Arnar segir Gylfa á allt öðrum stað: „Það þarf að beisla hann niður“ Aron Guðmundsson skrifar 14. mars 2024 15:32 Gylfi Þór Sigurðsson og Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir undirskriftina í morgun. Valur Eins og vel hefur verið fjallað um í dag er Gylfi Þór Sigurðsson orðinn leikmaður Vals. Eftir meiðslahrjáðar vikur er hann að komast á fullt aftur í boltanum. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals segir Gylfa líta vel út. Það þurfi þó að beisla hann niður og um leið halda vel utan um hann. „Hann er á allt öðrum stað núna en þegar að hann mætti á sínum tíma á æfingu hjá okkur í fyrra,“ segir Arnar í samtali við Vísi í dag um stöðuna á Gylfa Þór Sigurðssyni, nýjum leikmanni Vals sem hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði. Staðan á Gylfa Þór er eitthvað sem margir spyrja sig að nú þegar að hann hefur sett stefnuna á að spila hér heima á Íslandi í Bestu deildinni á komandi tímabili. „Hann er búinn að vera að æfa, búinn að fara aftur út að spila leiki með landsliðinu sem og Lyngby. Svo lendir hann í meiðslum, sem er ósköp eðlilegt hafandi verið frá í töluverðan tíma og líka kominn á þetta seinna stig síns leikmannaferils. Mér finnst hann líta vel út. Hann er með fínar hlaupatölur og maður sér gæðin í því sem hann er að gera. Hann var að klára eina langa æfingu hjá okkur, er með flottar tölur. Auðvitað vitum við þó að við þurfum að fara varlega í sakirnar með hann. En það er ekki langt í land þar til að hann geti haldið inn á fótboltavöllinn og hjálpað til. Það er mjög stutt í að hann sé kominn á þann stað.“ Klippa: Arnar Grétarsson ræðir komu Gylfa Þórs til Vals Það þurfi þó að halda mjög vel utan um Gylfa næstu vikurnar. „Fylgjast vel með. Vegna þess að það þarf að beisla hann niður. Gylfi vill mikið. Vill spila og hefur gaman af því. Þá þurfum við að fylgja því þannig eftir að það komi ekki bakslag í endurkomu hans. Staðan á honum er því nokkuð góð. Það munu þó fara nokkrar vikur í að byggja hann hægt og rólega upp.“. Hann er búinn að taka þrjár fullar æfingar með okkur og sýnir ekki merki um einhver eftirköst. Við stýrum álaginu á honum mjög mikið. Hann er á flottum stað. En ekki alveg á sama stað og restin af liðinu. En er samt á góðum stað.“ Nánar verður rætt við Arnar Grétarsson, þjálfara Vals, um komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld að loknum kvöldfréttum. Valur Besta deild karla Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
„Hann er á allt öðrum stað núna en þegar að hann mætti á sínum tíma á æfingu hjá okkur í fyrra,“ segir Arnar í samtali við Vísi í dag um stöðuna á Gylfa Þór Sigurðssyni, nýjum leikmanni Vals sem hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði. Staðan á Gylfa Þór er eitthvað sem margir spyrja sig að nú þegar að hann hefur sett stefnuna á að spila hér heima á Íslandi í Bestu deildinni á komandi tímabili. „Hann er búinn að vera að æfa, búinn að fara aftur út að spila leiki með landsliðinu sem og Lyngby. Svo lendir hann í meiðslum, sem er ósköp eðlilegt hafandi verið frá í töluverðan tíma og líka kominn á þetta seinna stig síns leikmannaferils. Mér finnst hann líta vel út. Hann er með fínar hlaupatölur og maður sér gæðin í því sem hann er að gera. Hann var að klára eina langa æfingu hjá okkur, er með flottar tölur. Auðvitað vitum við þó að við þurfum að fara varlega í sakirnar með hann. En það er ekki langt í land þar til að hann geti haldið inn á fótboltavöllinn og hjálpað til. Það er mjög stutt í að hann sé kominn á þann stað.“ Klippa: Arnar Grétarsson ræðir komu Gylfa Þórs til Vals Það þurfi þó að halda mjög vel utan um Gylfa næstu vikurnar. „Fylgjast vel með. Vegna þess að það þarf að beisla hann niður. Gylfi vill mikið. Vill spila og hefur gaman af því. Þá þurfum við að fylgja því þannig eftir að það komi ekki bakslag í endurkomu hans. Staðan á honum er því nokkuð góð. Það munu þó fara nokkrar vikur í að byggja hann hægt og rólega upp.“. Hann er búinn að taka þrjár fullar æfingar með okkur og sýnir ekki merki um einhver eftirköst. Við stýrum álaginu á honum mjög mikið. Hann er á flottum stað. En ekki alveg á sama stað og restin af liðinu. En er samt á góðum stað.“ Nánar verður rætt við Arnar Grétarsson, þjálfara Vals, um komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld að loknum kvöldfréttum.
Valur Besta deild karla Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira