Innrás Rússa í Úkraínu

Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Fréttamynd

Ætlar ekki að gefa eftir landsvæði fyrir frið

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að ríkið muni ekki láta Rússa fá landsvæði í austurhluta Úkraínu í skiptum fyrir frið. Hann segir Rússum ekki treystandi til að standa við nokkuð samkomulag og að Úkraínumenn hefðu enga ástæðu til að trúa því að Rússar myndu ekki gera aðra atlögu að Kænugarði í framtíðinni.

Erlent
Fréttamynd

„Dauðinn á ekki síðasta orðið“

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flutti páskapredikun sína í Dómkirkjunni í morgun en predikunin í ár var óneitanlega lituð af stríðinu í Úkraínu. Víða um heim megi sjá merki eyðileggingar og dauða þar sem fórnarlömbum fjölgar en boðskapur Krists veiti fólki stuðning. 

Innlent
Fréttamynd

Sjálfskaparvíti og dómgreindarleysi

Fyrir mánuði síðan flutti Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, ræðu á þingi þess þar sem hann sagði að sambandið hefði í raun gert hernaðaruppbyggingu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, mögulega sem og hernað hans í Úkraínu með kaupum á rússnesku gasi og olíu um langt árabil.

Skoðun
Fréttamynd

Vaktin: Sprengingar heyrðust í Kænu­garði

Rússnesk stjórnvöld segja að Úkraínuher hafi sent þyrlur inn í lofthelgi Rússa. Þar hafi flugmenn skotið sprengjum á byggingar í þorpinu Klimovo í Brjanskfylki. Rússar hafa áður haldið sams konar ásökunum á lofti, en Úkraínumenn neituðu þeim.

Erlent
Fréttamynd

Lögðu hald á stærstu snekkju heims

Lögreglan í Þýskalandi hefur lagt hald á stærstu snekkju heims eftir að umfangsmikil rannsókn leiddi í ljós að hún væri í eigu systur ólígarkans Alisher Usmanov. Snekkjan, sem ber heitið Dilbar, er metin á 600 milljónir dollara.

Erlent
Fréttamynd

Finnar og Svíar færast nær NATO-aðild

Forsætisráðherrar Finnlands og Svíþjóðar segja báðir að öryggislandslag Evrópu hafi tekið grundvallarbreytingum með innrás Rússa í Úkraínu. Það geti leitt til þessa að bæði ríki sæki um aðild að NATO, Atlantshafsbandalaginu.

Erlent
Fréttamynd

Þakka stelpunum okkar fyrir stuðninginn

Um leið og íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann sigrana tvo gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi, og steig stórt skref í átt að HM, sýndi liðið stuðning við úkraínsku þjóðina með táknrænum hætti.

Fótbolti
Fréttamynd

Heyrði ekki í móður sinni í 37 daga

Úkraínsk kona sem er fædd og uppalin í Mariupol en býr nú á Íslandi segir hræðilegt að fylgjast með framgöngu Rússa í borginni. Öldruð móðir hennar, systir og systurdóttir eru fastar í borginni en þar til fyrir helgi hafði hún ekki heyrt frá þeim í meira en fimm vikur.

Innlent
Fréttamynd

„Slátrarinn í Sýrlandi“ tekur við stjórn hersins í Úkraínu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað nýjan herforingja til að taka yfir stjórn innrásarinnar í Úkraínu. Sá heitir Aleksandr Dvornikov en er gjarnan kallaður „Slátrarinn í Sýrlandi“. Herforinginn tók við stjórn innrásarinnar um helgina en hingað til hefur enginn einn herforingi haldið utan um hernaðaraðgerðir Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Segja Rússa beita efna­vopnum í Maríu­pol

Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Rýnt í stöðuna: Vopnakapphlaup í austri

Rússar vinna enn hörðum höndum að því að koma liðsauka til hersveita í austurhluta Úkraínu. Markmið þeirra er að ná fullum tökum á og halda Donbas-héraði en miklar efasemdir eru uppi um það hvort Rússar geti það yfir höfuð.

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: „Sann­leikurinn mun sigra“

Ríkissaksóknari Úkraínu segir að rúmlega tólf hundruð lík hafi fundist í nágrenni við Kænugarð eftir að Rússar drógu herlið sitt til baka. Þá eru Rússar grunaðir um að hafa framið rúmlega 5.600 stríðsglæpi í Úkraínu frá því að innrásin hófst. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í dag og í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: Ó­breyttir borgarar myrtir í Do­netsk

Frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst fyrir 44 dögum hefur rússneskum hersveitum orðið lítið ágengt. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins munu á næstu dögum beita sér fyrir því að Alþjóðaglæpadómstóllinn taki fyrir mögulega stríðsglæpi Rússa. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.

Erlent
Fréttamynd

Segir árásina á lestarstöðina enn eitt dæmið um stríðsglæpi Rússa

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir árás rússneskra hersveita á lestarstöð í Kramatorsk vera enn eitt dæmið um þá stríðsglæpi sem Rússar hafa framið í Úkraínu og kallar hann eftir réttarhöldum. Rússar neita sök en utanríkisráðherra Úkraínu segir að um slátrun hafi verið að ræða og varnamálaráðuneyti Bretlands telur ljóst að rússneskar hersveitir hafi ráðist vísvitandi á almenna borgara. 

Erlent
Fréttamynd

Ursula segir hryllingin í Bucha skekja allt mannkynið

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins heimsótti Bucha í dag og segir grimmd Rússa þar skekja allt mannkynið. Hún afhenti Úkraínuforseta spurningalista í dag sem er fyrsta formlega skrefið í aðildarumsókn landsins að Evrópusambandinu. Talið er að fimmtíu óbreyttir borgarar hafi fallið og yfir þrú hundruð særst í eldflaugaárás Rússa á lestarstöð í borginni Kramatorsk í suðausturhluta Úkraínu í morgun.

Erlent