Kröfurnar um titil minnki klárlega ekki með innkomu Gylfa Aron Guðmundsson skrifar 15. mars 2024 09:16 Valsmenn eru skiljanlega í skýjunum með að hafa landað Gylfa Þór Sigurðssyni. Viðbót við leikmannahóp liðsins sem vakið hefur gríðarlega athygli. Vísir/Samsett mynd Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, er þakklátur fólkinu í knattspyrnudeild félagsins fyrir að hafa landað Gylfa Þór Sigurðssyni sem skrifaði undir tveggja ára samning í gær. Gylfi sé á ákveðinni persónulegri vegferð, vilji á sama tíma vinna titla með Val og segir Arnar að kröfurnar um að hann fari að skila inn titlum sem þjálfari liðsins minnki klárlega ekki með innkomu Gylfa Þórs. „Aðdragandinn að þessu er langur eins og þið vitið. Við fengum Gylfa Þór til okkar á æfingar um síðasta sumar. Þá ríkti mikil eftirvænting fyrir því að við myndum fá þennan frábæra knattspyrnumann aftur á knattspyrnuvöllinn. Hvað þá til Íslands. Hann ákveður svo að fara út til Lyngby og síðan þá hefur haldist gott samband okkar á milli,“ segir Arnar aðspurður um aðdragandann að skiptum Gylfa Þórs yfir til Vals. Þráðurinn tekinn upp „Þegar að þessi staða kemur svo aftur upp núna. Þá er þráðurinn bara tekinn upp. Það er rosalega mikill metnaður, fyrst og fremst, í þessu félagi sem skilar þessu. Heiður að fá að þjálfa hjá Val. Þetta rúma ár sem ég hef verið hjá félaginu hef ég séð hversu mikill metnaður býr í því. Hvað fólk er reiðubúið að leggja mikið á sig. Stjórnarmenn, meistaraflokksráðið og allt fólkið í kringum félagið. Menn vilja búa til umgjörð sem laðar að svona toppleikmenn eins og Gylfa Þór. Það átti stóran þátt í því að draga hann til okkar.“ Gylfi Þór Sigurðsson og Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir að Gylfi hafði krotað undir samning Valur Koma Gylfa Þórs á Hlíðarenda séu geggjaðar fréttir. Fyrir alla Valsara sem og allt knattspyrnuáhugafólk á Íslandi, að fá þennan frábæra knattspyrnumann á völlinn á Íslandi. „Það er eftirvænting og fyrst og fremst spenna ríkjandi fyrir því,“ segir Arnar. „Við höfum alltaf haldið góðu sambandi við hann. Höfum alltaf sagst taka á móti honum með opnum örmum og boðið hann velkominn ef hugur hans leitaði til Íslands. Við skiljum það þó líka á sama tíma að svona leikmaður, með svona prófíl, gæti á hverri stundu fengið eitthvað meira aðlaðandi tilboð erlendis frá. Við vonuðumst náttúrulega alltaf til þess að hann myndi kannski enda ferilinn á Íslandi.“ Hjá Gylfa Þór ríki enn mikill metnaður. „Hann ætlar að koma heim og standa sig vel. Hann er ekki að koma heim til þess að leggja skóna á hilluna. Honum langar að gera alvöru hluti, hætta á toppnum. Hann vill kveðja knattspyrnusviðið með þeim hætti að menn muni eftir honum í alvöru standi.“ „Gylfi hefur enn ekki unnið stóran titil þrátt fyrir að eiga geggjaðan feril að baki sem atvinnumaður. Hann vill koma heim, standa sig virkilega vel og vinna titla með Val. Það hljómar mjög vel í mín eyru sem og eyru allra Valsmanna. Þetta eru bara frábærar fréttir fyrir alla.“ Pressan minnkar allavegana ekki Fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni hefur lið ríkjandi Íslands- og bikarmeistara verið talið líklegast til afreka. Valsmenn hafa verið það lið sem talið er geta veitt Víkingum hvað mesta samkeppni í deildinni og er koma Gylfa Þórs til félagsins byr í segl félagsins. Er meiri pressa komin á þig núna, með komu Gylfa Þórs, sem þjálfari liðsins að fara skila inn titlum? „Pressan minnkar allavegana ekki með komu Gylfa Þórs í leikmannahóp liðsins. En ég hef alveg sagt það, meðal annars þegar að ég kom til félagsins í fyrra, að Valur stæði kannski aðeins aftar en bestu lið deildarinnar. En það er alveg klárt, og var það líka í fyrra miðað við leikmannahóp okkar, að við ætlum að reyna landa öllum þeim titlum sem í boði eru. Það eru ekki óraunhæfar kröfur.“ „Við vitum alveg að Víkingur Reykjavík er með hrikalega flott lið. Þá hafa Breiðablik og KR verið að bæta við sig sterkum leikmönnum. Það eru mörg lið þarna úti sem gera tilkall í að gera einhverja hluti. Kröfurnar hjá Val eru þær, og munu verða það áfram, að það er farið inn í hvert einasta mót til þess að sækja titil eða titla. Þær kröfur minnka klárlega ekki með tilkomu Gylfa. Hvort það séu auknar kröfur á mig persónulega sem þjálfari liðsins veit ég ekki. Ég tek því ekki þannig. Ég bara fagna því að Gylfi Þór sé kominn í raðir okkar Valsmanna. Þetta eykur okkar líkur á að ná okkar markmiðum. Sömuleiðis lyftir þetta öllu félaginu.“ Valur Besta deild karla Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
„Aðdragandinn að þessu er langur eins og þið vitið. Við fengum Gylfa Þór til okkar á æfingar um síðasta sumar. Þá ríkti mikil eftirvænting fyrir því að við myndum fá þennan frábæra knattspyrnumann aftur á knattspyrnuvöllinn. Hvað þá til Íslands. Hann ákveður svo að fara út til Lyngby og síðan þá hefur haldist gott samband okkar á milli,“ segir Arnar aðspurður um aðdragandann að skiptum Gylfa Þórs yfir til Vals. Þráðurinn tekinn upp „Þegar að þessi staða kemur svo aftur upp núna. Þá er þráðurinn bara tekinn upp. Það er rosalega mikill metnaður, fyrst og fremst, í þessu félagi sem skilar þessu. Heiður að fá að þjálfa hjá Val. Þetta rúma ár sem ég hef verið hjá félaginu hef ég séð hversu mikill metnaður býr í því. Hvað fólk er reiðubúið að leggja mikið á sig. Stjórnarmenn, meistaraflokksráðið og allt fólkið í kringum félagið. Menn vilja búa til umgjörð sem laðar að svona toppleikmenn eins og Gylfa Þór. Það átti stóran þátt í því að draga hann til okkar.“ Gylfi Þór Sigurðsson og Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir að Gylfi hafði krotað undir samning Valur Koma Gylfa Þórs á Hlíðarenda séu geggjaðar fréttir. Fyrir alla Valsara sem og allt knattspyrnuáhugafólk á Íslandi, að fá þennan frábæra knattspyrnumann á völlinn á Íslandi. „Það er eftirvænting og fyrst og fremst spenna ríkjandi fyrir því,“ segir Arnar. „Við höfum alltaf haldið góðu sambandi við hann. Höfum alltaf sagst taka á móti honum með opnum örmum og boðið hann velkominn ef hugur hans leitaði til Íslands. Við skiljum það þó líka á sama tíma að svona leikmaður, með svona prófíl, gæti á hverri stundu fengið eitthvað meira aðlaðandi tilboð erlendis frá. Við vonuðumst náttúrulega alltaf til þess að hann myndi kannski enda ferilinn á Íslandi.“ Hjá Gylfa Þór ríki enn mikill metnaður. „Hann ætlar að koma heim og standa sig vel. Hann er ekki að koma heim til þess að leggja skóna á hilluna. Honum langar að gera alvöru hluti, hætta á toppnum. Hann vill kveðja knattspyrnusviðið með þeim hætti að menn muni eftir honum í alvöru standi.“ „Gylfi hefur enn ekki unnið stóran titil þrátt fyrir að eiga geggjaðan feril að baki sem atvinnumaður. Hann vill koma heim, standa sig virkilega vel og vinna titla með Val. Það hljómar mjög vel í mín eyru sem og eyru allra Valsmanna. Þetta eru bara frábærar fréttir fyrir alla.“ Pressan minnkar allavegana ekki Fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni hefur lið ríkjandi Íslands- og bikarmeistara verið talið líklegast til afreka. Valsmenn hafa verið það lið sem talið er geta veitt Víkingum hvað mesta samkeppni í deildinni og er koma Gylfa Þórs til félagsins byr í segl félagsins. Er meiri pressa komin á þig núna, með komu Gylfa Þórs, sem þjálfari liðsins að fara skila inn titlum? „Pressan minnkar allavegana ekki með komu Gylfa Þórs í leikmannahóp liðsins. En ég hef alveg sagt það, meðal annars þegar að ég kom til félagsins í fyrra, að Valur stæði kannski aðeins aftar en bestu lið deildarinnar. En það er alveg klárt, og var það líka í fyrra miðað við leikmannahóp okkar, að við ætlum að reyna landa öllum þeim titlum sem í boði eru. Það eru ekki óraunhæfar kröfur.“ „Við vitum alveg að Víkingur Reykjavík er með hrikalega flott lið. Þá hafa Breiðablik og KR verið að bæta við sig sterkum leikmönnum. Það eru mörg lið þarna úti sem gera tilkall í að gera einhverja hluti. Kröfurnar hjá Val eru þær, og munu verða það áfram, að það er farið inn í hvert einasta mót til þess að sækja titil eða titla. Þær kröfur minnka klárlega ekki með tilkomu Gylfa. Hvort það séu auknar kröfur á mig persónulega sem þjálfari liðsins veit ég ekki. Ég tek því ekki þannig. Ég bara fagna því að Gylfi Þór sé kominn í raðir okkar Valsmanna. Þetta eykur okkar líkur á að ná okkar markmiðum. Sömuleiðis lyftir þetta öllu félaginu.“
Valur Besta deild karla Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira