„Ekkert skemmtilegra en að vinna Val“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. maí 2024 12:31 Agla María í leik við Val í fyrra. Vísir/Hulda Margrét Agla María Albertsdóttir er klár í slaginn fyrir stórleik kvöldsins í Bestu deild kvenna. Ósigruð topplið Breiðabliks og Vals mætast á Kópavogsvelli klukkan 18:00. Agla María hefur farið mjög vel af stað í sumar, líkt og Blikaliðið í heild. Hún hefur skorað fimm mörk í fyrstu fimm leikjum sumarsins og lagt nokkur upp að auki. Breiðablik og Valur eru jöfn á toppnum með fullt hús eftir fyrstu fimm umferðirnar og spennan mikil fyrir kvöldinu. „Þetta leggst mjög vel í mig, veðrið er ekki það besta, en þetta verður hörkuleikur. Allir þessir leikir gegn þeim hafa verið erfiðir en við erum búnar að undirbúa okkur vel og ég held að þetta muni bara ganga vel,“ segir Agla María. Liðin hafa barist um titilinn síðustu ár og jafnan verið í toppbaráttunni. Agla segir alltaf sérstaka tilfinningu fyrir leikina við Val, samanborið við aðra leiki. „Það er alltaf auka spenningur, eiginlega alveg sama hvernig deildin hefur spilast, er alltaf auka kraftur sem kemur á leikdögum á móti þeim. Það er alltaf auka fiðringur. En deildin er það jöfn að allir leikir eru erfiðir. En það er ekkert skemmtilegra en að vinna Val,“ segir Agla María. Þrátt fyrir það hefur undirbúningur verið hefðbundinn. „Þetta er alltaf sama prógramið sem við förum í gegnum fyrir leiki. Nik og Edda eru búin að greina Valsliðið mjög vel. Það er mjög hefðbundinn undirbúningur, við gerum ekkert öðruvísi fyrir leiki við þær,“ segir Agla María. En hvað þurfa Blikakonur að gera til að fagna sigri í kvöld? „Ég held að það sé að standa varnarleikinn vel eins og við höfum gert í upphafi móts. Við erum búnar að gera það mjög vel. Að halda leiknum opnum eins lengi og hægt er og halda markinu okkar hreinu, ég held að það sé algjört lykilatriði á móti þeim. Svo eru þær með mjög öfluga einstaklinga innan sinna raða sem við þurfum að loka á,“ segir Agla María. Breiðablik og Valur mætast klukkan 18:00 á Kópavogsvelli. Leikurinn verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn Fótbolti Breiðablik Valur Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Agla María hefur farið mjög vel af stað í sumar, líkt og Blikaliðið í heild. Hún hefur skorað fimm mörk í fyrstu fimm leikjum sumarsins og lagt nokkur upp að auki. Breiðablik og Valur eru jöfn á toppnum með fullt hús eftir fyrstu fimm umferðirnar og spennan mikil fyrir kvöldinu. „Þetta leggst mjög vel í mig, veðrið er ekki það besta, en þetta verður hörkuleikur. Allir þessir leikir gegn þeim hafa verið erfiðir en við erum búnar að undirbúa okkur vel og ég held að þetta muni bara ganga vel,“ segir Agla María. Liðin hafa barist um titilinn síðustu ár og jafnan verið í toppbaráttunni. Agla segir alltaf sérstaka tilfinningu fyrir leikina við Val, samanborið við aðra leiki. „Það er alltaf auka spenningur, eiginlega alveg sama hvernig deildin hefur spilast, er alltaf auka kraftur sem kemur á leikdögum á móti þeim. Það er alltaf auka fiðringur. En deildin er það jöfn að allir leikir eru erfiðir. En það er ekkert skemmtilegra en að vinna Val,“ segir Agla María. Þrátt fyrir það hefur undirbúningur verið hefðbundinn. „Þetta er alltaf sama prógramið sem við förum í gegnum fyrir leiki. Nik og Edda eru búin að greina Valsliðið mjög vel. Það er mjög hefðbundinn undirbúningur, við gerum ekkert öðruvísi fyrir leiki við þær,“ segir Agla María. En hvað þurfa Blikakonur að gera til að fagna sigri í kvöld? „Ég held að það sé að standa varnarleikinn vel eins og við höfum gert í upphafi móts. Við erum búnar að gera það mjög vel. Að halda leiknum opnum eins lengi og hægt er og halda markinu okkar hreinu, ég held að það sé algjört lykilatriði á móti þeim. Svo eru þær með mjög öfluga einstaklinga innan sinna raða sem við þurfum að loka á,“ segir Agla María. Breiðablik og Valur mætast klukkan 18:00 á Kópavogsvelli. Leikurinn verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport.
Íslenski boltinn Fótbolti Breiðablik Valur Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira