Blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar 19. mars 2024 15:01 Þörfin fyrir vandaða blaðamennsku hefur aldrei verið meiri. Upplýsingaóreiða og pólarísering í samfélaginu hefur aukist mikið og sótt er að blaðamönnum og fréttamiðlum með ýmsum hætti. Það þarf að varpa ljósi á hlutverk blaðamanna í samfélaginu og veita innsýn í störf þeirra og vinnubrögð með það fyrir augum að auka skilning fólks á því hvers vegna blaðamennska og frjálsir fjölmiðlar eru forsenda upplýsts samfélags og lýðræðis. En hvað gera blaðamenn? Jú, blaðamenn draga saman upplýsingar, setja hlutina í samhengi og greiða úr óreiðunni. Þeir koma á framfæri ólíkum sjónarmiðum, setja fram staðreyndir og kanna sannleiksgildi þess sem sagt er. Þá veita þeir aðhald og greina rétt frá röngu. Blaðamenn greina frá staðreyndum og sannreyna upplýsingar og stemma þannig stigu við þeirri upplýsingaóreiðu sem á sér stað í samfélaginu. Blaðamenn segja frá því sem skiptir okkur sem samfélag máli og án íslenskra blaðamanna væri enginn á vaktinni til að láta vita af því sem gerist hér á landi. Blaðamenn segja frá eldgosum eða kaup og sölu á fyrirtækjum í eigu ríkisins. Blaðamenn segja okkur frá menningu okkar og sigrum. Blaðamenn tala við alls konar fólk til að upplýsa þig og mig um í hvernig samfélagi við búum. Blaðamenn leyfa mörgum röddum að heyrast. Án íslenskrar blaðamennsku væri næstum óhugsandi að búa í íslensku samfélagi. Við þurfum á öflugri og faglegri blaðamennsku að halda. Við þurfum að þekkja hana og hefja hana til lofts. Blaðamennska er mikilvæg. Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Dögg Auðunsdóttir Fjölmiðlar Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þörfin fyrir vandaða blaðamennsku hefur aldrei verið meiri. Upplýsingaóreiða og pólarísering í samfélaginu hefur aukist mikið og sótt er að blaðamönnum og fréttamiðlum með ýmsum hætti. Það þarf að varpa ljósi á hlutverk blaðamanna í samfélaginu og veita innsýn í störf þeirra og vinnubrögð með það fyrir augum að auka skilning fólks á því hvers vegna blaðamennska og frjálsir fjölmiðlar eru forsenda upplýsts samfélags og lýðræðis. En hvað gera blaðamenn? Jú, blaðamenn draga saman upplýsingar, setja hlutina í samhengi og greiða úr óreiðunni. Þeir koma á framfæri ólíkum sjónarmiðum, setja fram staðreyndir og kanna sannleiksgildi þess sem sagt er. Þá veita þeir aðhald og greina rétt frá röngu. Blaðamenn greina frá staðreyndum og sannreyna upplýsingar og stemma þannig stigu við þeirri upplýsingaóreiðu sem á sér stað í samfélaginu. Blaðamenn segja frá því sem skiptir okkur sem samfélag máli og án íslenskra blaðamanna væri enginn á vaktinni til að láta vita af því sem gerist hér á landi. Blaðamenn segja frá eldgosum eða kaup og sölu á fyrirtækjum í eigu ríkisins. Blaðamenn segja okkur frá menningu okkar og sigrum. Blaðamenn tala við alls konar fólk til að upplýsa þig og mig um í hvernig samfélagi við búum. Blaðamenn leyfa mörgum röddum að heyrast. Án íslenskrar blaðamennsku væri næstum óhugsandi að búa í íslensku samfélagi. Við þurfum á öflugri og faglegri blaðamennsku að halda. Við þurfum að þekkja hana og hefja hana til lofts. Blaðamennska er mikilvæg. Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun