Skoðanir

Fréttamynd

Fræðsla fyrir alla

Oft höfum við ásatrúarfólk fengið skömm í hattinn hjá nýjum félögum um leið og þeir ganga í félagið. Þeir setjast gjarna fyrir framan okkur með alvöruþunga í svipnum og spyrja hvernig í ósköpunum standi á því að þeir hafi aldrei verið fræddir um heiðinn sið og félagið, eða boðið að vera með.

Skoðun
Fréttamynd

Hagstjórnarmistök að lækka skuldir?

Í liðinni viku komst leiðarahöfundur Fréttablaðsins svo skemmtilega að orði að það væru hagstjórnarmistök að lækka skuldir íslenskra heimila. Þá hélt hann því einnig fram að slík aðgerð kostaði ríkissjóð alltof mikið án þess að leggja fram nokkra útreikninga fyrir þeirri fullyrðingu.

Skoðun
Fréttamynd

Siðbót á Alþingi

Í frumvarpi sem við Valgerður Bjarnadóttir og níu aðrir þingmenn höfum lagt fram á þinginu er gert ráð fyrir að alþingismenn hætti með öllu að skammta sér laun. Þetta er í þriðja sinn sem við Valgerður flytjum frumvarp um kjör þingmanna, og nú er von til að eitthvað gerist – vegna þess að margir þingmenn hafa undanfarið tekið undir gagnrýni í samfélaginu á ýmsar sporslur sem úthlutað er á þinginu. Nú síðast um gleraugu, heyrnartæki, líkamsrækt og svo framvegis aftan í sakleysislegu þingskapafrumvarpi núna í vor.

Skoðun
Fréttamynd

Fagurbókmenntir eða pabbaklám

Eftir að hafa unnið með fimmtán breskum rithöfundum í sex mánuði að verkum þeirra er mér orðin ljós öll sú flóra áhyggjuefna sem sækir á höfunda er þeir strengja saman orð í setningar. Um er að ræða áhyggjur á borð við:

Bakþankar
Fréttamynd

"Látið í ykkur heyra“

Fyrirsögnin að ofan eru lokaorð pistils Björns Zoëga, forstjóra Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH), þann 14. sept sl. Stofnanasamningur LSH við hjúkrunarfræðinga er enn ófrágenginn. Umboð spítalans til að ganga frá samningnum ætti ekki að draga í efa þó enn sé óljóst hve miklu fé verður varið til þessa málaflokks. Kröfur hjúkrunarfræðinga um endurröðun í starfaflokka eru raunhæfar í ljósi launaþróunar hjá hinu opinbera. Kostnaðurinn við að uppfylla þær kröfur er ekki nema brot af þeim upphæðum sem búið er að spara, eða 32 milljarða á sl. 5 árum, m.a. með launalækkunum hjúkrunarfræðinga.

Skoðun
Fréttamynd

Íslenskur veruleiki

Þegar íslensku bankarnir hrundu voru gjaldþrotin á meðal þeirra stærstu sem átt höfðu sér stað í heiminum. Þrot Kaupþings var það fimmta stærsta í sögunni, Landsbankinn komst í níunda sætið og Glitnir í það tíunda. Kröfur í bú þeirra allra námu þúsundum milljarða króna og ljóst að margir höfðu tapað miklum peningum á íslenska ævintýrinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Við eigum rétt á að vita hvers við neytum

Í janúar á þessu ári tók gildi reglugerð sem krefst merkingar á matvælum sem innihalda erfðabreytt efni. Núverandi ríkisstjórn á þakkir skyldar fyrir að setja þessar löngu tímabæru reglur. Þær tryggja valfrelsi neytenda en takmarka á engan hátt fjölbreytni matvæla sem innflytjendur geta boðið upp á.

Skoðun
Fréttamynd

Leiftursókn frá raunveruleikanum

Nú þegar styttist í alþingiskosningar er ekki laust við að greina megi ákveðna örvæntingu meðal þeirra sem ekki fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum. Nýlega töldu oddvitar ríkisstjórnarinnar sig knúna til að taka það sérstaklega fram að þeim hugnaðist ekki stefna Sjálfstæðisflokksins. Var þeim yfirlýsingum almennt vel tekið meðal sjálfstæðismanna.

Skoðun
Fréttamynd

Frábært að geta hjálpað öðrum

Andleg og líkamleg vanlíðan nemenda sem lagðir eru í einelti hefur verið umfjöllunarefni fjölmiðla á Íslandi að undanförnu. Sama hefur verið uppi á teningnum á Nýja-Sjálandi, en þar hefur mál móður sem greip inn í þegar ráðist var á dóttur hennar sérstaklega verið til umræðu. Móðirin á nú yfir höfði sér ákæru vegna þessa máls. Hin sálrænu mein sem hljótast af slíkum atburðum rista djúpt og geta varað allt lífið. Ný lög í Nýja-Sjálandi gegn árásum á netinu munu hjálpa til við að sporna gegn einelti en einnig er þrýstingur á skólayfirvöld að þau taki fastar á þessum málum.

Skoðun
Fréttamynd

Vilt þú að atkvæði kjósenda vegi jafnt?

Fimmta spurningin sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október nk. um nýja stjórnarskrá fjallar um fyrirkomulag þingkosninga; rétt eins og sú fjórða. Sú spurning sem hér er til umræðu hljóðar svo í heild sinni: "Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?“

Skoðun
Fréttamynd

Helvíti á jörð

Þetta var einhvern tímann stuttu eftir að ég byrjaði nám í háskóla. Ég leigði litla kjallarakompu í vesturbænum ásamt vini. Eins og lög gera ráð fyrir var lítið sem ekkert lesið en því meira var lífsblómið vökvað. Kjallarakompan góða var oft lokapunkturinn á svallinu. Einn morguninn vaknaði ég svo við að ákveðið var knúið dyra og reyndist það vera nágranni minn að biðja mig um að ganga varlegar um gleðinnar dyr næst þegar ég fengi gesti. Þessu lofaði ég manninum, sem var hinn vinalegasti.

Bakþankar
Fréttamynd

Sendiboðaskyttirí

Það er vinsæl íþrótt að skjóta boðbera vondra tíðinda, fremur en að horfast í augu við fréttirnar sem þeir flytja. Ríkisendurskoðun tekur fullan þátt í þessum leik með viðbrögðum sínum við umfjöllun Kastljóss Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld.

Fastir pennar
Fréttamynd

Himinn og haf kveður…

… og þakkar frábærar viðtökur íbúa á höfuðborgarsvæðinu þau tvö sumur sem útikaffihúsið hefur verið starfrækt við Arnarnesvog.

Skoðun
Fréttamynd

Össur fastur í ESB-horninu

Lendi stjórnmálamenn úti í horni grípa þeir stundum til "let them deny it“-aðferðarinnar. Þeir bera andstæðinga sína röngum sökum í von um að rangfærslan lifi en ekki hitt sem er satt og rétt.

Skoðun
Fréttamynd

Nýr Álftanesvegur – enginn gálgafrestur lengur

Í ársbyrjun 1997 kynntu bæjaryfirvöld í Garðabæ nýtt aðalskipulag til ársins 2015. Þar var gert ráð fyrir færslu núverandi Álftanesvegar lengra út í hraunið og norður fyrir væntanlega íbúabyggð í hrauninu. Þar var einnig gert ráð fyrir vegi þvert yfir Gálgahraunið frá Arnarnesvogi og að Garðaholti.

Skoðun
Fréttamynd

Krónan og Björn Bjarnason

Björn Bjarnason setti nýlega fram snilldarhugmynd um hvernig ætti að losa Íslendinga við krónuna. Björn vill að við gerum tvíhliða samning við ESB um að taka hana upp í gegnum EES-samninginn.

Skoðun
Fréttamynd

Stóra borgin með litla hjartað

Mörður Árnason alþingismaður skrifaði grein hér í blaðið í gær til að vekja athygli á þingsályktunartillögu sinni og fleiri þingmanna, um að ríkið og Reykjavíkurborg geri með sér samning þar sem fram komi skyldur og réttindi höfuðborgar Íslands.

Fastir pennar
Fréttamynd

Framfaraspor fyrir grunnrannsóknir og tækniþróun

Grunnrannsóknir eru forsenda hagvaxtar flestra þjóða á Vesturlöndum. Þekkingarsköpun sem verður til við slíkar rannsóknir styður við verðmætasköpun sem byggir á hugviti. Það er því mjög mikilvægt að hlúa vel að grunnrannsóknum og efla þekkingarsköpun því þannig aukum við líkur á hagnýtingu þekkingar og auknum hagvexti. Sú ákvörðun Ríkistjórnar Íslands að efla samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs, eins og fram kemur í fjárlagafrumvarpi 2013, er mikið ánægjuefni og keðjuverkandi áhrif þessarar ákvörðunar geta orðið mikil. Það er ljóst að allt vísindasamfélagið fagnar þessu og er undirritaður viss um að afraksturinn eigi eftir að skila sér beint og óbeint inn í íslenskt hagkerfi.

Skoðun
Fréttamynd

Hárfár

Ég stend á tímamótum. Ég er komin á þann stað í lífinu að dóttir mín er komin með svo sítt hár að það er eiginlega nauðsyn að setja í það teygjur á hverjum morgni. Þar sem ég hef sjálf aldrei verið með sítt hár er ég í smá vandræðum, en hef gert gott úr þessu og set yfirleitt í hana staðlað tagl.

Bakþankar
Fréttamynd

Örorka er ekki val eða lífsstíll!

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fór af stað með kynningarátak í byrjun september með það að markmiði að breyta viðhorfum stjórnmálamanna og almennings í garð öryrkja með því að varpa ljósi á málstað þeirra. Átakið er í formi greinaskrifa og auglýsinga í dagblöðum, netmiðlum og í útvarpi.

Skoðun
Fréttamynd

Höftin fá nýtt nafn

Í vikunni birti Seðlabankinn skýrslu til efnahagsráðherra um varúðarreglur eftir fjármagnshöft. Hún er áhugavert framlag til hagfræðilegrar umræðu um peningamálastjórnun. En hitt er þó ekki síðra að hún varpar ljósi á ýmsar pólitískar hliðar á þessu mikla viðfangsefni sem þarfnast skýringa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lestur er sexý

Ég hefði auðvitað getað skrifað Að lesa bók er ævintýri, Lengi býr að fyrstu bók, Lestur er bestur eða eitthvað miklu sniðugra og meira grípandi með lestur eða bók í titlinum. En ég hefði aldrei fengið eins marga til að athuga um hvað þessi pistill er ef ég hefði valið einhverja ofangreindra fyrirsagna. Með því að tengja saman lestur og lostvaka náði ég sennilega til mun breiðari hóps en hefði annars veitt nokkru sem skrifað er um lestur athygli. Kynlíf og allt sem því tengist selur því allir hafa áhuga á kynlífi, ekki satt?

Bakþankar
Fréttamynd

Siðaðra manna samfélag

Þúsundir ólögráða unglinga hefja þessa dagana nám í nýjum framhaldsskóla. Það er ákaflega mismunandi hvernig samnemendur þeirra taka á móti þeim, eins og kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Í sumum framhaldsskólum tíðkast enn „busavígslur" þar sem fólk er útatað í einhverju ógeði, látið innbyrða skemmdan eða óætan mat og atyrt og niðurlægt á ýmsan hátt. Annars staðar er tekið á móti krökkunum með kaffi eða kvöldvöku.

Fastir pennar
Fréttamynd

Milton Friedman og farvegur peninganna

Íár eru liðin 100 ár frá fæðingu eins skarpasta hagfræðings og þjóðfélagsgagnrýnanda 20. aldar, Nóbelsverðlaunahafans Miltons Friedman. Friedman var eins og flestir vita eindreginn talsmaður frjáls markaðar, lágra skatta og sem minnstra ríkisafskipta. Taldi hann að í grundvallaratriðum væri um tvö kerfi að ræða til að reka þjóðfélag: markaðskerfi og pólitískt kerfi. Munurinn á þessum tveimur kerfum kristallast í eftirfarandi lýsingu Friedmans á þeim leiðum sem fyrir hendi eru til að ráðstafa peningum. Friedman sagði að til væru fjórar leiðir til að eyða peningum.

Skoðun
Fréttamynd

Öfundsýki út í yfirburðafólk

Mikið hefur verið fjallað um ráðningu starfsmanns hjá Þróunarstofnun Íslands. Það er undarlegt í þessu landi að ef stjórnmálamaður er ráðinn í opinbera stöðu þá eru alltaf einhverjir hælbítar sem rísa upp og segja að um klíkuráðningu sé að ræða.

Skoðun
Fréttamynd

Einhverfa á Íslandi – Hvað gerðist?

Fyrir skömmu skrifaði ég grein með spurningu um af hverju það væru efasemdir um fjölgun greindra tilfella með einhverfu og hvatti fólk til að horfast í augu við þá staðreynd að einhverfa er ekki sjaldgæf. Hún er til staðar í hamlandi mæli hjá 1,2% íslenskra barna og væntanlega hjá fullorðnum líka. Þessi tala er ekki innflutt frá Evrópu eða Norður-Ameríku, heldur afurð íslenskra rannsókna sem hafa staðið samfellt frá 1995.

Skoðun
Fréttamynd

Ísland meðal þróunarlanda?

Í efnahagsmálum er nánast sama hvaða þætti við mælum, flest er mælt út frá svonefndri landsframleiðslu. Það er mælikvarði yfir allt sem framleitt er í landinu á einu ári. Fyrir Sameinuðu þjóðirnar halda AGS og Alþjóðabankinn sérstaka skrá um landsframleiðslu allra hundrað níutíu og tveggja aðildarlanda þeirra. Stjórnvöld hvers lands þurfa að gefa margvíslegar upplýsingar um rekstrarmál hvers þjóðfélags, sem svo er unnið í skrá sem framangreindar stofnanir sjá um að halda utan um.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnarskrá allra Íslendinga

Þann 20. október næstkomandi göngum við Íslendingar til atkvæðagreiðslu um okkar eigin stjórnarskrá. Loksins. Við lýðveldistökuna árið 1944 var í nafni samstöðu ákveðið að gera nánast ekki aðrar breytingar en þær sem beinlínis lutu að stofnun hins nýja lýðveldis.

Skoðun
Fréttamynd

Besta Akureyri í heimi

Fyrsta minning mín frá Akureyri er einhvern veginn svona: Ég var átta ára og að leika mér á glænýja eldrauða fjögurra gíra hrútastýris-Superia hjólinu mínu fyrir utan heima. Ég var nýfluttur í bæinn og þekkti fáa. Vatt sér þá að mér hjólbeinóttur náungi sem var að bera út Íslending og spurði hvort hann mætti prófa. Svarið var einfalt:

Bakþankar