Árborg

Fréttamynd

Í­búar í Ár­borg verða orðnir 33 þúsund árið 2050

Íbúar í Sveitarfélaginu Árborg verða orðnir þrjátíu og þrjú þúsund árið 2050 samkvæmt nýjum íbúaþróunartölum en eru í dag um tólf þúsund. Mesta áskorunin er nægilegt magn af heitu vatni fyrir alla nýju íbúana, en kalda vatnið er ekkert vandamál, það kemur nóg af því frá Ingólfsfjalli.

Innlent
Fréttamynd

Aukinn kraftur með hækkandi sól

Páskafrí er í loftinu, fermingar og hið séríslenska “páskahret” örugglega í veðurkortunum, þó við værum öll fegin að losna við það. Þetta eru ákveðnir vorboðar, líkt og lóan, sem er komin aftur og ekki má gleyma holótta malbikinu, sandinum á gangstéttum eða brotnum kantsteinum eftir veturinn. Það er þó allt til bóta með hækkandi sól.

Skoðun
Fréttamynd

Gervi­greind hjá Heil­brigðis­stofnun Suður­lands

Heilbrigðisstofnun Suðurlands er nú í tilraunaverkefni þar sem gervigreind er notuð í myndgreiningu til stuðnings við lækna á vöktum. Forstjóri stofnunarinnar segir að gervigreind eigi eftir að koma sterk inn þegar heilbrigðiskerfið er annars vegar til að auka nákvæmni í allskonar greiningum.

Innlent
Fréttamynd

Ferðin yfir nýja Ölfus­ár­brú mun kosta 500 krónur

Kostnaður við byggingu nýrrar Ölfusárbrúar austan við Selfoss verður væntanlega um fjórtán milljarðar króna en honum verður mætt með vegjöldum en reiknað er með að ferðin muni kosti fimm hundruð krónur á bíl. Áfram verður hægt að aka ókeypis yfir núverandi Ölfusárbrú.

Innlent
Fréttamynd

Hafnartúnshúsið mikið skemmt eftir eldinn

Gríðarmikið tjón varð á sögufrægu Hafnartúnshúsi á Selfossi eftir að eldur kviknaði í því í gærkvöldi. Varaslökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir slökkvistarf hafa gengið vel en sorglegt sé að horfa á sögufrægt hús verða eldi að bráð.

Innlent
Fréttamynd

„Mikil menningar­verð­mæti farin“

„Það stóð til að gera þetta hús upp sem hluta af nýjum miðbæ. Þetta er sögufrægt hús og þess vegna mikil menningarverðmæti farin,“ segir Leó Árnason stjórnarformaður Sigtúns sem á Gamla Hafnartúns-húsið á Selfossi, þar sem eldur kviknaði í kvöld. Slökkvistörf standa enn yfir en ljóst er að tjónið er mikið. 

Innlent
Fréttamynd

Munu fella fleiri aspir á Austur­veginum

Til stendur að fella fleiri aspir og fjarlægja ýmsan lággróður á miðeyju Austurvegar á Selfossi til að bæta umferðaröryggi. Ný tré verða gróðursett og blómakörum komið fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Hættir sem bæjar­stjóri Vestur­byggðar

Þórdís Sif Sigurðardóttir núverandi bæjarstjóri Vesturbyggðar segir í tilkynningu á Facebook að hún ætli ekki að gefa kost á sér í starf bæjarstjóra í kosningum sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í sumar. 

Innlent
Fréttamynd

Byggjum borg tvö - Sel­foss eða Akur­eyri fyrst?

Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga framhjá borg tvö.

Skoðun
Fréttamynd

Um 70% af tíma heilbrigðisstarfsfólks er við tölvuna

Heilbrigðisstarfsfólk ver allt að 70% af sínum tíma í vinnunni fyrir framan tölvuskjá við að skrá upplýsingar, gera beiðnir, skrifa vottorð og þess háttar, sem þýðir að ekki gefst mikill tími til að ræða við sjúklinginn sjálfan. Þetta kom meðal annars fram á vísindaráðstefnu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Innlent
Fréttamynd

„Reddari“ tekinn með haug af kanna­bis og sand af seðlum

Landsréttur hefur fallist á kröfu lögreglu um að fá að rannsaka innihald síma manns, sem grunaður er um fíkniefnabrot í tveimur málum. Annars vegar póstlagði hann umslag sem innihélt kannabisefni og hins vegar var hann gripinn með mikið magn kannabisefna á sér ásamt hálfri milljón króna í seðlum.

Innlent
Fréttamynd

Sóknar­færin eru til staðar

Samfélagið okkar er ótrúlega fjölbreytt og kannski sem betur fer höfum við ekki öll sömu skoðun á hlutunum. Allt frá því að horfa til þess hvað við erum örugg á Íslandi fyrir stríðsátökum en á móti vanmáttug gagnvart móður náttúru.

Skoðun
Fréttamynd

Fækka heim­sóknum á spítalann með appi í símanum

Íbúum á Suðurlandi hefur síðustu misseri staðið til boða að nýta nýja lausn til fjarheilbrigðisþjónustu. Margrét Björk Ólafsdóttir hjúkrunarstjóri á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, HSU, segir að eftir að tæknin var innleidd hafi vitjunum fækkað og starfsfólk getað nýtt tíma sinn betur. 

Innlent
Fréttamynd

Dauð hnísa á bökkum Ölfus­ár

Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi ráku upp stór augu í dag þegar þeir komu auga á hræ af hnísu við bakka Ölfusár skammt frá Ölfusárbrú. Hræinu hefur verið komið til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Eldri borgarar þurfa að bíða til mánu­dags eftir þjónustu vegna leka

„Það gjörsamlega míglekur, fossaði bara úr loftinu,“ segir Ingheiður Brá Laxdal sem brá í brún við heimsókn sína í þjónustuíbúð við Grænumörk 1 á Selfossi. Eldri borgarar sem þar búa eru ósáttir við þjónustuna enda þurfa þeir að bíða fram yfir helgi eftir aðstoð við lekann. 

Innlent