum reyk. Sprengingin kveikti þó í nærliggjandi gróðri og úr varð umfangsmikill skógareldur. Parinu var á endanum gert að greiða rúmar átta milljónir dala í skaðabætur. Það samsvarar um milljarði króna en í heildina brunnu um nítján þúsund hektarar. Sambærilega sögu er að segja frá kynjaveislu í Kaliforníu árið 2020. Sú kynjaveisla leiddi til El Dorado eldana. Minnst einn slökkviliðsmaður dó við að berjast gegn eldunum og fjölmargir særðust. Eldarnir loguðu í 24 daga og minnst fimm heimili brunnu til grunna og fjögur skemmdust. Réttarhöld gegn parinu eiga að hefjast á þessu ári en þau standa frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist. Í Iowa árið 2019 smíðaði par óvitandi rörasprengju sem innihélt litað skraut. Þegar sprengjan var sprengd, sprakk rörið og dreifðust sprengibrot víða. Ein amma barnsins sem verið var að opinbera varð fyrir sprengibroti og dó á staðnum. Árið 2021 dó bandarískur maður sem átti von á sínu fyrsta barni er hann var að smíða einhvers konar sprengju sem nota á til að afhjúpa kyn barnsins. Bróðir mannsins slasaðist einnig þegar sprengingin varð.
Mexíkó Börn og uppeldi Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira