Bretland

Fréttamynd

Hyggjast rannsaka áhrif Ivermectin gegn Covid-19

Rannsakendur við Oxford-háskóla hyggjast gefa einstaklingum eldri en 50 ára með einkenni Covid-19 lyfið Ivermectin til að kanna hvort notkun þess sporni gegn sjúkrahúsinnlögnum af völdum sjúkdómsins.

Erlent
Fréttamynd

Kórónuveiran hefur ekki hrakið fleiri í foreldrahús

Sú flökkusaga að kórónuveirufaraldurinn hafi orðið til þess að bresk ungmenni flúðu umvörpum aftur í foreldrahús á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Einstaklingum á aldrinum 18 til 34 sem búa í foreldrahúsum hefur þvert á móti fækkað.

Erlent
Fréttamynd

Eldfjallateppi heklað sem rúmteppi á 280 klukkutímum

Ragnheiður Þorsteinsdóttir, sem býr í Luton í Bretlandi er ótrúlega manneskja þegar kemur að handverki en hún var að ljúka við að hekla rúmteppi með myndum af gosinu á Reykjanesi. Ragnheiður er fædd og uppalinn á Snæfellsnesi en flutti í Breiðholti á unglingsárum og flutti svo til Bretlands þar sem hún býr í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fresta afléttingum um mánuð

Loka­skrefi í af­léttingar­á­ætlun Eng­lendinga hefur verið frestað til 19. júlí. Allar sam­komu­tak­markanir átti að af­nema þann 21. júní en vegna bak­slags í far­aldrinum var tekin ákvörðun um að bíða með það í heilan mánuð.

Erlent
Fréttamynd

Atten­bor­ough fundar með leið­togum G7 í dag

Náttúruvísinda- og sjónvarpsmaðurinn David Attenborough mun tala á fundi G7 ríkjanna í dag. Hann hefur þegar biðlað til leiðtoga ríkjanna að grípa til drastískra aðgerða ef forðast á náttúruhamfarir. Ríkin munu ræða umhverfismál á fundi sínum í dag.

Erlent
Fréttamynd

G7 ríkin mynda banda­lag gegn Kína

Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku.

Erlent
Fréttamynd

Fella niður þrjár ferðir til Lundúna

Flugfélagið Play hefur fellt niður þrjár ferðir til Lundúna í byrjun júlímánðar vegna þess að Bretar virðast orðnir hræddir við að ferðast eftir að hafa lent óvænt í sóttkví við heimkomuna frá öðrum löndum að sögn forstjóra félagsins. 

Innlent
Fréttamynd

Biden hittir Johnson, drottninguna og Pútín

Joe Biden Bandaríkjaforseti er mættur til Evrópu í sína fyrstu opinberu heimsókn eftir að hann tók við forsetaembættinu. Hann kom til London í gærkvöldi og hittir Boris Johnson forsætisráðherra í dag.

Erlent
Fréttamynd

Tækifærin í Brexit?

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra var ekki lengi að stökkva til eftir formlega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og lýsa því yfir að hún „skapi mikil sóknartækifæri fyrir Íslendinga“.

Skoðun
Fréttamynd

Breskir tón­listar­menn æra­st ekki af fögnuði yfir auknu að­gengi að Ís­landi

Innanríkisráðherra Bretlands, Oliver Dowden, tilkynnti keikur á föstudag að breskir tónlistarmenn gætu nú ferðast til og spilað á Íslandi, í Noregi og Liecthenstein án þess að þurfa vegabréfsáritun, vegna nýs fríverslunarsamnings sem Bretland hefur gert við ríkin. Viðtökur breskra tónlistarmanna hafa þó ekki verið dynjandi lófatak og þakkir.

Erlent