Kosningapallborð: Nýliðar í landsmálapólitík mætast Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2024 10:56 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Ólafur Adolfsson lyfsali og fyrrum fótboltakempa, Snorri Másson fjölmiðlamaður og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR verða gestir í Kosningapallborðinu á Vísi í dag. Vísir/Vilhelm Framboðslistar stjórnmálaflokkanna eru jafnt og þétt að taka á sig mynd fyrir komandi alþingiskosningar. Fjölmargir þjóðkunnir einstaklingar hafa þegar stigið fram og lýst áhuga á að taka sæti á Alþingi og kosningamaskínur flokkanna komnar í fullan gang. Í kosningapallborð fréttastofunnar í dag fær Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður til sín gesti sem eiga það sameiginlegt að vera þekkt andlit úr öðru samhengi en af vettvangi stjórnmálanna. Nú hafa þau hins vegar öll tekið sæti á lista og gefa kost á sér til Alþingis. Þetta eru þau Snorri Másson fjölmiðlamaður, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Ólafur Adolfsson lyfsali og fyrrum fótboltakempa og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Snorri sækist eftir oddvitasæti hjá Miðflokknum í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu, Ragnar Þór mun leiða Flokk fólksins í Reykjavík norður, Ólafur leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og Sólveig Anna gefur kost á sér í þriðja sæti hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður. Öll hafa þau látið að sér kveða í þjóðmálaumræðu, hvert með sínum hætti, en í pallborðinu fáum við að kynnast þeim sem stjórnmálamönnum. Við ræðum kosningabaráttuna framundan, málefnin, stöðu flokkanna og aðdraganda þess að þau ákváðu að gefa kost á sér á lista. Kosningapallborðið er í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi og hefst klukkan 14:00. Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Pallborðið Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Í kosningapallborð fréttastofunnar í dag fær Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður til sín gesti sem eiga það sameiginlegt að vera þekkt andlit úr öðru samhengi en af vettvangi stjórnmálanna. Nú hafa þau hins vegar öll tekið sæti á lista og gefa kost á sér til Alþingis. Þetta eru þau Snorri Másson fjölmiðlamaður, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Ólafur Adolfsson lyfsali og fyrrum fótboltakempa og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Snorri sækist eftir oddvitasæti hjá Miðflokknum í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu, Ragnar Þór mun leiða Flokk fólksins í Reykjavík norður, Ólafur leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og Sólveig Anna gefur kost á sér í þriðja sæti hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður. Öll hafa þau látið að sér kveða í þjóðmálaumræðu, hvert með sínum hætti, en í pallborðinu fáum við að kynnast þeim sem stjórnmálamönnum. Við ræðum kosningabaráttuna framundan, málefnin, stöðu flokkanna og aðdraganda þess að þau ákváðu að gefa kost á sér á lista. Kosningapallborðið er í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi og hefst klukkan 14:00.
Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Pallborðið Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira