Flokksræfilsháttur Flokksræfilsháttur íslenskra stjórnmálamanna hefur nú endanlega gengið af stjórnmálaáhuga mínum dauðum. Ekkert er metið hlutlægt, engrar samkvæmni gætir, allt er skilið samkvæmt hagsmunum flokksins. Bakþankar 14. október 2007 00:01
„…deyr líka kvenveski lúið“ Þetta gerðist allt svo hratt. Skyndilega fannst fólki sjálfsagt að segja: „Ég er góð/ur" í staðinn fyrir „sama og þegið" eða „nei, takk". Mánaðarheiti voru skrifuð með stórum staf og engin ástæða þótti lengur til að þýða nöfn kvikmynda eða sjónvarpsþátta. Dansverk hétu nær undantekningarlaust enskum nöfnum. Engar mótbárur heyrðust. Bakþankar 13. október 2007 00:01
Að komast á kortið Ég er ekkert hrifinn af þessari friðarsúlu en þetta er frábær landkynning, sagði félagi minn við mig um daginn þegar við fylgdumst með umstanginu í kringum Yoko Ono og súluna í Viðey. Ég heyrði að margir tóku í sama streng. Fæstir ræddu um listrænt gildi verksins en allir voru ósköp ánægðir með að kastljós fjölmiðlanna skyldi beinast að Íslandi eina kvöldstund. Bakþankar 12. október 2007 00:01
Ég sá ljósið Ég var búinn að bíða dögum saman við póstkassann eftir sendli frá Reykjavíkurborg með miða handa mér á súlugillið. Því miður virðist miðinn minn hafa týnst á leiðinni. Þegar ljóst var hvert stefndi, laust eftir sjö á þriðjudaginn, skellti ég mér í skóna, setti soninn í stóru úlpuna yfir náttfötin og brunaði niðrí Sundagarða. Bakþankar 11. október 2007 13:59
Svart á hvítu Hvergi er meiri draugagangur og á netinu. Gamlar upplýsingar og hrekkir sveima þar um árum saman í óendanlegu tómarúmi. Virðast geta sest að í sálum fólks hvenær sem er og valdið ómældum ótta. Sífellt er verið að vara fólk við hvers kyns vá í gegnum tölvupósta og netskrif. Varnaðarorð leynast við hverja fingrasetningu. Bakþankar 9. október 2007 00:01
Íslenskt gullauga Í allri hinni neikvæðu umræðu um okur, græðgi og einkavinavæðingu á Íslandi hefur gleymst að halda því til haga að íslenskur almenningur býr við mikil ókeypis hlunnindi. Til dæmis stendur hverjum sem er til boða að þamba nægju sína af köldu vatni úr næsta krana frítt og gratis. Bakþankar 8. október 2007 05:30
Billjónsdagbók 7.10.2007 OMXI15 var 8.410,57, þegar nágranninn á Smáragötu birtist út á verönd að viðra púddultíkina, og Nasdaq var 2.729,43 þegar hann sagðist vera til viðræðu um að selja mér húskofann sinn fyrir 300 millur. Púddultíkin væri innifalin í verðinu. Það fylgdi með henni ættartala. Sama væri ekki hægt að segja um konuna hans. Því miður. Bakþankar 7. október 2007 00:01
Maðkur Því er oft haldið fram að á Íslandi sé lítil spilling. Þetta kann að vera rétt. Vísast eru fáir sem stunda myrkraverk eins og mútur og svoleiðis hér á landi, enda eru allir jú svo góðir vinir hvort sem er. Né heldur tel ég það algengt að fólk vakni upp við hlið afskorins hrosshauss í rúmi sínu, eins og í kvikmyndinni Godfather. Bakþankar 6. október 2007 00:01
Safarík dagskrá Það má gera því skóna að nokkrir hafi lagt frá sér ókláraða ábætisskál þegar Eva María Jónsdóttir spjallaði við Hrafnkel Sigurðsson í Kastljósviðtali á sunnudag. Lystarleysið má líklega tímasetja við augnablikið þar sem Hrafnkell lýsti „hugljómun" sinni á tíunda áratugnum. Bakþankar 5. október 2007 00:01
Okur! Okur! Okur! Á Íslandi er okrað. Þetta vita allir enda svíður venjulegu fólki í budduna oft á dag. Verð á flestu, ef ekki öllu, er hér dýrara en annars staðar. Hér vinna menn líka lengur en annars staðar en skulda samt meira en gengur og gerist í öðrum lödnum. Þetta er fáránlega ömurlegt ástand. Bakþankar 4. október 2007 00:01
Boðun í skoðun Í fyrradag hlotnaðist mér sá heiður að fá að vera viðstödd setningu Alþingis. Þrátt fyrir að vera almennt frekar léleg í uppskrúfuðu prótókolli varð ég að svala forvitninni og fylgjast með þessari virðulegu athöfn að minnsta kosti einu sinni. Bakþankar 3. október 2007 00:01
Kynlegur grautur Ófullnægt og óhamingjusamt fólk eru bestu neytendur sem völ er á. Flestir þeirra sem nota tölvupóst kannast við kæfupóstinn sem rignir inn til manns alla daga. Fyrirsagnirnar eru venjulega loforð um stærra typpi, stinnari brjóst, minni bumbu, rass án appelsínuhúðar, stinnari maga eftir meðgöngu og innri frið. Bakþankar 2. október 2007 00:01
Evra eða króna? Íslendingar hafa notast við margs konar gjaldmiðil: Álnir vaðmáls, merkur silfurs, kúgildi, jarðarhundruð, ríkisdali, skildinga, spesíur, danskar krónur, íslenskar krónur og nú er talað um að prófa hvort evru muni fylgja meiri gæfa en krónu. Bakþankar 1. október 2007 05:30
Ógleymanlegt óminni Einu sinni fékk ég launaseðil sem er mér afar eftirminnilegur. Þar var ég nefnilega minntur á að ég hefði þegið greiðslu fyrir að leika djass á ákveðnum veitingastað í Reykjavík og að mér bæri að borga af henni skatt. Bakþankar 30. september 2007 00:01
Virðið fyrir ykkur útsýnið Þá er það komið á hreint. Íslenskir rithöfundar eru karlmenn. Í báðum tilvikunum sem blaðamenn sáu ástæðu til að falast eftir áliti rithöfunda á nýyfirstaðinni sameiningu Máls og menningar og JPV-útgáfu var að minnsta kosti bara leitað til karlmanna. Bakþankar 29. september 2007 00:01
Tólf ára í tísku Þegar ég fer í gegnum myndaalbúm foreldra minna eru fáar myndir sem vekja með mér meiri óhug en myndirnar sem teknar voru af mér þegar ég var tólf ára. Ég var upp á mitt allra ljótasta á þeim aldri. Einhvern veginn á mörkum þess að vera barn og unglingur og hlutföll líkamans í samræmi við það. Bakþankar 28. september 2007 00:01
Ísland — til hvers? Athafnamenn ágirnast landið, orkuna, vatnið, fiskinn. Mestur gróði fæst eflaust með því að leggja þjóðfélagið niður, ekki bara málið og krónuna. Hverjum Íslendingi eru því boðnar 100 milljónir í vasann fyrir að yfirgefa landið. Þú mátt aldrei snúa aftur, enda svo sem ekki til mikils að snúa þegar allir eru fluttir í burtu og bara risavaxnar verksmiðjur með innfluttum þrælum eftir. Værirðu til í þetta? Bakþankar 27. september 2007 00:01
Zero tolerance Eins og fyrr hafa öfgar yfirgnæft umræðuna um ástand miðborgarinnar. Ólátum um nætur jafnvel lýst sem neyðarástandi sem er gróflega misnotuð skilgreining. Þá á ég auðvitað ekki við ofbeldi sem víða á sér stað, heldur óspektir og sóðaskap sem lengst af var látið óátalið. Bakþankar 26. september 2007 00:01
Morðingjar og réttlæti Réttlæti er eitt fegursta hugtak tungumálsins. Það getur samt verið erfitt að festa reiður á merkingu þess. Sérstaklega þegar svívirðilegir og óafturkræfir glæpir eru framdir. Þegar ég var átta ára gömul greyptist frétt í huga mér. Hún sagði frá hrottalegu morði. Svo mikið varð mér um að enn man ég frásögnina nær orðrétta, hvar ég var stödd, hvað ég var að gera og hverjir voru í kringum mig. Bakþankar 25. september 2007 00:01
Goodbye, ástkæra … Sú var tíð að hægt var að sjá af holdafari fólks staðsetningu þess í metorðastiga þjóðfélagsins. Aðeins kaupmenn, prófastar og sýslumenn höfðu efni á að koma sér upp ístru, sem var stöðutákn þeirra tíma. Snotur ístra jafngilti 50 milljóna sportbíl í nútímanum en knésíð vömb var á við einkaþotu. Bakþankar 24. september 2007 05:30
Biljónsdagbók 23.09.2007 Það tíðkast ekki á Gordon Ramsay að blóta yfir aðalrétti sem kostar yfirleitt 350 til 400 pund. Þess vegna litu nærstaddir upp með auðstéttarskelfingu í svip þegar Iwaunt Moore horfði á mig eins og naut á nýja virkjun og urraði: Vott ðu hell ar jú tokinga bát!? Bakþankar 23. september 2007 00:01
Smyglarar Í Frank og Jóa bókunum sem ég las sem krakki minnir mig að þeir félagar hafi sífellt verið að kljást við smyglara. Þetta voru vanalega einhverjir dularfullir stórskornir menn með húfu niður að augum, í sjóarapeysum, að læðupokast eitthvað við skemmur á hafnarsvæðinu, ef ég man rétt. Bakþankar 22. september 2007 00:01
Sigur Eftir gullaldarárin í handboltanum á níunda áratugnum er því ekki að neita að hugtakið „strákarnir okkar" hefur misst nokkurt vægi á síðustu árum. Fyrir síðasta stórmót í handbolta þurfti til dæmis að blása til sérstaks átaks þar sem landsmenn beinlínis skuldbundu sig til að kalla landsliðið „strákana okkar" sama hvað á dyni. Bakþankar 21. september 2007 00:01
Miðbæjar-vandinn Hvað er að þessu liði? Slagandi um helgi eftir helgi, mígandi utan í veggi, slefandi fullt og ógeðslegt í örvæntingarfullri leit að einhverju til að dempa depurðina og einhverjum til að fjölga sér með. Getur þetta lið ekki hist í iðnaðarhverfum svo Egill Helgason og Þráinn Bertelsson geti hlaupið á náttbuxunum eftir baguette kl. 8 á laugardagsmorgni án þess að stíga í ælu eða fá einn gúmoren hjá vitstola ofbeldishnakka? Bakþankar 20. september 2007 05:30
Sultur Af eðlislægri forvitni hef ég stundum leiðst út í tilraunir sem eiga að miða að bættri heilsu og betra lífi. Úthaldið hefur nú reyndar verið minna en trúgirnin svo enn sem komið er sitja fáar sérþarfir eftir. Svona tveimur dögum eftir kaup á rándýrri spírúlínu er ég til dæmis búin að steingleyma henni og kemst þar af leiðandi aldrei að því hvort hún virkar eins vel og haldið er fram. Bakþankar 19. september 2007 00:01
Hver sigrar? Fá umræðuefni þykja skemmtilegri umræðuefni en hörmungar. Þá einkum og sér í lagi þegar þær snúa að þjáningum fallegs fólks sem hefur átt velgengni að fagna. Öll vitum við af hungri, sjúkdómum og kúgun í heiminum en það er viðvarandi og víðfeðmt vandamál sem erfitt er að persónugera og því fremur óheppilegt skemmtiefni yfir kaffibolla eða netskrifum. Bakþankar 18. september 2007 00:01
Jólasveina-vísitala Nú hefur verið ákveðið að fækka jólasveinum niður í fjóra. Upphaflega voru þeir einn og átta (sama sem níu) en vegna vísitölutryggingar voru þeir komnir upp í þrettán. Með þessu á að fylgja eftir niðurskurðaraðgerðum Ríkisútvarpsins ohf. sem ganga út á að fækka Spaugstofumönnum til að geta keypt vetrarhjólbarða undir bifreið útvarpsstjóra. Bakþankar 17. september 2007 05:30
Velditilfinninganna Í síðustu viku heyrði ég mætan mann fullyrða að vitræn umræða um trúmál sé í skötulíki á Íslandi, fólk geri ekki annað en að „skiptast á tilfinningum“. Mér þóttu þetta stór orð, því í mínum huga er trú fyrst og fremst tilfinning en ekki niðurstaða fræðilegrar rökleiðslu. Hvernig er hægt að gera lítið úr mikilvægi trúartilfinningarinnar? Bakþankar 16. september 2007 00:01
Fréttir af Eklu Mist Á miðvikudagskvöldið sagði Sigríður Björnsdóttir Hagalín, fréttamaður Ríkissjónvarpsins, frá mikilli eymd sem sumir einstæðir foreldar búa við hér á landi. Ekki það að það séu alveg nýjar fréttir því eins og fjölmiðlar benda á hvert haust er þetta líka hópurinn sem fer verst út úr dagmömmueklunni sem og þegar pláss skortir á leikskólum eða í dægradvöl. Bakþankar 15. september 2007 00:01
Mikilvægir viðskiptavinir Sex ára gömul vinkona mín hóf skólagöngu sína á dögunum. Hún var ansi roggin með sig og þóttu þetta stór tímamót. Það þótti líka ýmsum fyrirtækjum úti í bæ, sem sáu sér leik á borði og hófu að senda barninu alls kyns glaðning í tilefni áfangans. Litla skólastelpan fékk dýrindis pennaveski frá ónefndum banka sem að sjálfsögðu var merkt bankanum í bak og fyrir. Bakþankar 14. september 2007 00:01
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun