Baugsmálið Segir ekki hafa verið samið við Jón Gerald Lögregla segir að Jón Gerald Sullenberger hafi játað við yfirheyrslur að hafa tekið þátt í að gera tilhæfulausa reikninga vegna bílakaupa Baugs-fjölskyldunnar. Lögregla ákvað samt að kæra Jón Gerald ekki en neitar að hafa gert við hann samning þess efnis. Innlent 20.2.2006 20:45 Segir Jón Gerald hafa verið með spuna hjá lögreglu Jón Gerald Sullenberger var með hreinan spuna hjá lögreglu, segir fyrrverandi tengdasonur Jóhannesar Jónssonar í Bónus. Þar vísar hann í vitnisburð Jóns Geralds um innflutning bíla frá Bandaríkjunum Innlent 17.2.2006 11:52 Úrskurði um aðskilnað í Baugsmáli snúið í Hæstarétti Hæstiréttur sneri í dag við úrskurði héraðsdóms frá 31.janúar síðastliðnum um að aðskilja mál endurskoðenda Baugs frá máli stjórnenda fyrirtækisins. Hæstiréttur hafnaði þessum úrskurði og segir að málið verði að taka fyrir í heild sinni. Innlent 8.2.2006 16:52 Verjendur fá að leggja fram gögn vegna lánveitinga Héraðsdómur Reykjavíkur varð í morgun við kröfu verjenda í Baugsmálinu um að fá að leggja fram gögn frá endurskoðendaskrifstofunni Price Waterhouse Coopers sem snúa að lánveitingum sem taldar eru varða við lög. Innlent 2.2.2006 10:58 Ákvörðun um matsmenn frestað Héraðsdómur Reykjavíkur frestaði nú síðdegis ákvörðun um hvort hlutlausir matsmenn verði kallaðir til í Baugsmálinu. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, óskaði eftir að hlutlausir sérfræðingar yrðu fengnir til að leggja mat á gögnin sem lögð hafa verið fram. Innlent 10.1.2006 15:20 Þáttaskil í Baugsmálinu Staðfesting Hæstaréttar á að þeir átta ákæruliðir Baugsmálsins sem eftir standa séu tækir til efnislegrar meðferðar markar þáttaskil segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Innlent 9.1.2006 19:48 Héraðsdómur hafnaði frávísunarkröfu í Baugsmáli Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu sakborninga í Baugsmálinu um að ákæruliðirnir átta, sem enn eru fyrir héraðsdómi, verði látnir niður falla. Þegar hefur verið ákveðið að kæra niðurstöðuna til Hæstaréttar. Innlent 15.12.2005 19:31 Vill að málið verði tekið til efnislegrar meðferðar Baugsmálið var tekið fyrir í Héraðsdómi og verjendur sakborninga kröfðust þess á ný að málinu væri vísað frá og tiltóku þrjár ástæður fyrir að slíkt ætti að gera. Settur saksóknari vísaði þeim öllum á bug og sagði kominn tíma til að taka málið til efnislegrar meðferðar. Innlent 9.12.2005 14:44 Réttað á ný í Baugsmálinu Þinghald hófst rétt í þessu í Baugsmálinu. Héraðsdómari boðaði tvo saksóknara í dómssal, hvort tveggja Boga Nilsson ríkissaksóknara og Sigurð Tómas Magnússon, sérstakan saksóknara, en ekki hefur fengist úr því skorið hvor þeirra fer með ákæruvald í málinu. Innlent 9.12.2005 13:29 Tveir saksóknarar boðaðir í réttarsal Baugsmálið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag og hafa hvort tveggja Bogi Nilsson ríkissaksóknari og Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari verið boðaðir í þinghaldið. Innlent 9.12.2005 06:22 Sérstakur saksóknari getur farið með öll ákæruatriði Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur saksóknari í Baugsmálinu, hefði ekki ákæruvald í þeim átta ákæruliðum málsins sem Hæstiréttur vísaði ekki frá dómi í október síðastliðnum. Innlent 2.12.2005 17:14 Deildu um tilvist bréfa Jónína Benediktsdóttir bar forsvarsmenn Fréttablaðsins þungum sökum í héraðsdómi í dag og sagði þá halda hlífiskildi yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, með því að birta ekki bréf hans til Jóns Geralds Sullenbergers, sem finna hafi mátt meðal tölvubréfa hennar sem rötuðu á síður blaðsins. Hvorki ritstjóri né fréttaritstjóri Fréttablaðsins kannast við umrætt bréf, en segjast á móti hafa tekið vægt á Jónínu. Innlent 29.11.2005 20:13 Segir hafa verið valið úr tölvupóstum til birtingar Jónína Benediktsdóttir sagði við skýrslutöku í aðalmeðferð máls hennar gegn Fréttablaðinu að blaðið hefði haldið hlífiskildi yfir eigendum sínum með því að birta ekki tölvupósta þar sem fjallað væri um Thee Viking. Hvorki ritstjóri né fréttaritstjóri Fréttablaðsins sögðust muna eftir slíkum tölvupóstum. Jónína neitaði að svara flestum spurningum verjanda um hvernig hún teldi fréttirnar hafa verið villandi eða hvort einhverjar persónulegar upplýsingar úr tölvupóstunum hefðu ekki verið birtar. Innlent 29.11.2005 15:58 Segir eigendum hafa verið hlíft Jónína Benediktsdóttir sagði við skýrslutöku í aðalmeðferð máls hennar gegn Fréttablaðinu að blaðið hefði haldið hlífiskildi yfir eigendum sínum með því að birta ekki tölvupósta sem kæmu þeim illa. Innlent 29.11.2005 14:59 Fjallar ekki um ákæruliðina átta Sérstakur saksóknari sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skipaði í Baugsmálinu hefur aðeins vald í þeim 32 ákæruliðum Baugsmálsins sem vísað var frá dómi en ekki þeim átta sem eftir standa af 40 upphaflegum ákæruliðum.. Bogi Nilsen ríkissaksóknari fer með ákæruvald í þeim liðum. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp rétt rúmlega níu. Innlent 22.11.2005 09:09 Erfitt að tjá sig ekki Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skipaði í gær Sigurð Tómas Magnússon sem sérstakan saksóknara í Baugsmálinu. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, undrast að Björn telji sig hæfan. Ráðherrar eru pólitískir segir Sigurður. Innlent 23.10.2005 17:57 Sigurður Tómas settur saksóknari Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, setti í dag Sigurð Tómas Magnússon, lögfræðing og fyrrverandi héraðsdómara og formann dómstólaráðs, í embætti sérstaks saksóknara í þrjátíu og tveimur ákæruatriðum í Baugsmálinu. Bogi Nilsson, ríkissaksóknari hafði áður lýsti sig vanhæfan til að sækja málið. Innlent 23.10.2005 17:51 Baugsmálið tekið fyrir í dag Baugsmálið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan korter yfir níu. Öllum ákæruliðunum fjörutíu var vísað frá dóminum í síðasta mánuði en ákæruvaldið áfrýjaði úrskurðinum til Hæstaréttar. Þar var svo öllum ákærunum nema átta vísað frá á dögunum. Ákæruliðirnir sem eftir standa varða meint brot á almennum hegningarlögum, tollalagabrot og lög um ársreikninga. Innlent 23.10.2005 17:51 Baugsmálið ekki tekið fyrir Baugsmálið verður ekki tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkurí dag eins og greint var frá á Vísi í morgun. Vegna formgalla einhvers konar var villa í útsendum gögnum frá dóminum þar sem kom fram að málið yrði tekið fyrir nú fyrir hádegi. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi. Innlent 23.10.2005 17:51 Forsendur kjarasamninga ræddar Fulltrúar Verkalýðshreyfingarinnar og fulltrúar Samtaka Atvinnulífsins munu í dag ganga til fundar við forystumenn ríkisstjórnarinnar í stjórnarráðinu þar sem forsendur kjarasamninga verða ræddar. Innlent 23.10.2005 17:50 Býst við að taka ákvörðun Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist ekki sjá neitt annað í spilunum en að hann taki ákvörðun um nýjan saksóknara sem taka á við þeim 32 ákæruatriðum í Baugsmálinu sem Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði sig frá fyrir helgi. Þetta sagði ráðherrann í Silfri Egils á Stöð 2 fyrr í dag. Innlent 23.10.2005 15:05 Ríkissaksóknari kemur ekki að máli Bogi Nilsson ríkissaksóknari mun ekki koma að meðferð Baugsmálsins svokallað fyrir hönd ákæruvaldsins, eins og tilkynnt var á dögunum, vegna tengsla sinna við endurskoðunarfyrirtæki Baugs. Innlent 23.10.2005 15:04 Dómsmálaráðherra talinn vanhæfur Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefur sagt sig frá Baugsmálinu. Gestur Jónsson telur að dómsmálaráðherra sé hugsanlega vanhæfur til þess að velja nýjan saksóknara. Páll Hreinsson dósent segir þessar reglur vandmeðfarnar. Innlent 23.10.2005 15:04 Telur sig vanhæfan Bogi Nilson ríkissaksóknari hefur sagt sig frá Baugsmálinu þar sem hann sé vanhæfur til að fjalla um málið. Ríkslögreglustjóri óskaði eftir því að Ríkissaksóknari fjallaði um málið, í kjölfar dóms hæstaréttar. Innlent 23.10.2005 15:04 Ár liðið frá rannsókn Skattrannsóknarstjóri lauk rannsókn sinni á Baugi og tengdum fyrirtækjum fyrir tæpu einu ári. Að rannsókn lokinni var málið sent annars vegar til ríkisskattstjóra sem tekur ákvörðun um endurálagningu opinberra gjalda og hins vegar til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, en þangað rata umfangsmikil brot samkvæmt reglugerð. Innlent 23.10.2005 15:04 Tveir saksóknarar Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannesarsonar, efast um það að það standist lög um meðferð opinbera mála, að sú staða geti komið upp í Baugsmálinu, að tvö mál verði rekin af tveimur saksóknurum. > Innlent 23.10.2005 18:59 Bogi efast ekki um nýjar ákærur Verður ákært að nýju í Baugsmálinu í þeim liðum sem Hæstiréttur hefur vísað frá? Bogi Nilsson ríkissaksóknari vonast til þess að niðurstaða liggi fyrir á þessu ári. Hann telur engan vafa leika á að lögin leyfi að ný ákæra verði gefin út. Hann segir skiptingu málsins ekki brjóta gegn lögum um meðferð opinberra mála. > Innlent 23.10.2005 18:59 Ákæruvaldið ekki tilraunstofa Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir ákæruvaldið harðlega og segir dóm Hæstaréttar fela í sér efnislega niðurstöðu. Yfirlýsingin birtist hér í heild sinni: "Eftir dóm Hæstaréttar í svonefndu „Baugsmáli“ sl. mánudag hafa talsmenn ákæruvaldsins sagt, að nauðsynlegt sé fyrir sakborninga að „efnisleg“ niðurstaða fáist í málinu."> Innlent 23.10.2005 18:59 Dýrt að halda uppi réttarríki Jón H. B. Snorrason, saksóknari ríkislögreglustjóra, segir að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi að sínu leyti rétt fyrir sér þegar hann segi á vefsíðu sinni að réttarkerfið hafi ekki sagt sitt síðasta orð. „Máli sem tekið er til rannsóknar getur aðeins lokið með tvennum hætti. Annars vegar með bréfi þar sem greint er frá því að ekki þyki tilefni til þess að gefa út ákæru. Hins vegar með útgáfu ákæru sem dómstólar fjalla þá um. Innlent 23.10.2005 15:03 Halldór tekur fulla ábyrgð á Birni Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist taka fulla ábyrgð á dómsmálaráðherra þrátt fyrir ummæli hans um réttarkerfið og Baugsmálið. Hann segir dóminn í gær harðorðan áfellisdóm yfir lögreglu og ákæruvaldinu og fagnar því að málið sé komið á borð ríkissaksóknara. Innlent 23.10.2005 15:03 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 9 ›
Segir ekki hafa verið samið við Jón Gerald Lögregla segir að Jón Gerald Sullenberger hafi játað við yfirheyrslur að hafa tekið þátt í að gera tilhæfulausa reikninga vegna bílakaupa Baugs-fjölskyldunnar. Lögregla ákvað samt að kæra Jón Gerald ekki en neitar að hafa gert við hann samning þess efnis. Innlent 20.2.2006 20:45
Segir Jón Gerald hafa verið með spuna hjá lögreglu Jón Gerald Sullenberger var með hreinan spuna hjá lögreglu, segir fyrrverandi tengdasonur Jóhannesar Jónssonar í Bónus. Þar vísar hann í vitnisburð Jóns Geralds um innflutning bíla frá Bandaríkjunum Innlent 17.2.2006 11:52
Úrskurði um aðskilnað í Baugsmáli snúið í Hæstarétti Hæstiréttur sneri í dag við úrskurði héraðsdóms frá 31.janúar síðastliðnum um að aðskilja mál endurskoðenda Baugs frá máli stjórnenda fyrirtækisins. Hæstiréttur hafnaði þessum úrskurði og segir að málið verði að taka fyrir í heild sinni. Innlent 8.2.2006 16:52
Verjendur fá að leggja fram gögn vegna lánveitinga Héraðsdómur Reykjavíkur varð í morgun við kröfu verjenda í Baugsmálinu um að fá að leggja fram gögn frá endurskoðendaskrifstofunni Price Waterhouse Coopers sem snúa að lánveitingum sem taldar eru varða við lög. Innlent 2.2.2006 10:58
Ákvörðun um matsmenn frestað Héraðsdómur Reykjavíkur frestaði nú síðdegis ákvörðun um hvort hlutlausir matsmenn verði kallaðir til í Baugsmálinu. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, óskaði eftir að hlutlausir sérfræðingar yrðu fengnir til að leggja mat á gögnin sem lögð hafa verið fram. Innlent 10.1.2006 15:20
Þáttaskil í Baugsmálinu Staðfesting Hæstaréttar á að þeir átta ákæruliðir Baugsmálsins sem eftir standa séu tækir til efnislegrar meðferðar markar þáttaskil segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Innlent 9.1.2006 19:48
Héraðsdómur hafnaði frávísunarkröfu í Baugsmáli Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu sakborninga í Baugsmálinu um að ákæruliðirnir átta, sem enn eru fyrir héraðsdómi, verði látnir niður falla. Þegar hefur verið ákveðið að kæra niðurstöðuna til Hæstaréttar. Innlent 15.12.2005 19:31
Vill að málið verði tekið til efnislegrar meðferðar Baugsmálið var tekið fyrir í Héraðsdómi og verjendur sakborninga kröfðust þess á ný að málinu væri vísað frá og tiltóku þrjár ástæður fyrir að slíkt ætti að gera. Settur saksóknari vísaði þeim öllum á bug og sagði kominn tíma til að taka málið til efnislegrar meðferðar. Innlent 9.12.2005 14:44
Réttað á ný í Baugsmálinu Þinghald hófst rétt í þessu í Baugsmálinu. Héraðsdómari boðaði tvo saksóknara í dómssal, hvort tveggja Boga Nilsson ríkissaksóknara og Sigurð Tómas Magnússon, sérstakan saksóknara, en ekki hefur fengist úr því skorið hvor þeirra fer með ákæruvald í málinu. Innlent 9.12.2005 13:29
Tveir saksóknarar boðaðir í réttarsal Baugsmálið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag og hafa hvort tveggja Bogi Nilsson ríkissaksóknari og Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari verið boðaðir í þinghaldið. Innlent 9.12.2005 06:22
Sérstakur saksóknari getur farið með öll ákæruatriði Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur saksóknari í Baugsmálinu, hefði ekki ákæruvald í þeim átta ákæruliðum málsins sem Hæstiréttur vísaði ekki frá dómi í október síðastliðnum. Innlent 2.12.2005 17:14
Deildu um tilvist bréfa Jónína Benediktsdóttir bar forsvarsmenn Fréttablaðsins þungum sökum í héraðsdómi í dag og sagði þá halda hlífiskildi yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, með því að birta ekki bréf hans til Jóns Geralds Sullenbergers, sem finna hafi mátt meðal tölvubréfa hennar sem rötuðu á síður blaðsins. Hvorki ritstjóri né fréttaritstjóri Fréttablaðsins kannast við umrætt bréf, en segjast á móti hafa tekið vægt á Jónínu. Innlent 29.11.2005 20:13
Segir hafa verið valið úr tölvupóstum til birtingar Jónína Benediktsdóttir sagði við skýrslutöku í aðalmeðferð máls hennar gegn Fréttablaðinu að blaðið hefði haldið hlífiskildi yfir eigendum sínum með því að birta ekki tölvupósta þar sem fjallað væri um Thee Viking. Hvorki ritstjóri né fréttaritstjóri Fréttablaðsins sögðust muna eftir slíkum tölvupóstum. Jónína neitaði að svara flestum spurningum verjanda um hvernig hún teldi fréttirnar hafa verið villandi eða hvort einhverjar persónulegar upplýsingar úr tölvupóstunum hefðu ekki verið birtar. Innlent 29.11.2005 15:58
Segir eigendum hafa verið hlíft Jónína Benediktsdóttir sagði við skýrslutöku í aðalmeðferð máls hennar gegn Fréttablaðinu að blaðið hefði haldið hlífiskildi yfir eigendum sínum með því að birta ekki tölvupósta sem kæmu þeim illa. Innlent 29.11.2005 14:59
Fjallar ekki um ákæruliðina átta Sérstakur saksóknari sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skipaði í Baugsmálinu hefur aðeins vald í þeim 32 ákæruliðum Baugsmálsins sem vísað var frá dómi en ekki þeim átta sem eftir standa af 40 upphaflegum ákæruliðum.. Bogi Nilsen ríkissaksóknari fer með ákæruvald í þeim liðum. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp rétt rúmlega níu. Innlent 22.11.2005 09:09
Erfitt að tjá sig ekki Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skipaði í gær Sigurð Tómas Magnússon sem sérstakan saksóknara í Baugsmálinu. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, undrast að Björn telji sig hæfan. Ráðherrar eru pólitískir segir Sigurður. Innlent 23.10.2005 17:57
Sigurður Tómas settur saksóknari Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, setti í dag Sigurð Tómas Magnússon, lögfræðing og fyrrverandi héraðsdómara og formann dómstólaráðs, í embætti sérstaks saksóknara í þrjátíu og tveimur ákæruatriðum í Baugsmálinu. Bogi Nilsson, ríkissaksóknari hafði áður lýsti sig vanhæfan til að sækja málið. Innlent 23.10.2005 17:51
Baugsmálið tekið fyrir í dag Baugsmálið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan korter yfir níu. Öllum ákæruliðunum fjörutíu var vísað frá dóminum í síðasta mánuði en ákæruvaldið áfrýjaði úrskurðinum til Hæstaréttar. Þar var svo öllum ákærunum nema átta vísað frá á dögunum. Ákæruliðirnir sem eftir standa varða meint brot á almennum hegningarlögum, tollalagabrot og lög um ársreikninga. Innlent 23.10.2005 17:51
Baugsmálið ekki tekið fyrir Baugsmálið verður ekki tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkurí dag eins og greint var frá á Vísi í morgun. Vegna formgalla einhvers konar var villa í útsendum gögnum frá dóminum þar sem kom fram að málið yrði tekið fyrir nú fyrir hádegi. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi. Innlent 23.10.2005 17:51
Forsendur kjarasamninga ræddar Fulltrúar Verkalýðshreyfingarinnar og fulltrúar Samtaka Atvinnulífsins munu í dag ganga til fundar við forystumenn ríkisstjórnarinnar í stjórnarráðinu þar sem forsendur kjarasamninga verða ræddar. Innlent 23.10.2005 17:50
Býst við að taka ákvörðun Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist ekki sjá neitt annað í spilunum en að hann taki ákvörðun um nýjan saksóknara sem taka á við þeim 32 ákæruatriðum í Baugsmálinu sem Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði sig frá fyrir helgi. Þetta sagði ráðherrann í Silfri Egils á Stöð 2 fyrr í dag. Innlent 23.10.2005 15:05
Ríkissaksóknari kemur ekki að máli Bogi Nilsson ríkissaksóknari mun ekki koma að meðferð Baugsmálsins svokallað fyrir hönd ákæruvaldsins, eins og tilkynnt var á dögunum, vegna tengsla sinna við endurskoðunarfyrirtæki Baugs. Innlent 23.10.2005 15:04
Dómsmálaráðherra talinn vanhæfur Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefur sagt sig frá Baugsmálinu. Gestur Jónsson telur að dómsmálaráðherra sé hugsanlega vanhæfur til þess að velja nýjan saksóknara. Páll Hreinsson dósent segir þessar reglur vandmeðfarnar. Innlent 23.10.2005 15:04
Telur sig vanhæfan Bogi Nilson ríkissaksóknari hefur sagt sig frá Baugsmálinu þar sem hann sé vanhæfur til að fjalla um málið. Ríkslögreglustjóri óskaði eftir því að Ríkissaksóknari fjallaði um málið, í kjölfar dóms hæstaréttar. Innlent 23.10.2005 15:04
Ár liðið frá rannsókn Skattrannsóknarstjóri lauk rannsókn sinni á Baugi og tengdum fyrirtækjum fyrir tæpu einu ári. Að rannsókn lokinni var málið sent annars vegar til ríkisskattstjóra sem tekur ákvörðun um endurálagningu opinberra gjalda og hins vegar til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, en þangað rata umfangsmikil brot samkvæmt reglugerð. Innlent 23.10.2005 15:04
Tveir saksóknarar Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannesarsonar, efast um það að það standist lög um meðferð opinbera mála, að sú staða geti komið upp í Baugsmálinu, að tvö mál verði rekin af tveimur saksóknurum. > Innlent 23.10.2005 18:59
Bogi efast ekki um nýjar ákærur Verður ákært að nýju í Baugsmálinu í þeim liðum sem Hæstiréttur hefur vísað frá? Bogi Nilsson ríkissaksóknari vonast til þess að niðurstaða liggi fyrir á þessu ári. Hann telur engan vafa leika á að lögin leyfi að ný ákæra verði gefin út. Hann segir skiptingu málsins ekki brjóta gegn lögum um meðferð opinberra mála. > Innlent 23.10.2005 18:59
Ákæruvaldið ekki tilraunstofa Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir ákæruvaldið harðlega og segir dóm Hæstaréttar fela í sér efnislega niðurstöðu. Yfirlýsingin birtist hér í heild sinni: "Eftir dóm Hæstaréttar í svonefndu „Baugsmáli“ sl. mánudag hafa talsmenn ákæruvaldsins sagt, að nauðsynlegt sé fyrir sakborninga að „efnisleg“ niðurstaða fáist í málinu."> Innlent 23.10.2005 18:59
Dýrt að halda uppi réttarríki Jón H. B. Snorrason, saksóknari ríkislögreglustjóra, segir að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi að sínu leyti rétt fyrir sér þegar hann segi á vefsíðu sinni að réttarkerfið hafi ekki sagt sitt síðasta orð. „Máli sem tekið er til rannsóknar getur aðeins lokið með tvennum hætti. Annars vegar með bréfi þar sem greint er frá því að ekki þyki tilefni til þess að gefa út ákæru. Hins vegar með útgáfu ákæru sem dómstólar fjalla þá um. Innlent 23.10.2005 15:03
Halldór tekur fulla ábyrgð á Birni Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist taka fulla ábyrgð á dómsmálaráðherra þrátt fyrir ummæli hans um réttarkerfið og Baugsmálið. Hann segir dóminn í gær harðorðan áfellisdóm yfir lögreglu og ákæruvaldinu og fagnar því að málið sé komið á borð ríkissaksóknara. Innlent 23.10.2005 15:03