KR

Fréttamynd

„Það díla allir við meiðsli, það er ekki afsökun“

KR-ingar hófu leikinn gegn Grindavík í Subway-deild karla af krafti og náðu 11 stiga forskoti á heimamenn þegar best lét. Þessi byrjun dugði þeim þó skammt þar sem Grindvíkingar komust smátt og smátt í takt við leikinn og unnu alla leikhlutana að loknum þeim fyrsta.

Körfubolti
Fréttamynd

KR semur við bakvörð frá Litáen

KR, botnlið Subway deildar karla í körfubolta, hefur samið við Justas Tamulis um að leika með liðinu út leiktíðina. KR hefur aðeins unnið einn deildarleik þar sem af er tímabili.

Körfubolti
Fréttamynd

Varnarleikurinn, það er eitthvað sem við þurfum að hengja hatt okkar á

Helgi Magnússon þjálfari KR þurfti að mæta í enn eitt viðtalið til að ræða um slaka frammistöðu sinna manna, en KR töpuðu nokkuð örugglega gegn Stjörnunni í Subway-deildinni í kvöld, 99-88. Það er kannski þreyttur frasi að tala um að lið mæti ekki tilbúin til leiks, en leikurinn fór einfaldlega hræðilega af stað fyrir KR sem skoruðu aðeins 10 stig í fyrsta leikhluta en fengu á sig 29.

Körfubolti
Fréttamynd

Írsk-bandarískur liðsstyrkur til KR

KR, sem situr í fallsæti í Subway-deild karla í körfubolta, hefur samið við Brian Fitzpatrick um að leika með liðinu út tímabilið. Þessi 33 ára kraftframherji eða miðherji er fæddur í Bandaríkjunum en er með írskt vegabréf.

Körfubolti
Fréttamynd

Höttur í undanúrslit eftir sigur á KR

Höttur varð síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslit VÍS-bikars karla í körfubolta þegar liðið vann lánlaust lið KR í Vesturbænum. Munurinn gat ekki verið minni en gestirnir frá Egilsstöðum unnu leikinn 94-93. 

Körfubolti
Fréttamynd

„Ætla ekki að koma með söluræðu“

Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var eðlilega sár og svekktur eftir 29 stiga tap gegn Njarðvík í Subway-deild karla í kvöld, 107-78. Ósigurinn í kvöld var fimmta tapið hjá KR í röð og Helgi telur eðlilegt að stuðningsmenn KR séu ósáttir við gengi liðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Ingunn úr Vestur­bænum í Laugar­dalinn

Ingunn Haraldsdóttir, fyrrverandi fyrirliði KR, er gengin í raðir Þróttar og mun leika með liðinu í Bestu deild kvenna á næstu leiktíð. Ingunn var samningslaus og því þarf Þróttur ekki að greiða fyrir miðvörðinn öfluga.

Íslenski boltinn