ÍBV sá aldrei til sólar gegn Ten5ion Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. október 2023 23:00 Leikmennirnir Pressi og Pat. Rafíþróttasamband Íslands Ten5ion er komið upp í 3. sæti Ljósleiðaradeildarinnar eftir öruggan 16-7 sigur á ÍBV. Leikurinn fór fram á Mirage þar sem Ten5ion komu sér fyrir í vörn í fyrri hálfleik. Ten5ion áttu miklu betri byrjun í leiknum og tóku mikla stjórn á leiknum og sigruðu fyrstu 5 lotur en loks í sjöttu lotu náðu leikmenn ÍBV að koma sprengjunni niður á A-svæði Mirage og tóku sína fyrstu lotu, staðan þá 5-1. ÍBV voru þó hvergi nærri af baki dottnir í fyrri hálfleik, en þeir voru duglegir að taka A-svæði Mirage og koma sprengjunni niður. Þeir hótuðu Ten5ion-mönnum mikið eftir að sprengjan kom niður og tóku þannig lotu eftir lotu og minnkuðu muninn í 7-5. Einna helst stóð upp úr í fyrri hálfleik að Shine, leikmaður ÍBV felldi þrjá leikmenn Ten5ion með einni handsprengju í eldhúsinu hjá B-svæðinu. Ten5ion létu það þó ekki á sig fá og sigruðu fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik: 9-6 Seinni hálfleikur stefndi í einstefnu með Ten5ion í sókninni, Dezt og Blick, leikmenn Ten5ion voru báðir með yfir 20 fellur og stjórnuðu þeir nánast hverri einustu lotu. ÍBV sá hvergi til sólar í seinni hálfleik en þeir sigruðu aðeins eina lotu. Ten5ion spiluðu djarfa sókn og felldu andstæðinga sína trekk í trekk og stóðu að lokum með sigurinn í höndum sér. Lokatölur: 16-7 Ten5ion eru þar með komnir í 3. sæti Ljósleiðaradeildarinanr en þeir eru nú með 6 stig og jafnir Þór og Ármanni á stigum. ÍBV eru enn á botni deildarinnar með 0 stig en þeir þurfa að leita enn frekar að sínum fyrsta sigri. Rafíþróttir Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Leikurinn fór fram á Mirage þar sem Ten5ion komu sér fyrir í vörn í fyrri hálfleik. Ten5ion áttu miklu betri byrjun í leiknum og tóku mikla stjórn á leiknum og sigruðu fyrstu 5 lotur en loks í sjöttu lotu náðu leikmenn ÍBV að koma sprengjunni niður á A-svæði Mirage og tóku sína fyrstu lotu, staðan þá 5-1. ÍBV voru þó hvergi nærri af baki dottnir í fyrri hálfleik, en þeir voru duglegir að taka A-svæði Mirage og koma sprengjunni niður. Þeir hótuðu Ten5ion-mönnum mikið eftir að sprengjan kom niður og tóku þannig lotu eftir lotu og minnkuðu muninn í 7-5. Einna helst stóð upp úr í fyrri hálfleik að Shine, leikmaður ÍBV felldi þrjá leikmenn Ten5ion með einni handsprengju í eldhúsinu hjá B-svæðinu. Ten5ion létu það þó ekki á sig fá og sigruðu fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik: 9-6 Seinni hálfleikur stefndi í einstefnu með Ten5ion í sókninni, Dezt og Blick, leikmenn Ten5ion voru báðir með yfir 20 fellur og stjórnuðu þeir nánast hverri einustu lotu. ÍBV sá hvergi til sólar í seinni hálfleik en þeir sigruðu aðeins eina lotu. Ten5ion spiluðu djarfa sókn og felldu andstæðinga sína trekk í trekk og stóðu að lokum með sigurinn í höndum sér. Lokatölur: 16-7 Ten5ion eru þar með komnir í 3. sæti Ljósleiðaradeildarinanr en þeir eru nú með 6 stig og jafnir Þór og Ármanni á stigum. ÍBV eru enn á botni deildarinnar með 0 stig en þeir þurfa að leita enn frekar að sínum fyrsta sigri.
Rafíþróttir Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira