Stj.mál

Fréttamynd

Skriður á sölu Landsvirkjunar

Viðræður um sölu hluta Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun til ríkisins halda áfram. Fundað var með iðnaðarráðherra, Valgerði Sverrisdóttur, á þriðjudag.

Innlent
Fréttamynd

Því fyrr því betra

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir að menn hljóti að fara að velta því fyrir sér hvort Íslendingar hafi efni á að reka tvo flugvelli eftir að Davíð Oddsson utanríkisráðherra lagði til að Íslendingar tækju á sig aukinn kostnað við rekstur Keflavíkurflugvallar í viðræðum við Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Fischer fær dvalarleyfi

"Stórkostlega ánægður," segir Sæmundur Pálsson, vinur Bobby Fischer, um að skáksnillingurinn fær dvalarleyfi hér. Bandaríski sendiherrann ræddi við íslensk stjórnvöld um málefni Bobby Fischer í gær. Enn á eftir að ákveða hvort Fischer fær almennt dvalarleyfi eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarástæðna. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Júlíus Hafstein 35. sendiherrann

Júlíus Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, tekur við starfi sendiherra í utanríkisráðuneytinu um áramótin. Þar með verður hann 35. sendiherra Íslands og sá fimmti sem skipaður er á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra gagnrýnir sofandahátt

Íslendingar hafa meiri skilning á því að gerðar séu ráðstafanir vegna náttúruhamfara en hamfara af manna völdum, að mati Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Laun embættismanna hækka

Kjaradómur hefur ákveðið að hækka laun embættismanna, sem falla undir kjaradóm, um þrjú prósent um áramótin og er þá tekið mið af almennum launahækkunum.

Innlent
Fréttamynd

Heimshorfurnar til umræðu

Geir H. Haarde fjármálaráðherra stýrði 22. ráðsfundi Evrópska efnahagssvæðisins í fjarveru Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra í Brussel í gær. EES-ráðið er samráðsvettvangur utanríkisráðherra EES-ríkjanna, þ.e. EFTA-ríkjanna innan EES og Evrópusambandsins, en Ísland lýkur formennsku í ráðinu um áramót.

Innlent
Fréttamynd

Iðjusemi ekki mæld í málgleði

Alþingismenn eru komnir í mánaðarlangt jólafrí og geta hvílt lúin bein næsta mánuðinn eða svo. Það sem af er þingi er Steingrímur J. Sigfússon ræðukóngur Alþingis en hann hefur látið gamminn geisa í rúmar tólf stundir en Guðrún Ögmundsdóttir hefur hins vegar dvalið manna styst í pontu, alls fjórar mínútur.

Innlent
Fréttamynd

Alsæl með þessa ákvörðun

Rúmlega þrjú ár eru liðin frá því að Ingibjörg Pálmadóttir hætti sem heilbrigðisráðherra. Hún hafði þá verið 20 ár í stjórnmálum, fyrst í bæjarmálunum á Akranesi, síðan sem alþingismaður og loks sem ráðherra. Þetta voru því mikil viðbrigði.

Innlent
Fréttamynd

4 skattsvikaskýrslur á 20 árum

Skýrsla sem skattsvikanefnd skilaði Alþingi í síðustu viku er fjórða úttektin sem gerð er á skattsvikum hér á landi síðustu tvo áratugi. Töluverðar breytingar hafa orðið á niðurstöðum spurningakannana sem lagðar hafa verið fyrir landsmenn í tengslum við úttektirnar.

Innlent
Fréttamynd

Páll kom til greina

Allar líkur eru taldar á því að Hansína Ásta Björgvinsdóttir, oddviti framsóknarmanna í bæjarstjórn Kópavogs, taki við starfi bæjarstjóra. Formleg ákvörðun um hver muni gegna starfinu verður tekin á fulltrúaráðsfundi framsóknarmanna í Kópavogi á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Tjáir sig ekki um tölvuleiki

Engar reglur gilda um tölvuleiki hér á landi. Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, hefur frá árinu 2001 óskað eftir reglum.

Innlent
Fréttamynd

Akureyringar vilja á Alþingi

Hópur Akureyringa íhugar að mynda nýtt þverpólitískt stjórnmálafl og bjóða fram lista í næstu Alþingiskosningum. Að sögn Ragnars Sverrissonar, kaupmanns á Akureyri og talsmanns hópsins, mun listinn eingöngu verða skipaður Akureyringum.

Innlent
Fréttamynd

Annir og afslöppun á Alþingi

Jólahlé Alþingis hófst á föstudag og stendur til 24. janúar. Þingstörf liggja niðri í 28 virka daga. Starfsáætlun þingsins gerir ráð fyrir þing- og nefndafundum í 117 daga á þingárinu 2004 - 2005. Hefðbundinn launþegi vinnur rúma tvö hundruð daga að jafnaði á ári. Einn þingmaður hefur talað í fjórar mínútur í vetur. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Teikningar Sigmunds á 18 milljónir

Ríkið mun greiða Sigmund Jóhannssyni átján milljónir króna fyrir skopteikningar sem birst hafa í Morgunblaðinu síðastliðna hálfa öld. Vefmiðilinn eyjar.net greinir frá þessu. Einnig kemur fram að sett verði á stofn sérstakt Sigmundssafn í Vestmannaeyjum.

Innlent
Fréttamynd

Róttækar aðgerðir gegn skattsvikum

Fjárhæðir sem skotið er undan skatti samsvara kostnaði við rekstur alls skólakerfis á landinu. Nefnd sem kannaði umsvif skattsvika leggur til róttækar tillögur til að taka á vandanum. Þingmaður Samfylkingar vill loka strax fyrir smugur fyrir skattsvik. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Hækkun á ábyrgð orkufyrirtækja

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að fyrirhugaðar hækkanir Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja á raforkuverði standist ekki skoðun. Forsvarsmenn fyrirtækjanna hafa sagt að ný raforkulög leiði til mikillar hækkunar á raforkuverði á höfuðborgarsvæðinu um áramót.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnsreikningar hækka um áramót

Rafmagnsreikningar höfuðborgarbúa munu væntanlega hækka um rúm tíu prósent um áramótin. Stjórnir OR og Hitaveitu Suðurnesja taka ákvörðun fyrir áramót. Ástæðan er sögð ný raforkulög. </b />

Innlent
Fréttamynd

Þrisvar til útlanda

Skattabreytingar ríkisstjórnarinnar færa fjögurra manna fjölskyldu með alls 24 milljónir í árstekjur og 40 milljóna hreina eign tæpar 1,8 milljónir í vasann. Fyrir það getur fjölskyldan keypt jeppa eða farið þrisvar til útlanda </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Gjöld hækka í Mosfellsbæ

Framsóknarmenn í Mosfellsbæ gagnrýna að skuldir á hvern bæjarbúa verði komnar yfir 600 þúsund og að heildarskuldir bæjarins verði um 4,3 milljarðar króna á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Davíð á utanríkisráðherrafundi

Utanríkisráðherrar Norður-Atlantshafsbandalagsins lýstu ánægju með ákvörðun úkraínskra stjórnvalda um að endurtaka síðari umferð forsetakosninganna 26. desember. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sat fundinn.

Innlent
Fréttamynd

Baráttan gegn fátækt í fyrirrúmi

Eitt af meginverkefnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) snýr að því að útrýma fátækt og hungri í heiminum. Við upphaf fundar framkvæmdastjórnar stofnunarinnar í Reykjavík voru kynnt svonefnd þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna, en WHO er ein stofnana Sameinuðu þjóðanna og vinnur að þeim markmiðum til að stuðla að bættu heilsufari fólks.

Innlent
Fréttamynd

Frumkvæðið var okkar

"Frumkvæðið kom frá okkur um að þetta væri nauðsynlegt, eftir að við fengum mjög dökka skýrslu um ástand fiskstofnanna í árslok 1983," segir Kristján Ragnarsson, sem var formaður og framkvæmdastjóri Landssambands útvegsmanna um árabil. "Svo lengi sem ég var formaður LÍÚ talaði ég fyrir því að við ættum að fara að ráðleggingum fiskifræðinga."

Innlent
Fréttamynd

Stuðmaður á þing

Jakob Frímann Magnússon, tónlistar- og kvikmyndagerðarmaður lagðist til svefns undir morgun á fimmtudagsmorgni. Á dauða sínum átti hann von en ekk því að eftir sex tíma svefn myndi hann undirrita hátíðlegt drengskaparheit um að virða stjórnarskrá lýðveldisins sem alþingismaður.

Innlent
Fréttamynd

Jóhann var símastrákurinn

Samtök vöru og þjónustu hafa upplýst að það hafi verið Jóhann Ársælsson sem hafi svarað spurningum samtakanna um breytingar á virðisuskattskerfinu í mars 2003 fyrir hönd Samfylkingarinnar. Jóhann sagði þá Samfylkunga ekki viljað breyta virðisaukaskattskerfinu og þar með matarskattinum.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægur fundur hjá WHO

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir mikla þýðingu hafa fyrir landið að fundur framkvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) skuli haldinn hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Spilling á Íslandi

Stjórnmálaflokkar eru taldir undir mestum áhrifum spillingar hér á landi í árlegri könnun Gallup um afstöðu til spillingar.

Innlent
Fréttamynd

Skattar auknir á kirkjur

Eðlilegt er að ríkið greiði fasteignagjöld af eignum sínum eins og aðrir, segir Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og einn þriggja fulltrúa sveitarfélaga í tekjustofnanefnd, sem ræðir skiptingu tekna ríkis og sveitarfélaga.

Innlent
Fréttamynd

NATO mikilvægt vegna varna

Davíð Oddsson utanríkisráðherra sat utanríkisráðherrafund Norður-Atlantshafsbandalagsins. NATO, í Brussel í dag. Á fundinum áréttuðu ráðherrarnir mikilvægi Atlantshafstengslanna og bandalagsins sem grundvöll sameiginlegra varna og vettvangs samráðs milli Evrópu og Norður-Ameríku um öryggismál.

Innlent
Fréttamynd

Landbúnaðarráðuneytið kært

Landbúnaðarráðuneytinu hefur borist stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar yfirdýralæknis um að skera niður á þriðja þúsund kinda í Biskupstungum. Þar hefur greinst riðuveiki.

Innlent