Fyrirliði Lyngby: Held þetta sé verst dæmdi leikur sem ég hef spilað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2023 18:01 Rauða spjaldið fór á loft eftir aðeins 27 sekúndur. @LyngbyBoldklub Marcel Rømer, fyrirliði Íslendingaliðs Lyngby í knattspyrnu, var vægast sagt ósáttur eftir að liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar. Hann segir síðari leik liðsins gegn Fredericia þann verst dæmda á hans ferli en Lyngby missti mann af velli eftir 27 sekúndur. Lyngby mátti þola 3-2 tap í fyrri leiknum gegn Fredericia og var án Gylfa Þór Sigurðsson og Kolbeins Birgis Finnssonar í þeim síðari. Þar lenti liðið manni undir eftir 27 sekúndur eftir að Andreas Bjelland var dæmdur brotlegur sem aftasti maður. Það nýttu gestirnir sér og komust 1-0 yfir tíu mínútum síðar, staðan í einvíginu þá 4-2. Þó lærisveinar Freys Alexanderssonar hafi gert hvað þeir gátu þá fundu þeir ekki leið í gegnum vörn gestanna og eru úr leik í bikarnum. Rømer er engan veginn sáttur við dómara leiksins en í endursýningu sést að Bjelland nær til boltans sem fer þaðan af leikmanni Fredericia og inn fyrir vörn heimaliðsins. Þar sem Bjelland fer svo í leikmann Fredericia þá fékk hann rautt spjald fyrir að ræna upplögðu marktækifæri. „Ég er pirraður af því leikmennirnir á vellinum skáru ekki úr um úrslit leiksins. Í svona mikilvægum leik finnst mér að dómarinn verði að vera hundrað prósent viss. Línuvörðurinn sagðist ekki hafa séð þetta og það kemur mér á óvart,“ sagði Rømer, sem fór rakleiðis upp að aðstoðardómaranum sem var að því virtist í beinni sjónlínu. TIDLIGT RØDT OG FREDERICIA-FØRING De Kongeblå fik et rødt kort imod sig efter 40 sekunder, hvorfor det var op ad bakke fra start Gæsterne går til pause med en 0-1 og samlet 2-4-føring!#SammenForLyngby pic.twitter.com/BUYUO0qg4U— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) December 10, 2023 „Á hvað er hann að horfa? Hann sinnti ekki starfinu sínu. Eftir þetta missti dómarinn algjörlega stjórn á leiknum og náði henni aldrei aftur á meðan leik stóð,“ sagði Rømer að endingu. Lyngby er úr leik í danska bikarnum en situr í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 20 stig a loknum 17 leikjum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Lyngby mátti þola 3-2 tap í fyrri leiknum gegn Fredericia og var án Gylfa Þór Sigurðsson og Kolbeins Birgis Finnssonar í þeim síðari. Þar lenti liðið manni undir eftir 27 sekúndur eftir að Andreas Bjelland var dæmdur brotlegur sem aftasti maður. Það nýttu gestirnir sér og komust 1-0 yfir tíu mínútum síðar, staðan í einvíginu þá 4-2. Þó lærisveinar Freys Alexanderssonar hafi gert hvað þeir gátu þá fundu þeir ekki leið í gegnum vörn gestanna og eru úr leik í bikarnum. Rømer er engan veginn sáttur við dómara leiksins en í endursýningu sést að Bjelland nær til boltans sem fer þaðan af leikmanni Fredericia og inn fyrir vörn heimaliðsins. Þar sem Bjelland fer svo í leikmann Fredericia þá fékk hann rautt spjald fyrir að ræna upplögðu marktækifæri. „Ég er pirraður af því leikmennirnir á vellinum skáru ekki úr um úrslit leiksins. Í svona mikilvægum leik finnst mér að dómarinn verði að vera hundrað prósent viss. Línuvörðurinn sagðist ekki hafa séð þetta og það kemur mér á óvart,“ sagði Rømer, sem fór rakleiðis upp að aðstoðardómaranum sem var að því virtist í beinni sjónlínu. TIDLIGT RØDT OG FREDERICIA-FØRING De Kongeblå fik et rødt kort imod sig efter 40 sekunder, hvorfor det var op ad bakke fra start Gæsterne går til pause med en 0-1 og samlet 2-4-føring!#SammenForLyngby pic.twitter.com/BUYUO0qg4U— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) December 10, 2023 „Á hvað er hann að horfa? Hann sinnti ekki starfinu sínu. Eftir þetta missti dómarinn algjörlega stjórn á leiknum og náði henni aldrei aftur á meðan leik stóð,“ sagði Rømer að endingu. Lyngby er úr leik í danska bikarnum en situr í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 20 stig a loknum 17 leikjum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira