Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. september 2024 20:42 Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, kynnti stýrivaxtalækkunina í Washington D.C. í dag. AP/Ben Curtis Bandaríski seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig. Um er að ræða fyrstu lækkunina í rúmlega fjögur ár, en vextir hafa verið óbreyttir í Bandaríkjunum í 14 mánuði. Lækkun upp á hálft prósentustig þýðir að vextir fara úr 5,3 prósentum í 4,8 prósent. Fyrir fram höfðu greinendur búist við vaxtalækkun, en margir höfðu talið að hún myndi nema fjórðungi úr prósentustigi, en ekki hálfu prósentustigi eins og raunin varð. Árið 2022 ákvað seðlabankinn að hækka stýrivexti nokkuð skarpt, til að bregðast við verðhækkunum og kæla hagkerfið. Nú telja sérfræðingar bankans að verðbólguhorfur séu góðar, og útlit fyrir að verðbólga nái brátt tveggja prósenta markmiði bankans. Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í dag að um sterka aðgerð væri að ræða. Henni væri ætlað að varðveita þann árangur sem hefði náðst í efnahagsmálum. „Vinnumarkaðurinn er á góðum stað. Við viljum halda því þannig. Það er það sem við erum að gera,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Powell. Bandaríkin Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Lækkun upp á hálft prósentustig þýðir að vextir fara úr 5,3 prósentum í 4,8 prósent. Fyrir fram höfðu greinendur búist við vaxtalækkun, en margir höfðu talið að hún myndi nema fjórðungi úr prósentustigi, en ekki hálfu prósentustigi eins og raunin varð. Árið 2022 ákvað seðlabankinn að hækka stýrivexti nokkuð skarpt, til að bregðast við verðhækkunum og kæla hagkerfið. Nú telja sérfræðingar bankans að verðbólguhorfur séu góðar, og útlit fyrir að verðbólga nái brátt tveggja prósenta markmiði bankans. Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í dag að um sterka aðgerð væri að ræða. Henni væri ætlað að varðveita þann árangur sem hefði náðst í efnahagsmálum. „Vinnumarkaðurinn er á góðum stað. Við viljum halda því þannig. Það er það sem við erum að gera,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Powell.
Bandaríkin Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira