Breiðablik batt enda á sigurgöngu Ten5ion Snorri Már Vagnsson skrifar 26. september 2023 22:36 Breiðablik varð fyrsta liðið á tímabilinu til að vinna sigur gegn Ten5ion er liðin mættust í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO fyrr í kvöld. Viðureignin fór fram á Ancient, en hún var sú fyrsta á tímabilinu til að eiga sér stað þar. Leikmenn Breiðabliks tóku hnífalotuna í upphafi leiks og kusu að byrja í vörn í fyrri hálfleik. Bæði lið áttu góðar lotur en Blikar höfðu yfirhöndina framan af leik. Ten5ion náði aðeins að taka eina lotu gegn fimm lotum Breiðabliks sem leit út fyrir að líða vel á Ancient. Ten5ion tókst hins vegar að halda sér í samkeppnisstöðu og tók þrjár lotur til viðbótar, staðan þá 6-4. Blikar áttu margar góðar spari-lotur í fyrri hálfleik, þar sem Ten5ion var með betri byssur en skotfimi Blika virtist þó trompa vopnakost andstæðinganna. Leikmenn Breiðabliks tóku leikinn þá föstum tökum undir lok fyrri hálfleiks og sigruðu lotu eftir lotu og fóru inn í hálfleikinn með forystuna. Staðan í hálfleik: 11-5 Leikmenn Ten5ion mættu í vörn í seinni hálfleik með stórt verkefni frammi fyrir sér en sáu þó vonarglætu þegar þeir tóku fyrstu lotu seinni hálfleiks. Blikar voru þó enn með leikinn í föstum tökum og tóku næstu fjórar lotur til að koma sér í úrslitalotu í stöðunni 15-6. Ten5ion náði einni lotu til baka en yfirburðir Breiðabliks voru þeim um of og sigurinn sigldi í höfn leikmanna Breiðabliks. Lokatölur: 16-7 Breiðablik fann þar með sinn fyrsta sigur á tímabilinu og sitja í 7. sæti með aðeins 2 stig. Ten5ion halda 3. sætinu þó áfram með 4 stig Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Viðureignin fór fram á Ancient, en hún var sú fyrsta á tímabilinu til að eiga sér stað þar. Leikmenn Breiðabliks tóku hnífalotuna í upphafi leiks og kusu að byrja í vörn í fyrri hálfleik. Bæði lið áttu góðar lotur en Blikar höfðu yfirhöndina framan af leik. Ten5ion náði aðeins að taka eina lotu gegn fimm lotum Breiðabliks sem leit út fyrir að líða vel á Ancient. Ten5ion tókst hins vegar að halda sér í samkeppnisstöðu og tók þrjár lotur til viðbótar, staðan þá 6-4. Blikar áttu margar góðar spari-lotur í fyrri hálfleik, þar sem Ten5ion var með betri byssur en skotfimi Blika virtist þó trompa vopnakost andstæðinganna. Leikmenn Breiðabliks tóku leikinn þá föstum tökum undir lok fyrri hálfleiks og sigruðu lotu eftir lotu og fóru inn í hálfleikinn með forystuna. Staðan í hálfleik: 11-5 Leikmenn Ten5ion mættu í vörn í seinni hálfleik með stórt verkefni frammi fyrir sér en sáu þó vonarglætu þegar þeir tóku fyrstu lotu seinni hálfleiks. Blikar voru þó enn með leikinn í föstum tökum og tóku næstu fjórar lotur til að koma sér í úrslitalotu í stöðunni 15-6. Ten5ion náði einni lotu til baka en yfirburðir Breiðabliks voru þeim um of og sigurinn sigldi í höfn leikmanna Breiðabliks. Lokatölur: 16-7 Breiðablik fann þar með sinn fyrsta sigur á tímabilinu og sitja í 7. sæti með aðeins 2 stig. Ten5ion halda 3. sætinu þó áfram með 4 stig
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira