Svona var þetta bara Anna Steinsen skrifar 15. september 2023 06:00 Þegar ég var yngri átti ég fyrirmynd. Ég vissi ekki á þeim tíma að hún væri fyrirmyndin mín enda var ég ekkert sérstaklega að pæla í því. Þetta var og er systir mín, 12 árum eldri og íþróttakona. Æfði handbolta, fótbolta og badminton. Arna systir komst í landsliðið í handbolta og fótbolta og varð seinna meir fyrsta konan til að þjálfa unglingalandslið kvenna í fótbolta. Aldrei pældi ég í þessu, svona var þetta bara en fyrir framan mig var mín helsta fyrirmynd í íþróttum. Í þá daga, kringum 1985, var landsliði kvenna í fótbolta komið á laggirnar í fyrsta skipti. Svo var það lagt niður í nokkur ár því það var ekki til nægur peningur til að halda úti bæði landsliði kvenna og karla. Það þótti bara eðlilegt. Þegar landslið kvenna í fótbolta fór af stað á ný þá var enginn læknir með kvennaliðinu, bara karla liðinu. Strákarnir fengu yfirleitt meira og stelpurnar minna. Svo fór ég sjálf að æfa íþróttir. Gerði alveg eins og systir mín, æfði handbolta, fótbolta og badminton. Komst í unglingalandsliðið og fetaði í fótspor systur minnar eins og ég gat. Hún var búin að ryðja veginn ásamt öllum íþróttakonunum sem komu á undan minni kynslóð og við héldum svo áfram. Ég man að mér fannst alveg eðlilegt að við fengjum ekki sömu góðu æfingatímana og strákarnir, fengjum ekki að spila á aðalgrasinu eins og þeir, ekki að æfa í skrúfutakkaskónum á grasinu eins og þeir og svo framvegis. En með árunum komu breytingar til hins betra. 21% atvinnukvenna í íþróttum beittar ofbeldi Við erum komin langa leið. Í dag eru íþróttafélög, mörg hver, að gera góða hluti í að jafna hlut kvenna og karla en við erum enn langt frá því að ná jafnrétti innan íþrótta. Karlar í fótbolta fá enn miklu hærri laun heldur en konur í fótbolta. Samt leggja þau sig jafnmikið fram og eyða jafnmiklum tíma í íþróttina. Er það bara í lagi? Í nýrri samantekt UN Women og UNESCO um kynbundið ofbeldi og stöðu kvenna innan íþrótta kemur fram að í greininni ríkir enn mikið kynjamisrétti. Ójöfn dreifing valds og fjármagns er einnig við lýði innan íþrótta, þar sem karlar skipa flestar stjórnunarstöður og íþróttamenn fá hærri laun og betri aðbúnað en íþróttakonur. Íþróttakonur um allan heim búa enn þá við það úrelda viðhorf að þær afli íþróttafélögum og –samböndum lægri tekna og því ætti síður að fjárfesta í þeim. Skýrsla UN Women og UNESCO leiddi einnig í ljós að 21% atvinnukvenna í íþróttum voru beittar kynferðislegu ofbeldi sem barn í íþróttum. Það er tvöfalt hærra hlutfall en meðal atvinnumanna í íþróttum. Næsta kynslóð mun læra af spænsku heimsmeisturunum Nýverið reis spænska landslið kvenna, nýorðnar heimsmeistarar, upp gegn spænska knattspyrnusambandinu. Sættu sig ekki við orðinn hlut, settu mörk, stóðu saman og breyttu. Því nú eru hlutirnir (sem þóttu einu sinni í lagi) ekki í lagi. Þvílíkar fyrirmyndir sem þær eru fyrir ungar stelpur. Kannski gera þær sér ekki grein fyrir því, hvorki landsliðskonurnar né ungu stúlkurnar. Þær eru samt að skrifa söguna. Sú kynslóð íþróttakvenna sem kemur á eftir mun læra af þeim og halda áfram að breyta og krefjast jafnréttis og réttlætis. Það er því ótrúlega mikilvægt að sofna ekki á verðinum. Heldur halda áfram að berjast fyrir jafnrétti, því konur eiga jafnmikinn rétt á því að ná árangri í íþróttum eins og karlar. Ekkert kyn er framar öðru og íþróttirnar eiga að endurspegla það. Á allan hátt. Höfundur er stjórnarformaður UN Women á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fótbolti Spánn Mannréttindi Jafnréttismál Tengdar fréttir Koss dauðans hjá Rubiales Luis Rubiales hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Þetta staðfesti hann í spjallþætti með Piers Morgan í kvöld. 10. september 2023 20:22 Heilindi fótboltans geti verið í hættu Forráðamenn þýsku félaganna Dortmund og Bayern München hafa kallað eftir skýrara og harðara regluverki þegar kemur að eigu eignarhaldsfélaga á fleira en einu fótboltaliði. Skýrsla frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, segir heilindi Evrópuboltans geta verið í hættu. 9. september 2023 10:00 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var yngri átti ég fyrirmynd. Ég vissi ekki á þeim tíma að hún væri fyrirmyndin mín enda var ég ekkert sérstaklega að pæla í því. Þetta var og er systir mín, 12 árum eldri og íþróttakona. Æfði handbolta, fótbolta og badminton. Arna systir komst í landsliðið í handbolta og fótbolta og varð seinna meir fyrsta konan til að þjálfa unglingalandslið kvenna í fótbolta. Aldrei pældi ég í þessu, svona var þetta bara en fyrir framan mig var mín helsta fyrirmynd í íþróttum. Í þá daga, kringum 1985, var landsliði kvenna í fótbolta komið á laggirnar í fyrsta skipti. Svo var það lagt niður í nokkur ár því það var ekki til nægur peningur til að halda úti bæði landsliði kvenna og karla. Það þótti bara eðlilegt. Þegar landslið kvenna í fótbolta fór af stað á ný þá var enginn læknir með kvennaliðinu, bara karla liðinu. Strákarnir fengu yfirleitt meira og stelpurnar minna. Svo fór ég sjálf að æfa íþróttir. Gerði alveg eins og systir mín, æfði handbolta, fótbolta og badminton. Komst í unglingalandsliðið og fetaði í fótspor systur minnar eins og ég gat. Hún var búin að ryðja veginn ásamt öllum íþróttakonunum sem komu á undan minni kynslóð og við héldum svo áfram. Ég man að mér fannst alveg eðlilegt að við fengjum ekki sömu góðu æfingatímana og strákarnir, fengjum ekki að spila á aðalgrasinu eins og þeir, ekki að æfa í skrúfutakkaskónum á grasinu eins og þeir og svo framvegis. En með árunum komu breytingar til hins betra. 21% atvinnukvenna í íþróttum beittar ofbeldi Við erum komin langa leið. Í dag eru íþróttafélög, mörg hver, að gera góða hluti í að jafna hlut kvenna og karla en við erum enn langt frá því að ná jafnrétti innan íþrótta. Karlar í fótbolta fá enn miklu hærri laun heldur en konur í fótbolta. Samt leggja þau sig jafnmikið fram og eyða jafnmiklum tíma í íþróttina. Er það bara í lagi? Í nýrri samantekt UN Women og UNESCO um kynbundið ofbeldi og stöðu kvenna innan íþrótta kemur fram að í greininni ríkir enn mikið kynjamisrétti. Ójöfn dreifing valds og fjármagns er einnig við lýði innan íþrótta, þar sem karlar skipa flestar stjórnunarstöður og íþróttamenn fá hærri laun og betri aðbúnað en íþróttakonur. Íþróttakonur um allan heim búa enn þá við það úrelda viðhorf að þær afli íþróttafélögum og –samböndum lægri tekna og því ætti síður að fjárfesta í þeim. Skýrsla UN Women og UNESCO leiddi einnig í ljós að 21% atvinnukvenna í íþróttum voru beittar kynferðislegu ofbeldi sem barn í íþróttum. Það er tvöfalt hærra hlutfall en meðal atvinnumanna í íþróttum. Næsta kynslóð mun læra af spænsku heimsmeisturunum Nýverið reis spænska landslið kvenna, nýorðnar heimsmeistarar, upp gegn spænska knattspyrnusambandinu. Sættu sig ekki við orðinn hlut, settu mörk, stóðu saman og breyttu. Því nú eru hlutirnir (sem þóttu einu sinni í lagi) ekki í lagi. Þvílíkar fyrirmyndir sem þær eru fyrir ungar stelpur. Kannski gera þær sér ekki grein fyrir því, hvorki landsliðskonurnar né ungu stúlkurnar. Þær eru samt að skrifa söguna. Sú kynslóð íþróttakvenna sem kemur á eftir mun læra af þeim og halda áfram að breyta og krefjast jafnréttis og réttlætis. Það er því ótrúlega mikilvægt að sofna ekki á verðinum. Heldur halda áfram að berjast fyrir jafnrétti, því konur eiga jafnmikinn rétt á því að ná árangri í íþróttum eins og karlar. Ekkert kyn er framar öðru og íþróttirnar eiga að endurspegla það. Á allan hátt. Höfundur er stjórnarformaður UN Women á Íslandi
Koss dauðans hjá Rubiales Luis Rubiales hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Þetta staðfesti hann í spjallþætti með Piers Morgan í kvöld. 10. september 2023 20:22
Heilindi fótboltans geti verið í hættu Forráðamenn þýsku félaganna Dortmund og Bayern München hafa kallað eftir skýrara og harðara regluverki þegar kemur að eigu eignarhaldsfélaga á fleira en einu fótboltaliði. Skýrsla frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, segir heilindi Evrópuboltans geta verið í hættu. 9. september 2023 10:00
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar