Lehmann elti kærastann til Ítalíu: „Draumur að geta verið hjá sama félagi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2024 12:30 Nýjasti leikmaður Juventus. Valerio Pennicino/Getty Images Alisha Lehmann er gengin í raðir Juventus frá Aston Villa. Eltir hún kærasta sinn Douglas Luiz sem samdi við Juventus á dögunum. Þá hefur Chelsea fengið framherjann Sandy Baltimore frá París Saint-Germain. Á meðan stærstu lið Evrópu karla megin hafa haldið sig hæg á leikmannamarkaðnum til þessa þar sem bæði Evrópumótið og Suður-Ameríkukeppnin eru í fullum gangi þá er nóg af félagaskiptum kvenna megin. Juventus hefur staðfest komu Alishu Lehmann, landsliðskonu frá Sviss, en hún eltir kærasta sinn Luiz til Ítalíu. Hin 25 ára gamla Lehmann hefur spilað 53 A-landsleiki fyrir Sviss og spilað á Englandi síðan 2018. Skrifar hún undir þriggja ára samning á Ítalíu. „Ég naut hverrar mínútu af árunum mínum þremur hjá félaginu,“ sagði Lehmann um tíma sinn hjá Aston Villa. „Ég gæti ekki verið glaðari. Juventus á ríka sögu, svo ríka sögu raunar að ég var stressuð þegar ég mætti í læknisskoðunina því það voru svo mikið af stuðningsfólki mætt. En fyrir Douglas og mig þá er draumurinn að geta verið hjá sama félagi.“ View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) Chelsea heldur áfram að láta til sín taka á markaðnum. Nú hefur það staðfest komu hinnar 24 ára gömlu Sandy Baltimore frá PSG. Sú skrifar undir fjögurra ára samning, til ársins 2028. Baltimore er örvfætt og getur spilað í fremstu línu, á báðum vængjum eða í holunni á bakvið framherjann. Hún á að baki yfir 200 leiki fyrir PSG og gefur sóknarlínu Chelsea meira jafnvægi. „Ég er mjög ánægð með að vera gengin í raðir Chelsea, mér líður frábærlega. Ég hef alltaf viljað spila fyrir félagið og nú verður það að veruleika,“ sagði Baltimore við undirskriftina. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Tengdar fréttir Evrópumeistarinn Bronze á leið til Chelsea Hin 32 ára gamla Lucy Bronze er sögð vera á leið til Englandsmeistara Chelsea en samningur hennar við Evrópumeistara Barcelona rann út á dögunum. 3. júlí 2024 19:30 Hringdi í Maríu á miðjum blaðamannafundi: „Ertu ekki að grínast?“ Enska knattspyrnukonan Fran Kirby er á stórum tímamótum á sínum ferli því eftir áratug hjá Chelsea þá hefur hún nú yfirgefið félagið sem sjöfaldur Englandsmeistari. 5. júlí 2024 12:01 Hollenska markavélin semur við Manchester City Hollenski framherjinn Vivianne Miedema er orðin leikmaður Manchester City og skrifar hún undir þriggja ára samning við félagið. Tíðindi sem staðfesta að Miedema verður áfram í ensku ofurdeildinni en hún var áður á mála hjá Arsenal. 5. júlí 2024 16:01 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Á meðan stærstu lið Evrópu karla megin hafa haldið sig hæg á leikmannamarkaðnum til þessa þar sem bæði Evrópumótið og Suður-Ameríkukeppnin eru í fullum gangi þá er nóg af félagaskiptum kvenna megin. Juventus hefur staðfest komu Alishu Lehmann, landsliðskonu frá Sviss, en hún eltir kærasta sinn Luiz til Ítalíu. Hin 25 ára gamla Lehmann hefur spilað 53 A-landsleiki fyrir Sviss og spilað á Englandi síðan 2018. Skrifar hún undir þriggja ára samning á Ítalíu. „Ég naut hverrar mínútu af árunum mínum þremur hjá félaginu,“ sagði Lehmann um tíma sinn hjá Aston Villa. „Ég gæti ekki verið glaðari. Juventus á ríka sögu, svo ríka sögu raunar að ég var stressuð þegar ég mætti í læknisskoðunina því það voru svo mikið af stuðningsfólki mætt. En fyrir Douglas og mig þá er draumurinn að geta verið hjá sama félagi.“ View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) Chelsea heldur áfram að láta til sín taka á markaðnum. Nú hefur það staðfest komu hinnar 24 ára gömlu Sandy Baltimore frá PSG. Sú skrifar undir fjögurra ára samning, til ársins 2028. Baltimore er örvfætt og getur spilað í fremstu línu, á báðum vængjum eða í holunni á bakvið framherjann. Hún á að baki yfir 200 leiki fyrir PSG og gefur sóknarlínu Chelsea meira jafnvægi. „Ég er mjög ánægð með að vera gengin í raðir Chelsea, mér líður frábærlega. Ég hef alltaf viljað spila fyrir félagið og nú verður það að veruleika,“ sagði Baltimore við undirskriftina.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Tengdar fréttir Evrópumeistarinn Bronze á leið til Chelsea Hin 32 ára gamla Lucy Bronze er sögð vera á leið til Englandsmeistara Chelsea en samningur hennar við Evrópumeistara Barcelona rann út á dögunum. 3. júlí 2024 19:30 Hringdi í Maríu á miðjum blaðamannafundi: „Ertu ekki að grínast?“ Enska knattspyrnukonan Fran Kirby er á stórum tímamótum á sínum ferli því eftir áratug hjá Chelsea þá hefur hún nú yfirgefið félagið sem sjöfaldur Englandsmeistari. 5. júlí 2024 12:01 Hollenska markavélin semur við Manchester City Hollenski framherjinn Vivianne Miedema er orðin leikmaður Manchester City og skrifar hún undir þriggja ára samning við félagið. Tíðindi sem staðfesta að Miedema verður áfram í ensku ofurdeildinni en hún var áður á mála hjá Arsenal. 5. júlí 2024 16:01 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Evrópumeistarinn Bronze á leið til Chelsea Hin 32 ára gamla Lucy Bronze er sögð vera á leið til Englandsmeistara Chelsea en samningur hennar við Evrópumeistara Barcelona rann út á dögunum. 3. júlí 2024 19:30
Hringdi í Maríu á miðjum blaðamannafundi: „Ertu ekki að grínast?“ Enska knattspyrnukonan Fran Kirby er á stórum tímamótum á sínum ferli því eftir áratug hjá Chelsea þá hefur hún nú yfirgefið félagið sem sjöfaldur Englandsmeistari. 5. júlí 2024 12:01
Hollenska markavélin semur við Manchester City Hollenski framherjinn Vivianne Miedema er orðin leikmaður Manchester City og skrifar hún undir þriggja ára samning við félagið. Tíðindi sem staðfesta að Miedema verður áfram í ensku ofurdeildinni en hún var áður á mála hjá Arsenal. 5. júlí 2024 16:01