Grindvíkingar fá forgang í lóðir í Ölfusi Grindvíkingar fá forgang við úthlutun lóða í Ölfusi. Um er að ræða lóðir fyrir allt að 127 íbúðir. Innlent 1. mars 2024 10:13
Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. Innlent 1. mars 2024 09:44
Ekki í boði að þreytast á varnaðarorðum um eldgos Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir enn auknar líkur á eldgosi í og/eða við Svartsengi. Hún segist helst óttast að fólk verði værukært vegna reglulegra frétta af auknum líkum á eldgosi. Innlent 1. mars 2024 09:06
Bein útsending: Upplýsingafundur um vatn og rafmagn í Reykjanesbæ Upplýsingafundur um afhendingaröryggi vatns og raforku á Suðurnesjum fer fram í Reykjanesbæ í kvöld. Þar verður meðal annars fjallað um viðbrögð við jarðhræringum og forvarnir og verður fólki gert kleift að spyrja spurninga úr sal eða í gegnum Facebook. Innlent 29. febrúar 2024 19:35
Grindvísk börn dreifast í hátt í sjötíu skóla Vel innan við helmingur barna í Grunnskóla Grindavíkur stundar enn nám við skólann sem rekinn er á nokkrum stöðum í Reykjavík. Flest hafa börin fært sig annað og stunda nú nám í hátt í sjötíu skólum um allt land. Mikil óvissa er um framtíð skólans næsta vetur. Innlent 29. febrúar 2024 19:30
Hart sótt að Úlfari á fundi með blaðamönnum Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mætti á fund blaðamanna í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands og var hart að honum sótt á stundum. Innlent 29. febrúar 2024 15:09
Með alla skjái í gangi og öll tæki uppi Enn aukast líkurnar á eldgosi á næstu dögum og fyrirvarinn gæti orðið mjög stuttur. Náttúruvársérfræðingur segir þrýstinginn sífellt byggjast upp og starfsfólk Veðurstofunnar líti ekki af mælunum. Innlent 29. febrúar 2024 11:51
Kvikumagnið heldur áfram að aukast Áfram eru auknar líkur á eldgosi á Reykjanesi í og við Svartsengi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu þar sem segir að virknin hafi haldist stöðug undanfarna daga. Innlent 29. febrúar 2024 11:04
Um þrjátíu skjálftar frá miðnætti við kvikuganginn Nóttin var róleg á Reykjanesinu þegar kemur að skjálftavirkni en töluverður fjöldi smáskjálfta mældist hinsvegar við Eiturhóla í grennd við Hengil. Innlent 29. febrúar 2024 07:18
Aukin skjálftavirkni og þolmörk að nálgast Skjálftavirkni við kvikuganginn á Reykjanesskaga hefur aukist sem bendir til þess að kvikumagnið sé komið að þolmörkum. Fagstjóri hjá Veðurstofunni segir áhyggjuefni að fólk sé að gista í Grindavík en vonar að það sé tilbúið að yfirgefa bæinn í flýti. Innlent 28. febrúar 2024 11:39
Gaslykt í Reykjanesbæ vegna blöndu frá hrauninu og virkjuninni Umhverfisstofnun hafa borist ábendingar um sterka gaslykt í Reykjanesbæ undanfarna daga. Fólk hafi jafnvel fundið fyrir einkennum á borð við sviða í hálsi og höfuðverk. Innlent 28. febrúar 2024 10:13
Vona að jarðvegur verndi nýja lögn renni hraun aftur sömu leið Vinnuflokkar keppast nú við að klára frágang í kringum nýja Njarðvíkurlögn og nýja og hærri háspennulínu, sem liggur yfir varnargarðinn við Svartsengi, áður en eldgos hefst. Um átta milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast undir Svartsengi að mati Veðurstofunnar en enginn gosórói mælist enn sem komið er. Innlent 27. febrúar 2024 19:21
Víðir kominn aftur úr veikindaleyfi Víðir Reynisson, sviðstjóri hjá almannavörnum, er kominn aftur úr veikindaleyfi. Víðir fór í veikindaleyfi þann 10. febrúar. Hann var viðstaddur íbúafund í Laugardalshöll í gær um málefni Grindvíkinga. Innlent 27. febrúar 2024 15:17
Líkur á eldgosi á næstu klukkustundum eða dögum Átta milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast upp undir Svartsengi. Jarðeðlisfræðingur telur líklegt að bresti á með eldgosi á næstu klukkutímum eða dögum. Innlent 27. febrúar 2024 11:39
Svona hljómuðu viðvörunarflauturnar í Grindavík Almannavarnir prófuðu viðvörunarflautur sínar í Grindavík og við Bláa lónið í gærkvöldi klukkan 22:00. Innlent 27. febrúar 2024 09:57
Bein útsending frá Þorbirni Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. Kvikuhlaup hófst skammt frá Sýlingarfelli síðdegis í dag. Innlent 27. febrúar 2024 09:30
Nýtt hraun á Reykjanesi nýtur ekki sömu verndar og annað hraun Eftir að ný lög voru samþykkt í nóvember um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga þurfa yfirvöld ekki að leita umsagnar Umhverfisstofnunar lengur með hefðbundnum hætti þegar raska á til dæmis nýju hrauni. Yfirvöld eiga samráð við stofnunina en miklu takmarkaðri hætti en kveður á um í náttúruverndarlögum. Innlent 27. febrúar 2024 06:46
Skjálfti við Kleifarvatn Tiltölulega stór jarðskjálfti mældist við Kleifarvatn um klukkan hálf sjö í kvöld. Skjálftinn, sem var 3,4 stig og mældist um tvo kílómetra austur af vatninu, fannst í byggð og fylgdu honum nokkrir eftirskjálftar. Innlent 26. febrúar 2024 20:05
Ekki skynsamlegt að gista í Grindavík Auknar líkur eru taldar á gosi á Reykjanesi og kvikumagnið undir Svarstengi mun líklega á morgun ná neðri mörkum þess sem hefur safnast saman í kvikuhólfinu fyrir síðustu eldgos. Innlent 26. febrúar 2024 20:00
Kvikumagn nærri átta milljón rúmmetrum og líkur á gosi að aukast Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. Kvikumagn nálgast nú sömu mörk og í aðdraganda síðustu gosa. Jarðskjálftavirkni jókst um helgina. Innlent 26. febrúar 2024 16:35
Bein útsending: Fundur almannavarna með Grindvíkingum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra heldur upplýsingafund fyrir íbúa Grindavíkur. Fundurinn hefst klukkan 17:00 og stendur yfir til klukkan 19:00. Innlent 26. febrúar 2024 16:16
Reiknar enn með að gjósi í vikunni með litlum fyrirvara Jarðeðlisfræðingur segir enn allt benda til þess að eldgos hefjist í þessari viku með litlum fyrirvara. Þeir sem dvelji í Grindavík verði að vera viðbúnir að yfirgefa bæinn í snatri. Innlent 26. febrúar 2024 12:01
Beðin um að flytja ekki dýr aftur í bæinn Matvælastofnun vill beina þeim tilmælum til Grindvíkinga að flytja ekki dýrin sín aftur inn í bæinn, jafnvel þó aðgengi hafi verið rýmkað. Þetta kemur fram í tilkynningu. Innlent 26. febrúar 2024 12:00
Prófa viðvörunarlúðra í Grindavík Almannavarnir ætla að prófa viðvörunarlúðra í Grindavík og við Bláa lónið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu. Innlent 26. febrúar 2024 10:04
Gervihnattamyndir sýni víðfeðmt landris á Íslandi Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur vill að stjórnvöld undirbúi sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna eldgosa á Reykjanesi, meðal annars þá að Reykjanesbraut kunni að lokast. Gervihnattamyndir sýna víðfeðmt landris á Íslandi og grunar Þorvald að möttulstrókur undir landinu beri ábyrgð. Sé það rétt geti það bent til aukinnar gosvirkni um land allt. Innlent 26. febrúar 2024 08:38
„Akkúrat þessi fyrirvari sem veldur okkur áhyggjum“ „Staðan er bara sú að við deilum áhyggjum Veðurstofunnar yfir því hvað geti gerst á næstu dögum,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna um stöðuna á Reykjanesi. Veðurstofan telur eldgos líklegt í vikunni sem nú fer í hönd og að byrjað gæti að gjósa með innan við hálftíma fyrirvara. Innlent 25. febrúar 2024 16:26
Mikilvægt að sjá til þess að allir Grindvíkingar hafi þak yfir höfuðið „Það er óvissa með nánast allt þegar kemur að Grindavík,“ sagði Oddný G. Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar í Sprengisandi í morgun. Þar var hún ásamt Ágústi Bjarna Garðarssyni þingmanni Framsóknar en þau ræddu málefni Grindavíkur. Innlent 25. febrúar 2024 15:07
Heitt vatn komið á í Grindavík Heitt vatn er komið aftur á í Grindavík og gert er ráð fyrir eðlilegum þrýstingi á hitaveituna eftir helgi. Í dag var ný hjáveitulögn tengd við hitaveituna. Innlent 24. febrúar 2024 20:33
Ný lögn í gegnum hraunið Lokað er fyrir heitt vatn á Grindavík meðan unnið er að því að tengja hjáveitulögn í bæinn. Með lögninni tapast minna af heitu vatni og hægt er að auka þrýstinginn. Um 25 manns vinna að verkinu, sem gengur vel. Innlent 24. febrúar 2024 16:32
Almannavarnir boða til íbúafundar fyrir Grindvíkinga Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar í Laugardalshöll fyrir íbúa Grindavíkur næstkomandi mánudag. Markmiðið er að upplýsa íbúa um stöðu jarðhræringa og innviða í og við Grindavík. Innlent 24. febrúar 2024 10:39