Lengjubikarsmarkasúpa í leikjum kvöldsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2024 21:06 Birkir Már skoraði tvö í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Alls voru 15 mörk skoruð í tveimur leikjum kvöldsins i Lengjubikar karla í knattspyrnu. Nágrannafélögin Keflavík og Grindavík gerðu 3-3 jafntefli á meðan Valur vann 6-3 sigur ÍR. Það var líf og fjör í Reykjaneshöllinni í kvöld þar sem Keflavík og Grindavík mættust. Ásgeir Páll Magnússon kom Keflavík yfir eftir stundarfjórðung en Adam Árni Róbertsson jafnaði metin fyrir gestina þegar tæpur hálftími var liðinn. Ígnacio Heras Anglada kom Keflavík yfir á nýjan leik skömmu síðar en Sigurjón Rúnarsson jafnaði metin aðeins þremur mínútum síðar, staðan 2-2 í hálfleik. Stefan Alexander Ljubicic kom Keflavík yfir á nýjan leik með marki úr vítaspyrnu á 54. mínútu. Það stefndi svo allt í sigur Keflavíkur þegar Eric Vales Ramos fékk sitt annað gula spjald þegar þrettán mínútur lifðu leiks. Það var hins vegar varamaðurinn Sölvi Snær Ásgeirsson sem tryggði Grindvíkingum stig með marki þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma, lokatölur 3-3. Grindavík er áfram á toppi riðils 1 í A-deild Lengjubikarsins, nú með 10 stig að loknum fimm leikjum. Keflavík er í 2. sæti með 8 stig eftir fjóra leiki. Í Breiðholti mættust ÍR og Valur. Heimamenn komust óvænt 2-0 yfir þökk sé mörkum frá Aroni Daníel Arnalds og Guðjóni Mána Magnússyni. Birkir Már Sævarsson og Aron Jóhannsson jöfnuðu fyrir Val áður en fyrri hálfleik var lokið. Birkir Már bætti við öðru marki sínu sem og þeir Patrick Pedersen, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Adam Ægir Pálsson bættu við mörkum fyrir Val áður en Alexander Kostic minnkaði muninn fyrir heimamenn. Lokatölur á ÍR-vellinum 3-6. Valur trónir á toppi riðils 2 í A-deild með 12 stig að loknum fimm leikjum. ÍR er í 2. sæti með 9 stig að loknum fjórum leikjum. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjubikar karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Það var líf og fjör í Reykjaneshöllinni í kvöld þar sem Keflavík og Grindavík mættust. Ásgeir Páll Magnússon kom Keflavík yfir eftir stundarfjórðung en Adam Árni Róbertsson jafnaði metin fyrir gestina þegar tæpur hálftími var liðinn. Ígnacio Heras Anglada kom Keflavík yfir á nýjan leik skömmu síðar en Sigurjón Rúnarsson jafnaði metin aðeins þremur mínútum síðar, staðan 2-2 í hálfleik. Stefan Alexander Ljubicic kom Keflavík yfir á nýjan leik með marki úr vítaspyrnu á 54. mínútu. Það stefndi svo allt í sigur Keflavíkur þegar Eric Vales Ramos fékk sitt annað gula spjald þegar þrettán mínútur lifðu leiks. Það var hins vegar varamaðurinn Sölvi Snær Ásgeirsson sem tryggði Grindvíkingum stig með marki þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma, lokatölur 3-3. Grindavík er áfram á toppi riðils 1 í A-deild Lengjubikarsins, nú með 10 stig að loknum fimm leikjum. Keflavík er í 2. sæti með 8 stig eftir fjóra leiki. Í Breiðholti mættust ÍR og Valur. Heimamenn komust óvænt 2-0 yfir þökk sé mörkum frá Aroni Daníel Arnalds og Guðjóni Mána Magnússyni. Birkir Már Sævarsson og Aron Jóhannsson jöfnuðu fyrir Val áður en fyrri hálfleik var lokið. Birkir Már bætti við öðru marki sínu sem og þeir Patrick Pedersen, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Adam Ægir Pálsson bættu við mörkum fyrir Val áður en Alexander Kostic minnkaði muninn fyrir heimamenn. Lokatölur á ÍR-vellinum 3-6. Valur trónir á toppi riðils 2 í A-deild með 12 stig að loknum fimm leikjum. ÍR er í 2. sæti með 9 stig að loknum fjórum leikjum.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjubikar karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira