„Auðvitað voru þetta ekki gleðifréttir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. apríl 2024 23:30 Jóhannes Kristinn Bjarnason á langan bataveg fyrir höndum. Vísir/Ívar Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður Bestu deildar liðs KR, kýs að halda í bjartsýnina þrátt fyrir að eiga fyrir höndum endurhæfingu vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik á dögunum. Jóhannes Kristinn var borinn af velli á sjúkrabörum í leik KR og Fram í Bestu deildinni um síðustu helgi. Eftir nánari skoðun kom í ljós að hann er fótbrotinn. „Ég er frá í tólf vikur sirka. Maður getur ekkert verið að kvarta núna, það er ekkert hægt að gera í þessu nema að koma sér til baka,“ segir Jóhannes í samtali við Aron Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Hvað gerðist? „Ég er að snúa frá leikmanni Fram og hann tæklar mig í hægri löppina þannig að þetta kemur honum í rauninni lítið við. Ég er að brjóta mig í snúningnum en ekki við tæklinguna. Ég var ekki að búast við að þetta væri brot,“ segir Jóhannes sem braut vinstri fótinn en ekki þann hægri sem Fred, leikmaður Fram, steig á. Hvernig var tilfinningin þegar í ljós kom að um beinbrot væri að ræða? „Ég var ekki sáttur. Auðvitað voru þetta engar gleðifréttir. Það er voða lítið sem er hægt að gera í því þegar maður fær þessar fréttir nema bara að koma sér aftur eins fljótt og hægt er,“ segir Jóhannes. Meiðsli hafa herjað á KR-liðið í upphafi móts en Jóhannes fagnar því þó að tímabilið sé ekki úti og að hann geti hjálpað liðinu þegar líður á mótið. „Það er að hjálpa mér í gegnum þetta að ég komist aftur inn í mótið. Þetta hefði getað gerst á verri tíma en líka á betri tíma. Það hjálpar, að ég komist aftur af stað,“ segir Jóhannes. Lengri útgáfu af viðtalinu við KR-inginn unga má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Hvernig er meiðslastaðan hjá KR? Í fyrsta leik fóru bæði Aron Sigurðarson og Hrafn Tómasson meiddir af velli. Hrafn er frá út leiktíðina en einhverjar vikur í Aron. Auk Jóhannesar meiddist Theódór Elmar Bjarnason gegn Fram í síðasta leik, en óljóst er hversu alvarleg meiðli Elmars eru. Hann fékk tak í lærið í leiknum og spilaði ekki í bikarkeppninni í miðri viku. Luke Rae fór meiddur af velli í bikarleiknum við KÁ, en hann skoraði þar tvö mörk í 9-2 sigri. Atli Sigurjónsson hefur þá verið meiddur í nánast allan vetur en hefur spilað án vandræða í upphafi móts og Benóný Breki Andrésson var meiddur í upphafi móts. Klippa: Viðtal við Jóhannes um meiðslin og upphaf móts KR Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Skellur fyrir KR: Jóhannes fótbrotinn Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, er með brotið bein í fæti eftir leik liðsins við Fram í gær. Hann verður frá í tólf vikur. 21. apríl 2024 13:09 Ótrúlegur lækningamáttur í dalnum vekur furðu KR-ingar notfærðu sér nokkuð nýlega brellu úr brellubók knattspyrnuheimsins í leik gegn Fram í Bestu deildinni um nýliðna helgi. Atvikið var til umræðu í uppgjörsþættinum Stúkan á Stöð 2 Sport en um er að ræða brellu sem erfitt getur reynst fyrir dómara að koma í veg fyrir. 23. apríl 2024 11:50 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Jóhannes Kristinn var borinn af velli á sjúkrabörum í leik KR og Fram í Bestu deildinni um síðustu helgi. Eftir nánari skoðun kom í ljós að hann er fótbrotinn. „Ég er frá í tólf vikur sirka. Maður getur ekkert verið að kvarta núna, það er ekkert hægt að gera í þessu nema að koma sér til baka,“ segir Jóhannes í samtali við Aron Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Hvað gerðist? „Ég er að snúa frá leikmanni Fram og hann tæklar mig í hægri löppina þannig að þetta kemur honum í rauninni lítið við. Ég er að brjóta mig í snúningnum en ekki við tæklinguna. Ég var ekki að búast við að þetta væri brot,“ segir Jóhannes sem braut vinstri fótinn en ekki þann hægri sem Fred, leikmaður Fram, steig á. Hvernig var tilfinningin þegar í ljós kom að um beinbrot væri að ræða? „Ég var ekki sáttur. Auðvitað voru þetta engar gleðifréttir. Það er voða lítið sem er hægt að gera í því þegar maður fær þessar fréttir nema bara að koma sér aftur eins fljótt og hægt er,“ segir Jóhannes. Meiðsli hafa herjað á KR-liðið í upphafi móts en Jóhannes fagnar því þó að tímabilið sé ekki úti og að hann geti hjálpað liðinu þegar líður á mótið. „Það er að hjálpa mér í gegnum þetta að ég komist aftur inn í mótið. Þetta hefði getað gerst á verri tíma en líka á betri tíma. Það hjálpar, að ég komist aftur af stað,“ segir Jóhannes. Lengri útgáfu af viðtalinu við KR-inginn unga má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Hvernig er meiðslastaðan hjá KR? Í fyrsta leik fóru bæði Aron Sigurðarson og Hrafn Tómasson meiddir af velli. Hrafn er frá út leiktíðina en einhverjar vikur í Aron. Auk Jóhannesar meiddist Theódór Elmar Bjarnason gegn Fram í síðasta leik, en óljóst er hversu alvarleg meiðli Elmars eru. Hann fékk tak í lærið í leiknum og spilaði ekki í bikarkeppninni í miðri viku. Luke Rae fór meiddur af velli í bikarleiknum við KÁ, en hann skoraði þar tvö mörk í 9-2 sigri. Atli Sigurjónsson hefur þá verið meiddur í nánast allan vetur en hefur spilað án vandræða í upphafi móts og Benóný Breki Andrésson var meiddur í upphafi móts. Klippa: Viðtal við Jóhannes um meiðslin og upphaf móts
KR Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Skellur fyrir KR: Jóhannes fótbrotinn Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, er með brotið bein í fæti eftir leik liðsins við Fram í gær. Hann verður frá í tólf vikur. 21. apríl 2024 13:09 Ótrúlegur lækningamáttur í dalnum vekur furðu KR-ingar notfærðu sér nokkuð nýlega brellu úr brellubók knattspyrnuheimsins í leik gegn Fram í Bestu deildinni um nýliðna helgi. Atvikið var til umræðu í uppgjörsþættinum Stúkan á Stöð 2 Sport en um er að ræða brellu sem erfitt getur reynst fyrir dómara að koma í veg fyrir. 23. apríl 2024 11:50 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Skellur fyrir KR: Jóhannes fótbrotinn Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, er með brotið bein í fæti eftir leik liðsins við Fram í gær. Hann verður frá í tólf vikur. 21. apríl 2024 13:09
Ótrúlegur lækningamáttur í dalnum vekur furðu KR-ingar notfærðu sér nokkuð nýlega brellu úr brellubók knattspyrnuheimsins í leik gegn Fram í Bestu deildinni um nýliðna helgi. Atvikið var til umræðu í uppgjörsþættinum Stúkan á Stöð 2 Sport en um er að ræða brellu sem erfitt getur reynst fyrir dómara að koma í veg fyrir. 23. apríl 2024 11:50