Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór af stað í morgun, á hjúkrunarheimilinu Grund. Þar voru haldnir tónleikar fyrir heimilisfólk og gesti hátíðarinnar, sem fagnar 25 ára afmæli sínu í ár. Tónlist 7. nóvember 2024 12:06
Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Brynjar Úlfur Morthens mun fara með hlutverk föður síns Bubba Morthens í nýrri leikinni þáttaröð sem ber heitið „Morthens.“ Þáttaröðin byggir á lífi og upphafi ferils tónlistarmannsins sem allir Íslendingar þekkja. Bíó og sjónvarp 7. nóvember 2024 10:53
Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Hvað gerir Hollywood-stjarna þegar hún er ekki nógu ung og sæt til að vera lengur á skjánum? Hún neitar að sætta sig við örlög sín og reynir hvað hún getur til að verða ung á ný, sprautar sig jafnvel með dularfullu efni án þess að hugsa út í mögulegar aukaverkanir. Gagnrýni 7. nóvember 2024 08:31
Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Formaður Rithöfundasambands Íslands segir hvorki rithöfunda né útgefendur græða á samningum við Storytel. Vinna þeirra væri seld langt undir kostnaðarverði. Rithöfundasambandið leitar til lögfræðinga vegna mikillar óánægju innan starfsstéttarinnar. Innlent 7. nóvember 2024 07:01
Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Ástralski breikdansarinn Rachael Gunn hefur ákveðið að setja breikdansskóna sína upp á hillu og hætta að keppa í íþróttinni. Sport 7. nóvember 2024 06:30
Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Héraðsdómur hefur sýknað Fjölmiðlanefnd og íslenska ríkið af öllum kröfum Sýnar í máli sem sneri að hálfrar milljónar króna sekt, sem nefndin lagði á Sýn vegna dulinna auglýsinga í raunveruleikaþáttunum LXS, sem sýndir voru á Stöð 2 og Stöð 2+. Sýn krafðist þess að sektin yrði endurgreidd og vísaði meðal annars til þess að félagið hefði ekkert fengið greitt fyrir auglýsingar í þættinum. Neytendur 6. nóvember 2024 14:19
Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Það er mikið um að vera hjá ástsælu hljómsveitinni Hjálmum. Þeir eru að senda frá sér nýtt lag sem heitir Vor og troða upp á tvennum Airwaves tónleikum á morgun, bæði á Grund og á Listasafni Reykjavíkur. Tónlist 6. nóvember 2024 14:02
Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Á menningarvefnum Lestrarklefinn er nú fjallað um hinar ýmsu bækur sem komið hafa út á árinu. Sæunn Gísladóttir fjallar hér um bókina Hittu mig í Hellisgerði eftir Ásu Marin. Lífið samstarf 6. nóvember 2024 10:32
Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta verður fyrsti áreksturinn okkar og við hlökkum til að sjá hvernig verkin okkar munu tala saman í rýminu,“ segja myndlistarmennirnir Steingrímur Gauti og Árni Már sem standa að samsýningunni Árekstur. Báðir hafa þeir haslað sér völl sem einhverjir vinsælustu listamenn landsins. Menning 6. nóvember 2024 09:00
„Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Barnabókahöfundur birti uppgjör sitt fyrir bóksölu síðasta árs. Mikill munur er á greiðslum fyrir bóksölu og spilun á streymisveitunni Storytel. Hún segir rithöfunda verða að reiða sig á listamannalaun en þau séu alls ekki nóg. Menning 5. nóvember 2024 15:58
Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Leikarinn Barry Keoghan þvertekur fyrir það að hafa verið með gervityppi við tökur á kvikmyndinni Saltburn. Í lokaatriði myndarinnar dansar Oliver Quick, karakter Keoghan, um nakinn og segir leikarinn að honum hafi ekki þótt það neitt óþægilegt. Lífið 5. nóvember 2024 15:55
Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Menningarlífið hérlendis iðar um þessar mundir þar sem afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2024 fer fram á fimmtudag í Grósku. Menning 5. nóvember 2024 15:00
Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Það var mikil líf og fjör í LHÍ um helgina þar sem hátískan var í hávegum höfð. Annars árs fatahönnunarnemar stóðu fyrir tískusýningunni Misbrigði en sýningin var einstaklega vel sótt og færri komust að en vildu þar sem miðarnir ruku út eins og heitar lummur. Tíska og hönnun 5. nóvember 2024 11:31
Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Ritdómum rignir nú inn á menningarvefinn Lestrarklefinn. Hér fjallar Sjöfn Asare um bók Tómasar Ólafssonar, Breiðþotur. Lífið samstarf 5. nóvember 2024 10:32
„Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ „Það er eitthvað töfrandi við það að leyfa sér að vera eins og barn,“ segir tónlistarkonan, danshöfundurinn og nýsköpunarfræðingurinn Melkorka Sigríður Magnúsdóttir. Hún var að frumsýna dansverkið Hverfa í samstarfi við Íslenska dansflokkinn um helgina á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu og stemningin var í hæstu hæðum. Menning 5. nóvember 2024 09:00
Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Bragi Páll var að senda frá sér sína fjórðu bók; Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen. Þrándur Þórarinsson málar myndina á kápuna en þar má sjá söguhetjunni eftir að nokkur umskipti hafa átt sér stað. Hann étur skít og öðlast samkennd. Lífið 5. nóvember 2024 08:03
Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Íslenskar kvikmyndir, heimildamyndir og leikið sjónvarpsefni eru menningarleg verðmæti sem að spegla samfélagið. Skerðing á stuðningi við þær takmarkar ekki aðeins þróun greinarinnar sjálfrar heldur dregur það einnig úr menningarlegri fjölbreytni á Íslandi og utan landsteinanna. Þá mun það draga úr hlutverki Íslands sem vettvangs alþjóðlegra kvikmynda- og sjónvarpsverkefna. Skoðun 4. nóvember 2024 16:32
Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Guðni Tómasson, fráfarandi menningarritstjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið verið ráðinn framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Menning 4. nóvember 2024 14:29
Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tveir íslenskir tónlistarmenn segjast hafa heyrt af því að fólk sem tengist þeim ekki kaupi svokallaðar gervispilanir á Spotify til að hafa áhrif á veðmál sem eru tengd útgáfum þeirra. Sjálfir kaupa þeir ekki gervispilanir og taka ekki þátt í umræddum veðmálum. Einn þeirra hefur sagt skilið við veðmálafyrirtækið Coolbet. Tónlist 4. nóvember 2024 13:48
Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Þann 14. nóvember næstkomandi hefjast sýningar á Jólaboðinu í Þjóðleikhúsinu en sýningin hefur tvisvar áður verið á fjölum leikhússins. Gísli Örn Garðarsson leikstýrir og skrifar handritið ásamt Melkorku Tekla Ólafsdóttur. Lífið samstarf 4. nóvember 2024 10:39
Quincy Jones er látinn Bandaríski tónlistarmaðurinn og framleiðandinn Quincy Jones er látinn, 91 árs að aldri. Lífið 4. nóvember 2024 08:05
Verkin og vinnusemin tala sínu máli Ég hef hrifist af þeim fjölmörgu verkum sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur komið til leiða á undanförnum árum til að efla menningu og skapandi greinar á Íslandi, ásamt viðurkenningunni á að um sé að ræða alvöru atvinnugreinar sem skila verulegum efnahagslegum áhrifum til samfélagsins líkt og nýlegar úttektir á hafa staðfest. Skoðun 3. nóvember 2024 21:31
Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Það eru ekki margir sem státa af þeirri reynslu að hafa dáið og komið aftur til lífs. Og það eru líklega enn færri sem geta sagt að þeir gangi bókstaflega fyrir rafhlöðum. Þorvaldur Sigurbjörn Helgason er einn af þeim. Lífið 2. nóvember 2024 08:02
The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kvikmyndin The Bikeriders kom í kvikmyndahús um mitt síðast liðið sumar og af kynningarefninu að dæma virkaði hún sem áhugavert mótvægi við tæknibrellumyndirnar sem ráða ríkjum á þeim árstíma. Hins vegar er hætt við því að margir úr markhópnum, þ.e. fullorðið fólk sem fer í sumarleyfi, hafi misst af. Nú er The Bikeriders hins vegar komin á Leiguna og hægt að bera hana augum þar fyrir tæpar 1000 krónur. Gagnrýni 2. nóvember 2024 07:02
Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Íslenska tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur sett sinn einstaka svip á jólalagið vinsæla „Santa Baby,“ sem var skrifað af Joan Javits og upprunalega flutt af Eartha Kitt árið 1953. Laufey sett lagið í djass-búning og fékk bandaríska Hollywood leikarann Bill Murray til liðs við sig. Lífið 1. nóvember 2024 16:50
Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Strákarnir í IceGuys komast í hann krappann í annarri seríu í samnefndum þáttum þegar þeir eru dæmdir til samfélagsþjónustu eftir dularfullt hvarfs Arons Can. Fyrsta stiklan úr seríunni er frumsýnd á Vísi. Bíó og sjónvarp 1. nóvember 2024 14:00
Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Fullt var út úr dyrum í Eymundsson við Skólavörðustíg í gær þegar stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann hélt þar útgáfufögnuð í tilefni af útgáfu bókar hans Óvæntur ferðafélagi. Um er að ræða minningarbók Eiríks og ferðasögu með kvillann sem hann kennir við Tínu. Menning 1. nóvember 2024 13:00
Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Friðsemd, fyrsta skáldsaga Brynju Hjálmsdóttur er til umfjöllunar á menningarvefnum Lestrarklefinn en þar er skrifað um hverskonar bækur og menningartengt efni. Hér fjallar Rebekka Sif Stefánsdóttir um bók Brynju. Lífið samstarf 1. nóvember 2024 10:32
„Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Einar Örn er holdtekja íslenska pönksins. Hann á í það minnsta slagorðið sem tekur vel utan um það tímabil sem reis hæst á Íslandi 1981-1982: „Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.“ Í dag er Einar Örn myndlistarmaður. Hann er harður á því. Lífið 1. nóvember 2024 08:01
Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Bandaríski rapparinn Young Thug hefur játað sekt sína í umfangsmiklu máli sem hefur vakið mikla athygli jafnt vestan- og austanhafs. Hann hefur játað sig sekan í liðum sem snúa að brotum á lögum um skotvopnaeign og fíkniefnavörslu. Tónlist 1. nóvember 2024 00:05