Segja Rússa taka eigin hermenn af lífi Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2023 13:37 John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, fór hörðum orðum um yfirmenn í rússneska hernum í gærkvöldi. AP/Susan Walsh Yfirmenn í rússneska hernum taka eigin hermenn sem neita að fylgja skipunum af lífi og hafa hótað því að myrða heilu hersveitirnar, hörfi þær af víglínunum í Úkraínu. Þykir það til marks um lélegan baráttuanda rússneskra hersveita. Þetta sagði John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, á blaðamannafundi í gærkvöldi. „Það er forkastanlegt að hugsa um að þú myndir taka eigin hermenn af lífi því þeir vildu ekki fylgja skipunum og nú hóta þeir að taka heilu herdeildirnar af lífi. Þetta er villimannslegt,“ sagði Kirby, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Ég held þetta sé einkenni þess að leiðtogar í rússneska hernum vita hversu illa þeir hafa staðið sig og hve illa þeir hafa haldið á spöðunum frá hernaðarlegu sjónarmiði.“ Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Rússar eru þó sagðir hafa misst gífurlega marga hermenn við Avdívka. Kirby sagði Rússa enn hafa getu til að sækja fram og að þeir gætu náð árangri á næstu mánuðum. Leiðtogar rússneska hersins hefðu ítrekað sýnt fram á að þeim væri alveg sama um líf hermanna. Sjá einnig: Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju „Við teljum að þeir hafi misst þúsundir manna í þessari sókn,“ sagði Kirby. Hann sagði rússneska kvaðmenn illa búna, illa þjálfaða og óundirbúna fyrir átök. Þeir séu sendir fram í bylgjum, eins og Rússar hafa áður gert, til að veikja varnir Úkraínumanna. Þá sagði Kirby að sókn Rússa væri til minnis um að Vladimír Pútín, forseti Rússland, hefði ekki gefið vonir sínar um að ná tökum á allri Úkraínu upp á bátinn. Kirby sagði að nauðsynlegt væri að styðja áfram við bakið á Úkraínumönnum, svo lengi sem Rússar héldu innrásinni til streitu. Joe Biden, forseti, hefur þrýst á þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru með nauman meirihluta, um að samþykkja nýja tillögu hans um 61 milljarðs dala aðstoð handa Úkraínu, til langs tíma. Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir að umfangsmikið mannfall Rússa við Avdívka og missir þeirra á fjölmörgum bryn- og skriðdrekum muni líklega koma niður á sóknargetu þeirra til lengri tíma. Úkraínumenn segjast hafa fellt um fimm þúsund Rússa við Avdívka og grandað fjögur hundruð skrið- og bryndrekum. Þessar tölur eru að líkindum ýktar en myndefni eins og myndbönd úr drónum og gervihnattamyndir sýna að mannfall meðal Rússa hefur verið gífurlegt. Í nýjustu dagsskýrslu hugveitunnar er vísað í varaliðsmann úkraínska hersins um að svo virðist sem dregið hafi úr notkun Rússa á bryn- og skriðdrekum við Avdíka. Það gæti þýtt að Rússar séu að safna liði fyrir nýjar tilraunir til árása, þar sem útlit sé fyrir að frekara varalið hafi verið sent á vígstöðvarnar. Þar segir einnig að yfirmenn rússneska hersins muni þó vera í miklum vandræðum við að fylla upp í raðir sínar þegar kemur að skrið- og bryndrekum, vegna þess hve mörgum slíkum farartækjum hefur verið grandað við Avdívka. NEW: Heavy Russian equipment losses around #Avdiivka will likely undermine Russian offensive capabilities over the long term.Ukrainian forces marginally advanced on the east (left) bank of #Kherson Oblast and continued offensive operations near #Bakhmut and in western pic.twitter.com/YXa87Qel8q— ISW (@TheStudyofWar) October 27, 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Sjá meira
Þetta sagði John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, á blaðamannafundi í gærkvöldi. „Það er forkastanlegt að hugsa um að þú myndir taka eigin hermenn af lífi því þeir vildu ekki fylgja skipunum og nú hóta þeir að taka heilu herdeildirnar af lífi. Þetta er villimannslegt,“ sagði Kirby, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Ég held þetta sé einkenni þess að leiðtogar í rússneska hernum vita hversu illa þeir hafa staðið sig og hve illa þeir hafa haldið á spöðunum frá hernaðarlegu sjónarmiði.“ Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Rússar eru þó sagðir hafa misst gífurlega marga hermenn við Avdívka. Kirby sagði Rússa enn hafa getu til að sækja fram og að þeir gætu náð árangri á næstu mánuðum. Leiðtogar rússneska hersins hefðu ítrekað sýnt fram á að þeim væri alveg sama um líf hermanna. Sjá einnig: Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju „Við teljum að þeir hafi misst þúsundir manna í þessari sókn,“ sagði Kirby. Hann sagði rússneska kvaðmenn illa búna, illa þjálfaða og óundirbúna fyrir átök. Þeir séu sendir fram í bylgjum, eins og Rússar hafa áður gert, til að veikja varnir Úkraínumanna. Þá sagði Kirby að sókn Rússa væri til minnis um að Vladimír Pútín, forseti Rússland, hefði ekki gefið vonir sínar um að ná tökum á allri Úkraínu upp á bátinn. Kirby sagði að nauðsynlegt væri að styðja áfram við bakið á Úkraínumönnum, svo lengi sem Rússar héldu innrásinni til streitu. Joe Biden, forseti, hefur þrýst á þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru með nauman meirihluta, um að samþykkja nýja tillögu hans um 61 milljarðs dala aðstoð handa Úkraínu, til langs tíma. Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir að umfangsmikið mannfall Rússa við Avdívka og missir þeirra á fjölmörgum bryn- og skriðdrekum muni líklega koma niður á sóknargetu þeirra til lengri tíma. Úkraínumenn segjast hafa fellt um fimm þúsund Rússa við Avdívka og grandað fjögur hundruð skrið- og bryndrekum. Þessar tölur eru að líkindum ýktar en myndefni eins og myndbönd úr drónum og gervihnattamyndir sýna að mannfall meðal Rússa hefur verið gífurlegt. Í nýjustu dagsskýrslu hugveitunnar er vísað í varaliðsmann úkraínska hersins um að svo virðist sem dregið hafi úr notkun Rússa á bryn- og skriðdrekum við Avdíka. Það gæti þýtt að Rússar séu að safna liði fyrir nýjar tilraunir til árása, þar sem útlit sé fyrir að frekara varalið hafi verið sent á vígstöðvarnar. Þar segir einnig að yfirmenn rússneska hersins muni þó vera í miklum vandræðum við að fylla upp í raðir sínar þegar kemur að skrið- og bryndrekum, vegna þess hve mörgum slíkum farartækjum hefur verið grandað við Avdívka. NEW: Heavy Russian equipment losses around #Avdiivka will likely undermine Russian offensive capabilities over the long term.Ukrainian forces marginally advanced on the east (left) bank of #Kherson Oblast and continued offensive operations near #Bakhmut and in western pic.twitter.com/YXa87Qel8q— ISW (@TheStudyofWar) October 27, 2023
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Sjá meira